Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðið

"Í nóvember 2008 skuldaði félagið sex milljarða króna og 1,5 milljarðar voru á gjalddaga 5. nóvember 2008. Stjórn félagsins ákvað að selja alla fjölmiðlana út úr félaginu til Rauðsólar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 1,5 milljarða króna. Auk þess myndi hluti skulda fylgja með. Enginn annar fékk að bjóða. Reyndar var verðmiðanum breytt eftir á þegar ljóst var að Jón Ásgeir gat ekki skrapað saman meira en 1.350 milljónum króna,“ skrifar Þórður Snær í úttekt á Kjarnanum.

Ritstjóri Kjarnans rekur svo að þorri þeirra peninga sem notaðir voru til að kaupa fjölmiðlana út, 810 milljónir króna, hafi komið frá Högum, sem Jón Ásgeir stýrði þá enn, en kröfuhafar tóku skömmu síðar yfir.

Nafni gamla 365 var breytt í Íslensk afþreying og félagið sett í þrot. „Kröfur í búið voru 4,2 milljarðar króna. Undir 500 milljónir fengust upp í þær, 3,7 milljarðar króna töpuðust. Á meðal þeirra sem töpuðu voru eigendur skuldabréfaflokks (að mestu lífeyrssjóðir) og ríkisbankinn Landsbanki Íslands. Landsbanki Íslands var raunar lykilleikandi í því að Rauðsól fékk að kaupa 365.“

Þessi fróðleikur er á vef hringbrautar.

Er engum sem ofbýður hvernig svona aflúsuð gjaldþrota fyrirtæki eru rekin ár eftir ár og skemma auðvitað fyrir öllum öðrum sem reyna að standa í skilum. Blaðið er auðvitað verndað af Samfylkingunni og öllu krateríi landsins enda vinnur það dyggilega fyrir lífgjöfina.

Svona aflúsuð fyrirtæki eyðileggja allan auglýsingamarkaðinn þar sem þau þurfa ekki að borga sama kostnað og aðrir. 

Fréttablaðið ætti að birta efnahagsreikning sinn um leið og það gumar af upplaginu sem ýmsir þykjast nú sjá að hluti þess lendi fremur fyrir sjónum maðkanna frekar en mannanna. Víst er blaðið þykkt og allir keppast kapítalistar við að auglýsa í því. En hvað borgar blaðið af því sem það á að borga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 3418308

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband