Leita í fréttum mbl.is

Er allt sem sýnist?

í tölum Gallup um lestur blaða?

gallup

 

 

Þarna á maður að trúa því að þeir sem lesi Morgunblaðið séu aðeins 57 % af þeim sem lesi Fréttablaðið.

Hvað er lestur dagblaðs?

Er einhver skilgreining á því af  hálfu mælingamanna?

Auglýsingamenn einskorða sig við þessar tölur, auglýsing í Fréttó er lesin af helmingi fleirum en í Mogga. Ætti hún þá að vera helmingi dýrari? Manni er sagt að heilsíður í þessum blöðum kosti sama, ca. 180.000 kall plús vsk. Brúttó. Svo koma flókin afsláttarkerfi til sögunnar.

Hvað með innihaldið? Skiptir engu máli hvað stendur í þessum blöðum. Hvað stendur í Fréttatímanum þar sem allir vilja auglýsa í? Hvað stendur í Fréttablaðinu? 

Hvort er maður lengur að lesa Mogga en Fréttablaðið?(Mér dettur ekki í huga að lesa Fréttatímann, þar er aldrei neitt sem fangar athygli mína. Fréttablaðið með greinum Þorvaldar Gylfasonar og Evrópuspekinga Samfylkingarinnar koma mér í vont skap. Mér dettur ekki í hug að lesa leiðarann eftir einhvern blaðamann í Fréttó  þar sem hann boðar enga stefnu í neinu máli mótsett við Moggaleiðarana. Ég les smáauglýsingarnar í Fréttó,þær eru ekki í Mogga. Ég er sannfærðuð um að ég eyði ekki meira en 57 % af tímanum sem ég eyði í Mogga að lesa Fréttó.

Bændablaðið les ég vandlega því að það er eitt besta blaðið sem út kemur. Fjölbreytt með margar smáauglýsingar.

Margir af ungu kynslóðinni segja að blöð séu úrelt. Á línuritinu sést lík aða lestri blaðanna hnignar um 10 % síðan 2011. Það heldur að stjórnmálaflokkar þurfi ekki að gefa út blöð heldur sé nóg að vera á fésbók og twitter. Maður hefur heyrt að Trump sé flinkur í að nota netmiðla. Í Kópavogi koma engin pólitísk blöð út lengur. Og ég veit ekki hvort bæjarbúar eru yfirleitt nokkuð að spá í pólitík yfirhöfuð.

Ég er blaðasjúklingur. Ég verð að fá Moggann í pappír  með morgunkaffinu.Hef ekkert eins gaman að lesa hann á netinu. Ég hef Fréttó undir og fletti því í framhaldi af lestri Moggans. En það er ekkert í því yfirleitt og mest leiðinleg kratasteypa sem fer bara í pirrurnar á mér svo það er fljótafgreitt Ég fer helst aldrei á fésbók, XD eða XDKop heldur ligg í bloggi og pósti.Stundum fer ég á Huff, Kjarnann og svoleiðis en tíminn er eiginlega kominn sundlaugar þegar hér er komið sögu frá kl 7:00.

Er allt sem sýnist með þessar lestrartölur Gallups?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband