Leita í fréttum mbl.is

Hugarheimur vinstrimanna

er það sem Óli Björn Kárason veltir fyrir sér í dag í snjallri grein í Morgunblaðinu. Greininni lýkur hann með að vitna í orð JFK sem greindi þennan sameinginlega hátt í hugarheimi vinstra fólks. Því það er allstaðar hið sama: Skattleggja og eyða. 

Málflutingur Hillary Clinton gengur út á þetta.

Steingrímur J. Sigfússon, Dagur B. Eggertsson og aðrir slíkir eru eins. Steingrímur J. vill skattleggja útveginn og alla sem græða meira en aðrir.

Það fyrsta sem Degi B. dettur í hug þegar hann er neyddur til að ræða holurnar í götum Reykjavíkur er að velta því upp að þarna sé ekki ónýttur gjaldstofn, sbr. Morgunblaðið í dag.

En gefum  Óla Birni orðið. 

"...Íslenskir vinstrimenn hafa alla tíð átt erfitt með að skilja varnaðarorð sem John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, setti fram á fundi félags hagfræðinga í New York 1962:

Efnahagskerfi sem er þrúgað af háum sköttum mun aldrei skila nægilegum tekjum til að jafnvægi náist í ríkisfjármálum, alveg eins og það mun aldrei búa til nægilegan hagvöxt eða nægilega mörg störf.“

Í nafni „félagslegs réttlætis“ eru vinstrimenn sannfærðir um ágæti þess að skattar séu háir og skattkerfið flókið.

Skattar á fyrirtæki eiga að vera háir og einfalt tekjuskattskerfi einstaklinga er af hinu illa. Margflókið og margþrepa skattkerfi, þar sem refsing ríkisins er því þyngri eftir því sem tekjur viðkomandi eru meiri, er draumurinn.

Á síðasta kjörtímabili leyfðu margir vinstrimenn sér dreyma um ofurskatta á einstaklinga. Þeir voru óhræddir við að boða allt að 80% skatt á tekjur. Trúir hugsjónum sínum eru félagshyggjumenn áhyggjulausir þótt hvati einstaklings til að afla meiri tekna, að skapa eitthvað nýtt, verði drepinn örugglega.

„Félagslegt réttlæti“ byggist fremur á því að jafna tekjur niður á við en að skapa þeim sem lægri hafa launin tækifæri til að afla sér aukinna tekna og bæta lífskjörin.

Ég þakka fyrir

Í umróti stjórnmálanna – sumir segja upplausn – hefur krafan um samræðustjórnmál orðið háværari. Því er haldið fram að stjórnmálamenn eigi að leggja hugsjónir sínar til hliðar en setjast niður, ræða saman og komast að sameiginlegri nið- urstöðu.

Samkeppni hugmynda er sögð af hinu illa.

„Við skulum eiga samtal“ er kjörorð þeirra sem vita ekki hvað þeir vilja, fyrir hvað þeir standa eða forðast hugmyndafræðilega baráttu.

Ég þakka fyrir það á hverjum degi að á árum áður hafi harðir baráttumenn frelsis aldrei tekið þátt í samræðustjórnmálum nútímans. Þá hefði þeim seint tekist að búa til eitt mesta velferðarsamfélag heimsins með öllum sínum litbrigðum og fjölbreytileika."

Ég þakka fyrir það á hverjum degi að enn skuli heyrast raddir hægri manna eins og Óla Björns sem reyna að opna okkur leið til skilnings á hugarheimi vinstrimanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó að ég sé almennt fylgjandi meiri JÖFNUÐI á meðal landsmanna að þá hugnast mér ekki þessi gay-pride-tenging sem að Dagur  borgarstjóri og margt samylkingarfólk virðist aðhyllast.

Jón Þórhallsson, 9.3.2016 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418436

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband