Leita í fréttum mbl.is

Ríkið á hlut í bótasjóðunum

sem þeir ætla nú að hirða til sín.

Það gleymist að af framlaginu sem borgað var inn í sjóðinn og hét og var líka vátryggingaskuld tryggingafélagsins, var óskattlagður hluti af hagnaði tryggingafélagsins.

Ríkið myndaði því þessa sjóði að hluta með því að geyma skatt í sjóðnum. Tryggingafélögin ávöxtuðu sjóðina með ágætum árangri. Líka hlut ríkisins. Þegar greitt voru tjón úr sjóðnum þurfti viðtakandi að greiða skatt af þeim sem tekjum.

Það sem eftir er í sjóðnum á ríkið sinn óhafinn skatthlut í. Þeir eru því að greiða sjálfum sér úr sameiginlegum sjóðum landsmanna þegar þeir taka sér bótasjóðina á þennan hátt sem arð af hlutafé, sem er allt annað.

Ríkið er því í fullum rétti að leggja stöðugleikaskatt á tryggingafélögin eftir því sem Alþingi þóknast. Það er óþarfi að bara hneykslast en láta þar við sitja.

Ríkið á hlut í bótasjóðunum frá upphafi og á að sækja hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið á ekki og eignast ekki eitthvað með því að skattleggja það ekki. Sama hvort það er bótasjóður tryggingafélags eða sófinn í stofunni þinni.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 12:30

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þetta ekki spurning um að ríkið eigi eitthvert fyrirtæki 100% eða láti einka-aðilum málilð eftir?

Jón Þórhallsson, 10.3.2016 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband