Leita í fréttum mbl.is

Forsögn að föðurlandsfúski

birtist 4 febrúar 2009 á Vísi svohljóðandi:

"Áttatíu daga stjórnin hyggst breyta stjórnarskrá á þann veg að Ísland getur á næsta kjörtímabili gengið í Evrópusambandið að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvæg breyting, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. Varaformaðurinn segir stjórnina vera að tryggja að Evrópumálin læsist ekki inni á næsta kjörtímabili.

Evrópusambandsaðild er hvergi nefnd í verkefnaskrá 80 daga stjórnarinnar og eina tilvísunin til þessa mikla hitamáls er að Evrópunefnd skuli ljúka störfum við úttekt á viðhorfum hagsmunaaðila til Evrópusambandsins og skila skýrslu 10 dögum fyrir kosningar. Í þeirri skýrslu eigi að vera mat á stöðu og horfum Íslands gagnvart samstarfi við Evrópuþjóðir og framtíðarhorfum í gjaldmiðlamálum.

En þótt lítið fari fyrir því í verkefnaskránni þá mun núverandi ríkisstjórn engu að síður gera mikilvægar breytingar á stjórnarskrá sem leiða til þess að ef þjóð og alþingi kýs, þá getur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili.

Eins og staðan er núna þarf tvö þing með kosningum á milli til að breyta stjórnarskrá. 80 daga stjórnin ætlar hins vegar að breyta því svo að hægt verði að breyta stjórnarskrá með þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það þarf stjórnarskrárbreytingu til að ganga í ESB. Það þýðir að ef næsta ríkisstjórn hefur hug á að fara í aðildarviðræður, þá þarf hún ekki að senda sjálfa sig heim og boða til kosninga, heldur getur einfaldlega lagt aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæði.

Ingibjörg telur mikilvægt að sett verði ákvæði í stjórnarskránna fyrir komandi þingkosningar svo þjoðin geti hvenær sem er gert breytingar á stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þýðir að þjóðin getur ákveðið að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum á næsta kjörtímabili ef hún svo kýs án þess að boðað sé til kosninga í millitíðinni."

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar og annar tveggja formanna Evrópunefndarinnar, segir mikilvægt að breyta stjórnarskránni nú til að læsa Evrópumálin ekki inni næstu fjögur ár. "

Að rifja upp þessi kratanöfn núna vekur manni hroll og minningar um óeirðirnar og eldana á Austurvelli. 

Þarna var gerð ósvífin tilraun með svikum og undirferli til að koma þjóð í þrautum með valdafúski inn í Evrópusambandið.

Allir sjá í dag hvernig hér væri umhorfs hjá þessari þjóð núna með Icesave klafann um hálsinn og atvinnuleysi í hæstu hæðum. Erlenda togara upp í kálgörðum og framlög til skuldavanda suðlægu ríkjanna í fanginu. Makríllaus þjóð með full umráð yfir fiskveiðilögsögunni?

Þetta eru ekki billegir brandarar heldu blákaldar staðreyndir ef þetta valdafúsk kratanna hefði tekist.

Allar þessar forsagnir voru forskriftir að því föðurlandsfúski sem fremja átti á fjársjúku fólki sem lá vel við höggi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott upprifjun Halldór. Með öðrum orðum Föðurlandssvikarar og tilraun til Landráðs og í raun Landráð samkvæmt túlkun á hegningalögum í kafla X um landráð því tilraun til landráðs er landráð.

Valdimar Samúelsson, 28.2.2016 kl. 15:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einfaldasta ráðið til að vefja ofan af þessum stjörnarskrárfarsa er að spyrja ákafamenn í málinu þessara spurningar:

1. Hvenær og hvers vegna hófst baráttan fyrir breyttri stjórnarskrá? (2008)

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2016 kl. 16:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Algengasta svarið mun væntanlega vera það að koma sameign auðlinda í stjórnarskrá, en ekki sú staðreynd að meginástæðan var að heimila framsal ríkisvald til alþjóðastofnana.

auðlindir sem ekki eru í einkaeigu eru þegar varðar í lögum sem sameign og ráðstöfunarvald þeirra er í höndum alþingis. Að setja þetta í stjórnarskrá breytir engu um það. Ráðstöfunnarvald verður eftir sem áður í höndum alþingis en ekki almúgans.

í drögum er þetta varðar er raunar verið að hnykkja á þessu valdi þingsins tila að fara með að geðþótta og settar skorður á höfuðatriði og gert skyrt að við höfum ekki vald til að hafa skoðun á fjármálum og raðstöfunum þar að lútandi. Þ.e. Skorður sem ekki voru fyrir.

Þetta atriði er stæsta og þaulsætnasta lýðskrumið í öllu þessu ferli, þegar í raun verið er að færa meira vald frá fólkinu til embættismanna.

Rétt svar er að þetta byrjaði í lok árs 2008 þegar þjöðin var í full blown panikki eftir hrunið. Þá var Feneyjanefndin beðin um tillögur um það hverju þyrfti að breyta í stjórnarskrá til að gera okkur gjaldgeng í sambandið. Sú skýrsla var afhent 2010 og lög um stjórnlagaþing byggð á þeim grunni eftir að stuðningsskylirði framsóknar við bráðabirgðarstjórn gerðu útum áætlanir að breyta stjórnarskrá með valdi til þess að troða okkur í sambandið á 6-8 mánuðum, eins og fyrst stöð til.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2016 kl. 16:25

4 identicon

Sæll Halldór.  Ég vil aðeins þakka þér fyrir að minna okkur á orð og gjörðir samfylkingarliðsins frá árinu 2009.  Orð og gjörðir þessa fólks sem þá fóru með landstjórnina sem jöðruðu við landráð, mega ekki falla í gleymsku.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 20:38

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála það má ekki gleymast.  Sú fláráða tófa Ingibjörg Sólrún stökk frá borði og skildi Geir  einan eftir á örlagastundu og rétti Jóhönnu vitlausu vald sitt. Allir vita hvernig það ræktaðist.   

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2016 kl. 21:56

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Liggur við að í uppryfjuninni merki NEI-ið einskonar flokksmerki okkar á þessum tíma,sem líður manni aldrei úr minni.Skörpustu NEi-sinnarnir sáu fljótt fláttskapinn í meðförum Jóhönnu-stjórnar og ákafanum að breyta Stjórnarskrá íslands.Sem ólu einmitt á þessari síbylju um auðlindir í almannaeigu,blekkingar sem auðvelduðu þeim ráðabruggið,sem ætlað var til fullnustu landráðanna á Íslandi.Þökk sé öllum NEI-sinnum.    

Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2016 kl. 01:35

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Helga, Hrólfur og Edvarð

þetta má ekki gleymast þegar þetta lið kemur með englaásjónur sínar fyrir kosningar og lofar okkur öllu fögru

Halldór Jónsson, 29.2.2016 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband