Leita í fréttum mbl.is

Ástþór eftir allt?

Ég fór að hlusta á Ástþór Magnússon á Útvarpi Sögu þar sem hann var í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur. Hlustendur hringdu líka inn og lögðu spurningar fyrir hann.

Ég hafði ákveðið að blanda mér ekki í Forsetakosningar á þessu landi nema Ólafur Ragnar Grímsson þyrfti mín við. 

Nú er mér sagt að Ólafur Ragnar muni jafnvel ekki fara í framboð aftur. Ég fór því að hlusta á Ástþór með meiri athygli. Hann kom víða við og svaraði öllu af skynsemi og yfirvegun. Hann hefur meða annars skýra sýn á þær hættur sem íslensku samfélagi geta stafað af óheftum innflutningi fólk úr framandi menningarheimum, nokkuð sem ekki margir þora að ræða upphátt vegna árása frá vinstra öfgafólkinu.

Þegar ég lít yfir sviðið af frambjóðendum sé ég að get alveg hugsað mér Ástþór sem svona dálítla hliðstæðu við Trump sem ég styð handan hafsins.

Ástþór er ríkur og getur kostað sína baráttu sjálfur eins og Trump.Hann rekur eigin fyrirtæki eins og Trump.  Hann hefur hreinar og beinar skoðanir eins og Trump. Hann er reyndur flugmaður og hefur það fram yfir Trump. Hann er myndarlegur eins og Trump og vel máli farinn. Hann hefur hár á höfðinu eins og Trump. Þó ég hafi ekki skoðað hendurnar á honum, þá hygg ég að þær séu ekkert til fyrirstöðu hjá kvenþjóðinni.

Ég mun aldrei kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Því þá ekki bara Ástþór?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

MÆTTI ÓSKA ÞESS AÐ OKKAR ÁGÆTI FORSETI SITJI ÁFRAM SVO VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ XVELJA MILLI ASNA OG MÚLASNA- EÐA ÞANNIG ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.3.2016 kl. 21:42

2 identicon

Ísland er því miður á þeim tímamótum í stjórnmálum

og forsetakjöri, að það er EKKERT í boði nema

hrunafólk og einstaklingar sem hafa engvan áhuga

þjóð eða landi. Mæli samt með Sturlu. Hann hefur farið

í gegnum þvottavélina og veit hvernig lýðræðið

á Íslandi virkar EKKI. Maður sem þorir.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 01:43

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er mín framtíðarlausn á þessum málum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2163126/

Jón Þórhallsson, 8.3.2016 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband