Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump

var í viðtali hjá Oprah Winfrey fyrir aldarfjórðungi síðan.

Það er gaman að horfa og hlusta á hann þarna, því hann sér ýmsilegt fram i tímann. Oprah spyr hann m.a. um hvort hann muni bjóða sig fram til Forseta einhvern tímann?

 

https://www.youtube.com/watch?v=MOKi5YeNtRI

 

Honum finnst það nokkuðð ólíklegt þarna en hann segir, að færi hann í framboð þá væri það til þess að vinna sigur. Hann fari ekki í neitt til þess að tapa.

Yrði hann Forseti þá skyldu þeir fá að borga sem hafa misnotað velvild Bandaríkjanna svona lengi eins og Japanir sem aðrir sem hafa fengið að dumpa varningi sínum á  bandaríska markaði og eyðilagt bandarísk fyrirtæki án raunverulegrar samkeppni til baka í heimalöndum sínum. 

Hann er þarna ekki á þeim buxunum að leyfa erlendum fyrirtækjum að vaða uppi í Bandaríkjunum án þess að raunveruleg samkeppnisskilyrði séu skoðuð.

Hvað hann hugsar í dag er ekki öllum ljóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já hvað ættli Trumpsterinn sé að hugsa?

Eitt er víst að setja a influttningatolla/verndartolla eins og Trumsterinn predikar virkar ekki vel. Síðast þegar það var reint af Herbert Clark Hoover forseta þá varð efnahagshrunið 1930's að veruleika.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.2.2016 kl. 23:34

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er eitt gott við Trump og það er að hann er óragur, en þar líkur hans gæðum.  Músolíni lét líka sem hann væri óragur enda er margt líkt með þeim, svo sem andlits fettur, brettur, reigi haus og kappi um að yfirbjóða aðra með kjaftæði og rembingi. 

Ég er ekki alveg viss um að Trump yrði Bandaríkjamönnum til mikils sóma, yrði mögulega eins og þegar trúðurinn Jón Gnarr fór til Noregs og móðgaði Norðmennina af því að hann kunni ekkert í  mannasiðum.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2016 kl. 07:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hrólfur, af tillitssemi við annanhvorn þá skulum við ekki vera að bera þá saman Trump og Gnarrinn.

Jóhann, þú ert ekki með marktækan samanburð,Það er margt sem hefur verið Bandaríkjunum til bölvunar og flest frá demókrötum runnið þar sem annarsstaðar. Trump sagði gagnkvæmni í viðskiptum. Japanir lokuðu að sér eins og Kínverjar og Frakkar gera kaldrifjað en heimta frelsi fyrir sig.

Halldór Jónsson, 25.2.2016 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband