18.1.2016 | 14:00
Hvar er nýji ritarinn?
hjá Sjálfstæðisflokknum?
Var ekki kosinn ritari Sjálfstæðisflokksins sem á að annast eflingu innra starfs Sjálfstæðisflokksins?
Síðan ungir stigu stríðsdans með Áslaugu Örnu á Landsfundinum og gerðu hróp að Jóni Magnússyni og Gústafi Níelssyni sem vildu ræða málefni flóttamanna hafa almennir flokksmenn lítið orðið varir við ungliðana.
Maður hélt að prófkjörsbaráttan færi að hefjast síðar á þessu ári þar sem að þingkosningar séu fyrirsjáanlega á næsta ári? En Sjálfstæðisflokkurinn virðist helst starfa eins og eitthvert leynifélag eins og Frímúrarar eða Oddfellowar frekar en leiðandi hugsjónabandalag almennings á Íslandi. Vera stjórnmálaflokkur með hlutverk en ekki fínimannafélag á framfæri ríkisins eins og vinstri flokkarnir eru allir sem einn.
Eina lífsmarkið sem maður sér eru laugardagsfundir Sjálfstæðismanna í Kópavogi og á Akureyri og svo fundir í ellibelgjafélaginu hjá nafna Blöndal á miðvikudögum. Í ritaranum nýja heyrist ekki neitt né heldur nokkuð í Valhöll. Ungir Sjálfstæðismenn virðast vera orðnir að þjóðsögu og hafa líklega verið fluttir upp á Árbæjarsafn til varðveislu.
Sýnist þó ærið verkefni að reyna að endurreisa fjárhag flokksins með efldu styrktarmannakerfi. En flokkurinn er nánast gjaldþrota eftir glórulausan rekstur á undanförnum árum. Skyldu Sjálfstæðismenn ætla sætta sig við að Valhöll verði einhvern tímann boðin upp og seld vegna óbærilegrar vaxtabyrði? Sumir óttast að þangað stefni ef ekki verður ráðin bót á fjáröflunarvandamálinu.
Erlingur heitinn Hansson, sem var 102% Sjálfstæðismaður í Kópavogi, lagði ávallt áherslu á að orðið félag þýddi það sem í því fælist. Menn hittust og legðu fé sitt saman til að gera eitthvað meira en þeir gætu einir og sér. Þess vegna ættu félög að starfa á ábyrgð félagsmanna eingöngu en ekki vera á opinberu framfæri eins og gustukafólk, aldraðir, sjúkir og öryrkjar.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í rúst en flokkurinn er ekki að tala við einn né neinn að því að sumum finnst. Ég held að þeim fari óðum fækkandi sem hafa heyrt eitthvað um sjálfstæðisstefnuna hvað þá að kunna hana utan bókar eins og margir gerðu hér í gamla daga.
Þó svo að formaðurinn sé að standa sig ágætlega sem fjármálaráherra þá er hann ekki í neinu daglegu trúboði fyrir flokkinn. Og varaformaðurinn ekki heldur. Kannski eru það heldur ekki þeirra verkefni miðað við aðstæður. Til þess eiga fótgönguliðarnir frekar að vera og sækja fram í grasrótinni.
Hvenær ætlar flokkurinn eiginlega að fara að leita sér að fylgismönnum? Eftir kosningar? Hvenær ætlar hann í bardagann við Píratana sem eru búnir að stela af okkur öðrum hverjum kjósanda? Fletta ofan af þeirra tómu tunnum og sýna fólki inn í þeirra sálarkeröld? Man enginn lengur eftir Hannesi Hólmsteini sem ungur hjólaði einn síns liðs í stórstirni kommana og malaði þá mélinu smærra? Dettur þessu fólki í fulltrúaráðum, landssamböndum, stjórnum, nefndum og ráðum ekki neitt í hug nema að taka sig út á ljósmyndum á tyllidögum. Hvar er hann gamli Sjálfstæðisflokkurinn minn? Er það ofurtrúin á fésbók og netmiðlun sem fer svona með okkur?
Ef forystuliðið í Sjálfstæðisflokknum fer ekki að hysja upp um sig buxurnar og gera eitthvað þá verður hann ekki merkilegur ummáls þingflokkurinn eftir kosningarnar 2017. Ég hélt þó að fjöldinn í honum skipti meira máli en fegurðin í pólitík?
Ég skil ekki hugsjónabaráttu sem gengur út á grafarþögn. Ég hélt að það þyrfti að berjast í pólitík. Pólitík er ekki samræðupólitík eða umræðupólitík heldur átök. Að minnsta kosti skilur Dagur B. Eggertsson og hans menn í Borginni þetta. Þeir eru í bardaga við allt og alla hvern einasta dag og þiggja aldrei frið ef kostur er á ófriði. Ef nokkuð er það helst að þá Dag Bergþóruson og Hjálmar grimma skorti mótstöðumenn til að finna kröftum sínum viðnám, slík er vígfimi þeirra og baráttugleði.Þetta skortir okkur ömurlega allt í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir.
Gulli gamli ritarinn lét unga fólkinu góðfúslega eftir sviðið á Landsfundinum. Gaf því óbeðinn tækifæri til að sanna sig. Gulli var annars góður ritari og lagði sig fram í því starfi. Við væntum á Landsfundinum vissulega aukningar og nýrra tíma í því starfi þar sem skortur hefur verið á ungum kjósendum í Sjálfstæðisflokknum. En það sem af er síðan hefur þetta látið á sér standa.
Nýi ritarinn í Sjálfstæðisflokknum fer áreiðanlega alveg að byrja og þá skuluð þið bara sjá hvar hann Davíð Pírati kaupir ölið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég veit Halldór minn að sennilega er þetta full mikið fyrir ykkur gömlu afturhalds seggina að fá svona myndalega og unga stúlku með áhugaverðar hugmyndir.
Ungt fólk á enga samleið með SjálfstæðisFLokknum, þar ræður afturhaldið ríkjum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 14:56
Alveg er það með ólíkindum hversu mikil vitleysa getur komið frá einum manni. Hefurðu enga verki með þessari vitleysu þinni Helgi?
Jóhann Elíasson, 18.1.2016 kl. 15:05
Nú nú...Jóhann bara orðin eltihrellir, eltir mann hvar sem ég komenda...
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 15:35
Góður pistill og þarfur kæri Halldór. Ég tek undir með innleggi Jóhanns heils hugar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2016 kl. 15:41
Bara svo Helgi viti það, þá hef ég engra hagsmuna að gæta hjá Sjálfstæðisflokknum né hef ég þar framavonir. En það táknar ekki að ég vilji sjá ekki þann flokk ofar en það sem í boði á móti vinstramegin. Og ég hef þá trú að flokkurinn hafi byggðan inn í sig þann styrk sem til þarf til að standast samjöfnuð við þetta nýja og óþekkta. Hann þarf bar að virkja þnnan styrk
Halldór Jónsson, 18.1.2016 kl. 16:13
Kannski ritarinn sé í Kína með formanninum góða. Einhver hlýtur að hafa farið með Bjarna sem töskuberi. Burðaðist Bjarni ekki með 2,3 milljarða af almannafé með sér, sem engin not eru fyrir hér heima?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2016 kl. 16:53
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki neina von um að rísa aftur úr öskustónni sem hann er búinn að koma sér í með því að svíkja sjálfstæðisstefnuna algjörlega og ljúga svo upp loforðum sem standa ekki. Helmingurinn af því litla fylgi sem eftir er bíður þess nú að Viðreisn fari af stað og hinn helmingurinn eru lúserar sem halda að það sé sniðugt að hafa nógu mikið af hástöfum í blogginu hjá sér. Það er þvi ekki nema von að svona sé komið fyrir þessum flokki.
Fyrrverandi sjálfstæðismaður. (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 19:25
F s
Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn sveik í stefnu sinni ? Þú virðist alltvitandi, kannski þú lýsir þessum atriðum sem þú kastar fram þannig að við hinir minni spámenn skijum hvað það er sem þú ert að slá um þig með ?
Þetta virðast sleggjudómar göturæsisins hjá þér í fljótu bragði fyrir okkur sem lítt vitum, en þú kemur okkur í sannleikann án vafa.......?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2016 kl. 19:30
Ég gæti rakið það lið fyrir lið og í smáatriðum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í dag er búinn að svíkja upphaflega stefnu sína algjörlega og hvaða loforð hann sveik eftir síðustu kosningar en ég bara nenni því ekki fyrir svona lapþunnt fólk eins og þig sem trúir því enn að til séu guðir. Við fólk sem haldið er slíkum ranghugmyndum árið 2016 þýðir ekkert að tala eins og dæmin sanna með t.d. ISIS-liða. En mér kemur ekki á óvart að þú þekkir til göturæsanna enda sennilega alinn þar upp.
Fyrrverandi sjálfstæðismaður. (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 19:51
F s
Þú ert sá sleggjudómari göturæsisins sem ég hélt. Þú sannar það rækilega með rakalausu moldviðri þínu. Þú ert líklega kommadindill og Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn að vera laus við þig miðað við málflutning þinn. Jarðfræðineminn tekur þér vafalaust fagnandi inn í greni sitt.
Það er ekki von að þú getir með sönnum rökum
„rakið það lið fyrir lið og í smáatriðum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í dag er búinn að svíkja upphaflega stefnu sína algjörlega og hvaða loforð hann sveik eftir síðustu kosningar“
renda hefðir þú orðið að grípa til lyga, en það er ekki óalgengt úr greni jarðfræðinemans eins og kunnugt er.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2016 kl. 20:21
Hvar er hann gamli Sjálfstæðisflokkurinn minn?
Þannig spyr vinur minn Halldór Jónsson verkfræðingur á bloggi sínu á mbl.is. Þannig spyrja margir núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismenn, sem hlusta og horfa til allra átta, með von um að sjá einhver merki um hvar gamla Sjálfstæðisflokkinn gæti verið að finna. En líklega er gamli Sjálfstæðisflokkurinn horfinn, og eftir standa minningar þeirra sem eldri eru, og muna fyrri tíma þegar kjörorð sjálfstæðismanna voru „Stétt með stétt. Hvaða tímar voru það ? Það var á þeim tíma þegar réttar var gefið af þjóðarauðnum. Á þeim tíma gátu fjölskyldur fengið úthlutaðar byggingalóðir og byggt sér hús eftir þeim hraða sem efni og dugnaður stóðu til, og þegar steypan rann í straumi á steypubílana. Þegar gamli Sjálfstæðisflokkurinn var til var það stefna hans að fólk gæti eignast eigið húsnæði. Um Þá tíma sem Halldór er að spyrja um gat hið opinbera gat staðið fyrir uppbyggingum, byggð voru skólahús, félagsheimili, og vegleg og myndarlegar sjúkrastofnanir. Allt var þetta gert án þess að það væri tiltökumál. Það var bara gert. Ekki var á þessum tíma mikið talað um erfiiðleika í heilsugæslunni. Fólk gat leitað til lækna án þess að leggja út mikla fjármuni, og einnig farið í apótek og leyst út lyfin sín sem þá voru ódýr. Á þessum tíma gáfust ýmis tækifæri fyrir þá sem vildu reyna sig. Fyrirmyndir gat fólk séð allt umhverfis landið. Þar voru fyrirtæki sem athafnamenn höfðu byggt upp í frelsi til sinna athafna. Fótgönguliðarnir eiga að vera til að sækja fram, segir Halldór, en það er ekkert fótgöngulið sem getur sótt fram né neitt, ef ekki eru til foringjar til leiðsagnar.
Með kveðju, og von um að þið sem eruð leitandi, finnið liðsforingja og verðið ekki lengur höfuðlaus her.
Með bestu kveðju,
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 21:45
Ég stakk upp á að loka atriði síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins ætti að vera að allir Landsfundarmenn og konur ættu að syngja "Auf Wiedershen, Auf wiedershen þú gamli góði Sjalfstæðisflokkurinn minn," en það tók enginn upp mína uppástungu. Þarna missti fólk gott tækifæri að kveðja gamla Sjálfstæðisflokkinn.
En nýji ritarinn gæti alveg þess vegna verið í Sjoræningjaflokknum eða hinum vinstri flokkunum, hún hefur aldrei verið og kemur aldrei til með að verða, hlynnt stefnu gamla Sjalfstæðisflokksins.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.1.2016 kl. 01:32
Predikari....SjálfstæðisFLokkurinn sveik t.d að þjóðin fengi að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 07:47
Sælt veri fólkið! Það eru jafn mörg ár á milli stofnunar Sjálfstæðisflokksins, V.G.(Alþ.bandalag),Samfylkingar(Alþ.fl.) og Framsóknar í dag,eins og það var þegar,sá "gamli" góði hélt uppi velferð,sem skapaði hamingjusamasta fólk í heimi; nema þá fáu sem öfunduðust út í flokkinn sem allflestir kusu.- Er nema von að menn sem störfuðu af hugsjón með þessum öfluga flokki að velferð Íslands,sakni þeirra tíma þegar ómerkileg andstaða í stjórnmálaflokkum þekktist ekki(varla!!).- Eðvarð segir"Á þessum tíma gáfust ýmis tækifæri fyrir þá sem vildu reyna sig.Það voru fyrirtæki sem athafnamenn höfðu byggt upp í frelsi til sinna athafna".--- Eðvarð ert þú sá sem við kölluðum Edda og starfaðir um tíma hjá Kópav.lögreglunni.Mér er svo í fersku minni þegar skólasystur mínar fórum með eiginmönnum okkar á hótel Sögu. Þá hringdi ehv. og tilkynnti lögrgelu Kóp. að fylgjast með bíl sem flestir vissu að tilheyrði stjórnmálamanni, Sjálfstæðismanni í Hafnarirði.þú varst á vakt og stoppaðir bílinn,vissir að hann keyrði bindindismanneskja. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2016 kl. 08:44
Halldór hér áður fyrir hefði það ekki liðist að gert væri hróp að ræðumönnum á Landsfundi eða komið í veg fyrir eðlilega umræðu umm deilumál. Minni þig á að Ari Edwald var nánast púaður niður úr ræðustól og þó ég væri honumm ekki sammála þá fannst mér á skorta að fundarstjóri tæki á því máli af myndugleika og gerði púendum grein fyrir að svona ætti ekki við í Sjálfstæðisflokknum.
Ég fékk að tala ótruflaður, en áður hafði formaður viðkomandi málefnanefndar hvatt til að ekki yrðu umræður um málið og bað fólk um að tjá sig ekki. Atlaga að tjáningarfrelsinu - tvímælalaust. Síðan þegar fundarstjóri kynnti tillöguna þá fór hinn nýkjörni ritari og vonarstjarnan Unnur Brá alþingismaður, hamförum til að koma í veg fyrir að fólk gæti meðtekið hverjar tillögurnar væru og héldu síðan uppi stappi og góli að því undanskildu að það sljákkaði í þeim þegar ég talaði. En ekki meir.
Hvað hefði gerst í gamla Sjálfstæðisflokknumm Halldór ef gerð hefðu verið hróp að þeim þingmönnum flokksins sem ekki studdu Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors?
Áfram má halda. Sjálfstæðisflokkurinn varð stór flokkur vegna þess að hann hafði besta vörumerkið og stóð í ístaðinu þokkalega og gætti þess að ná fram málamiðlunum innan flokksins. Nú er það liðin tíð og þá fer sem fer.
Jón Magnússon, 19.1.2016 kl. 10:57
Kæri Jón Magnússon.
Ég man ekki betur en að Ari Edwald hafi tekið sér það bessaleyfi að tala í 15 mínútur þegar ræ'ðutími allra ræðumanna var takmarkaður við 1,5 eða 2 mínútur ! Hann sinnti ekki ítrekuðum tilmælum fundarstjóra um að fara úr ræðustóli. Þarna skorti verulega á röggsemi fundarstjóra og enginn myndugleiki í honum. Síður en svo. Jú það var gróf atlaga að málfrelsi og sér í lagi var allt gert til að sjá til þess að tillagaa ykkar Gústafs yrði tekin til eðlilegrar umfjöllunar og atkvæðagreiðslu meðal annars með því að tefja það til loka fundarins að ræða hana og þorri fundargesta farinn af fundinum. Til háborinnar skammar !
Þar fór Unnur Brá hamförum auk nýja ritarans og er þeinm til mikillar minnkunnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.1.2016 kl. 11:48
Ætli nýji ritari flokksins sé ekki í Bónus eða Hagkaup, að leita að Euroshopper bjór, með liðleskjur Heimdallar í eftirdragi. Nú er hún Snorrabúð stekkur á vel við flokkinn í dag, því miður. Sem unglingur hafði maður bæði gagn og gaman af því að starfa fyrir flokkinn, enda voru þá litríkir og aðsópsmiklir foringjar, sem stjórnuðu og slógust með kjafti og klóm fyrir hugsjónum sínum. Í dag fer lítið fyrir skörungsskap og krafti hjá forystu Sjálfstæðisflokksins. Á það bæði við þingheim og þá enn frekar við ómyndarminnihlutann i stjórn höfuðborgarinnar. Önnur eins dauðyfli hafa aldrei vermt stóla ráðhússins í nafni Sjálfstæðisflokksins. Af ungum sj álfstæðismönnum og konum er það helst að frétta að þar er ekkert að frétta. Engu líkara en sá félagsskapur hafi þurrkast af yfirborði jarðar, án þess að nokkur tæki eftir því. Það er von að menn spyrji hvar forystan sé, þegar svona er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum. Hann má svo sannarlega muna sinn fífil fegri.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem enn snjóar þó komið sé hásumar fyrir löngu, samkvæmt dagatalinu. Þessi Al Gore er nú ljóti kjáninn;-)
Halldór Egill Guðnason, 19.1.2016 kl. 19:03
Álfur Gore breytti hugtakinu úr Global Warming í Global Climate Change af því að það er, ef eitthvað,Global Cooling.
Álfur Gore er sko enginn kjáni, hann var með bros út að eyrum í París þegar hann sá hversu mikið hann kemur til með að græða á þessum Carbon sköttum sem almenningur þarf að greiða í framtíðinni.
Kveðja frá Houston þar sem olían streymir eins og stórfljót.
Jóhann Kristinsson, 21.1.2016 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.