Leita í fréttum mbl.is

Auðstjórn almennings?

blasir við þegar SALEK samningurinn í höfn. Búið er að semja um 6 % verðbólguviðbót til 2018. 

Samkvæmt SALEK skulu lífeyrissjóðirnir skuli fá 15 % af allri launaveltu landsmanna til sín. Þetta fé er þeim lögum samkvæmt áskilið að lána út á minnst 3.5 % ávöxtun. Stærra verkefni og meira en hið fyrra sem  þeim tókst nú svona og svona. Fengu ekki einhverjir ítrekaðar skerðingar vegna útlánatapa?

Almenningur á sem sagt að vera dús við það að eitthvað ókjörið lið án hverskyns ópólitískra hæfniskrafna fari með óskoruð yfirráð yfir þeim sjóðum sem einir hafa afl til að kaupa eða gera ditten og datten í þjóðfélaginu. 

15 % af allri launaveltu landsmanna skulu vera í umsjá frjálsra félagasamtaka gersamlega án ábyrgðar gagnvart þeim sem eru kallaðir eigendur að sjóðunum. Öll fjármálavöld Andrésanna utangátta eru nú færð félagsmálatröllunum en engar jólabjöllur hringja í Hólakirkjunum.

Ætli þetta sé þáttur í því sem einhver kallaði auðstjórn almennings?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Undir thetta ritar forseti ASÍ medal annara. Íslensk verkalýdsstétt á theim mikla höfdingja mikid ad thakka, fyrir hreint frábaerlega unnin störf í hennar thágu. Annar eins forkólfur er hrein og klár himnasending. Ljóta déskotans ruglid ad gefa nánast opinn tékka á lífeyrissjódakerfid. Seinnahrunsfnykurinn gerist megnri med hverjum deginum sem lídur.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.1.2016 kl. 18:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já nafni og nú á að fara í hertar aðgerðir í Sraumsvik. Call their bluff heitir það í poker.Þessi Gylfaginning  heldur virkilega að Rio Tinto þori ekki í hana.

Halldór Jónsson, 22.1.2016 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband