Leita í fréttum mbl.is

Stöðugleikaskattur á Tryggingafélög?

myndi hafa undraverð áhrif á tryggingamarkaðinn eins og erlendu kröfuhafa bankanna á sinni tíð.

Vegna sérstakra aðstæðna sem tilskipun ESB hefur haft á stöðu bótasjóða tryggingafélaga, sem hefur gjörbreytt stöðu þeirra í samtímanum, þá er nauðsynlegt að grípa inn í.

Bótasjóðir tryggingafélaganna voru myndaðir við allt aðrar aðstæður  en nú ríkja á tryggingamarkaði og uppsöfnun þeirra var gerð í samvinnu ríkis og iðgjaldagreiðenda í skjóli þágildandi laga. Þeir geta því ekki yfirfærst beint frá þeim tíma til nýrra og annarra eigenda tryggingafélaga.

Því er nauðsynlegt að grípa inn í með stöðugleikaskatti til þess að útgreiðsla þeirra valdi ekki ónauðsynlegri þenslu í þjóðfélaginu við núverandi aðstæður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að hreyfa við bótasjóðunum, einhver skáldaði upp þá vitleysu og aðrir gleyptu hrátt. Og stöðugleikaskatturinn var á svo hæpnum lagalegum forsendum að það var ákveðið að leggja hann ekki á en semja frekar um framlag.

Bótasjóðirnir eru 100% lögleg eign tryggingafélaganna. Núverandi eigendur keyptu tryggingafélögin með bótasjóðunum. Bótasjóðirnir voru og eru hluti af verðmæti tryggingafélaganna. Starfsleifi þeirra krefst þess að bótasjóðirnir séu í þeirra eigu. Hvernig þessu var háttað í þínu ungdæmi og lög sem hafa verið aflögð síðan þá hefur engin áhrif á eignarrétt tryggingarfélaganna.

Davíð12 (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 13:52

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Davíð! Bótasjóðirnir eru eign tryggingafélaganna lögum samkvæmt en þeir eru baktrygging tryggingakaupa. Tryggingatakar hafa greitt hluta af iðgjöldum sínum í þessa baktryggingu. Samkvæmt nýjum reglum ESB, sem ég geri ráð fyrir að þú sért ekki sérlega elskur að(ESB það er að segja) hefur þessi baktrygging verið ofreiknuð og nú ætla menn að að borga það til baka sem eðlilegt er.
Hvort segir siðvitið þér að yfirfallið eigi heima hjá tryggingakaupunum, þ.e. þeim sem í bótasjóðina greiddu eða þeim, sem fjárfestu í þessum tryggingafélögum í gegnum hlutabréfakaup?

Hvor ábyrgðin er samfélaginu dýrmætari, áhætta tryggingatakans og hans iðgjöld eða áhætta hluthafans?

Sigurbjörn Sveinsson, 9.3.2016 kl. 21:31

3 identicon

Sigurbjörn, tryggingakaupar hafa aldrei greitt krónu í bótasjóðina. Bótasjóðirnir eru uppsafnaður hagnaður sem annars hefði verið greiddur út sem arður. "Yfirfallið" er hluti af þeirri eign sem núverandi eigendur keyptu.

Baktrygging banka og tryggingafélaga eru fjármagnstekjur og hagnaður af því að selja þér þjónustu. Þó löggjafinn geri þá kröfu að tryggingafélög og bankar eigi visst mikið eigið fé til tryggingar er ekki þar með sagt að það sé eign viðskiptavinanna.

Þetta er ekki eitthvað auka, aðskilið frá verðmæti fyrirtækisins. Þetta er eins mikill hluti af fyrirtækinu og húseignir þess og húsgögn. Þú ferð ekki í bankann þinn og labbar út með skrifborðsstól þó þjónustugjöldin þín hafi borgað hann.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 00:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Gleymum ekki óskattöagða þætinum

Halldór Jónsson, 10.3.2016 kl. 07:45

5 Smámynd: Halldór Jónsson

óskattlagða

Halldór Jónsson, 10.3.2016 kl. 07:46

6 identicon

Hvort það geti tallist eðlilegt að skattleggja eitthvað sem er slyldueign sem ekki má hreyfa er spurning. En hvort eitthvað er skattlagt eða ekki breytir ekki eignarhaldi. Þó þú borgir ekki skatt af innbúi þínu þá á ég ekki sófann þinn.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 08:49

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er forvitnileg umræða og ætti betur heima fyrir allra augum og í öðrum miðli. Ágreiningsefnið fer ekki á milli mála. Bótasjóðirnir hafa orðið til vegna tekjuafgangs í fyrirtækjunum. Tekjuafgangurinn verður vegna margvíslegrar starfsemi en fyrst og fremst fyrir greiðslu iðgjalda viðskiptavinanna.

Nú stendur til að minnka þessa bótasjóði með arðgreiðslum til eigenda; með öðrum orðum þá þykir eigendum þeir óhóflega stórir og verðmætin í þeim betur geymd annars staðar.Því kemur ekki á óvart að viðskiptavinir tryggingafélaganna skuli spyrja sig, hvort iðgjaldin hafi verið óhófleg á síðustu árum. Ef þannig háttar, þá er eðlilegt að menn spyrji sig, hvort ekki sé sjálfsagt að iðgjöld verði lækkuð til samræmis við þennan óeðlilega gróða. 

Sigurbjörn Sveinsson, 10.3.2016 kl. 09:00

8 identicon

Sigurbjörn, hvað er eðlilegur gróði? Er eðlilegt að fyrirtæki greiði ekki arð í 5 ár en lækki svo iðgjöld þegar hægt er að greiða arð? Á arður sem er lægri en það sem ríkið heimtar af sínum fyrirtækjum að kallast óhóflegur? Er eðlilegt að fjárfesting í fyrirtæki skili minna en kaup á skuldabréfum ríkisins? Hvers vegna ætti nokkur að stofna eða fjárfesta í fyrirtæki sem býður lámarks ávöxtun?

Þegar þú eldist og húsnæði þitt verður óhóflega stórt og verðmætin í því betur geymd annars staðar endurgreiðir þú væntanlega vinnuveitendum þínum oftekin laun er það ekki? Launakröfur þínar miðuðust greinilega við framfærsluþörf þína í allt of stóru húsnæði og hafa því verið óhóflegar.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 10:25

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurbjörn

Það gkeymist að af framlaginu  sem borgað var inn í sjóðinn og hét og var vátryggingaskuld var óskattlagður hluti af hagnaði tryggingafélagsins. Ríkið mydar því þessa sjóði með því að geyma skatt í sjóðnum. Þegar greitt var tjón úr sjóðnum þurfti við takandi að greiða skatt af þeim sem tekjum. Það sem eeftir er í sjóðnum á ríkið sinn skatthlut í. Þeir eru því að stela úr sameiginlegum sjóðum þegar þeir stela bótasjóðunum á þennan hátt.

Halldór Jónsson, 10.3.2016 kl. 12:13

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Í þeim örfáu tjónum sem ég hef lent í og fengið bætur fyrir frá trygingarfélagi mínu, man ég ekki eftir því að hafa þurft að greiða skatt af bótunum, enda fáránlegt. Skil ekki alveg rök þín nafni með að verið sé að geyma óskattlagt fé í bótasjóðum. Það hljómar nánast fáránlega. Það geta varla talist tekjur þegar fólk fær bætt fyrir tjón á eignum, sem þegar hefur verið greitt fyrir með tekjum sem eftir standa eftir skatt. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.3.2016 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband