Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórn Reykjavíkur

virðist búa við takmarkaðar vinsældir Borgarbúa.Sem geta sjálfum sér um kennt í fyrsta lagi að hafa kosið hana svona og í öðru lagi að vera svo vitlausir að skilja ekki stórkostlegar framtíðarsýnir meirihlutans sem hafa bara einn galla, að þær veruleikagerast ekki fyrr en löngu eftir að þessu kjörtímabili lýkur.

Óli Björn dregur fram nokkrar staðreyndir í Mogga í dag:

"...tekjur borgarsjóðs á síðasta ári um 11,3 milljörðum króna hærri að raunvirði en 2010 (m.v. meðalverðlag 2015). Meirihluti borgarstjórnar getur því ekki kvartað yfir tekjuleysi eða óhagstæðri þróun.

Þvert á móti. Allir tekjustofnar eru þandir til hins ýtrasta, útsvarsprósentan eins há og lög heimila og ný gjöld eru tekin upp. Það er því ekki glímt við tekjuvanda heldur heimatilbúinn vanda.

Meirihlutinn hefur misst tökin á rekstri borgarinnar. Á liðnu ári kostaði rekstur A-hluta tæplega 15 milljörðum króna meira að raunvirði en 2010 og eru þá lífeyrisskuldbindingar og afskriftir ekki taldar með..."

"... Sorphirða er í öfugu hlutfalli við hækkun sorphirðugjalda og þegar íbúarnir kvarta, benda stoltir borgarfulltrúar á að það sé bæði hollt og gott að fá sér göngutúr að næsta grenndargámi með ruslið! .."

"... sama tíma og stjórnendum leikog grunnskóla er gert að spara er ráðist í enn eitt gæluverkefnið – breyta á Grensásvegi fyrir 170 millj- ónir króna. Íbúar við götuna og þeir sem þurfa að fara þar um daglega geta að vísu þakkað fyrir að engin áætlun er um að reisa þar fuglahús.

Þeir sem fara um Hofsvallagötu velta því hins vegar margir fyrir sér af hverju í ósköpunum allar þessar holur eru í götunni sem skartaði í nokkra mánuði fuglahúsum án fugla sem kostuðu tugi milljóna..."

"...Þegar fréttamaður innti borgarstjóra eftir því hvort ekki væri hægt að forgangsraða þannig að þessu væri flýtt til að róa áhyggjufulla foreldra var svarið:

„Jú, við erum í raun að gera það en þetta snýst um yfir 127 velli í 59 sveitarfélögum. Þannig að ef Alþingi og ríkið vill koma myndarlega að málinu myndi ég fagna því. Endurbótasjóður sem myndi flýta þessu um land allt væri örugglega eitthvað sem myndi mælast mjög vel fyrir hjá þeim sem hafa lýst áhyggjum af málinu.“"

"...Á sama tíma berast fréttir um að sveitarstjórnir Akraness, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Seltjarnarness ætli að fjarlæga kurlið á íþróttavöllum bæjanna og það án þess að blanda ríkinu í verkefnið. Ólíkt hafast þeir að, sjálfstæðismennirnir í sveitarfélögunum fjórum og meirihluti félagshyggjunnar í Reykjavík."

"...Um það skal efast að minnihluti í íslensku sveitarfélagi hafi nokkru sinni fengið önnur eins sóknarfæri og boðið er upp á í Reykjavík. Færin eru hins vegar lítils virði ef þau eru ekki nýtt."

Óli Björn er ekki trúaður á að minnihluti Sjálfstæðismanna sé nokkurs megnugur í því að hefja sókn. Má vera að satt sé.

En maður gæti velt því fyrir sér hvort Halldóri Auðar og Svans þyki hann vera að gera svo merkilega hluti með opna kreditkortinu sínu á Borgarsjóð að honum komi gatnakerfið ekkert við né annað sem útaf stendur? Bara gaman gaman?

Er maðurinn algerlega metnaðarlaus fyrir Borgina sína? Er það til styrktar Píratahreyfingunni á landsvísu að bera ábyrgð á því að láta allt dánka svona í rekstri Borgarinnar? Eða ef honum finnst allt í lagi, er það þá ekki líka slæmt fyrir Píratahreyfingauna á landsvísu að hún sé algerlega afskiptalaus í Borgarstjórn Reykjavíkur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segirðu. Við ættum að spyrja krakkana í Ráðhúsinu, hvort þeir myndu bjóða gestum heim til sín, ef gólfin væru götótt og annað væri eftir því á heimilunum, og vita, hver svörin yrðu. Ætli yrði ekki fátt um svör? En þetta er það, sem þeir eru að bjóða erlendu ferðamönnunum upp á, að fara um götótt stræti og torg á bílaleigubílunum, og ganga eftir misjafnlega góðum göngustígum og gangstéttum og hjóla eftir þeim líka eins og hjólastígunum, sem sjálfsagt eru engu betri. Píratarnir eru algerlega vonlausir og það síðasta, sem ég myndi velja í kosningum, enda held ég, að það sé mest tölvukynslóðin svokallaða, unglingarnir, sem kjósa þetta og sé stærsti hópurinn þar, því miður. Ég er samt ekki svo viss um, frekar en svo margir aðrir, að Píratar uppskeri mikið í kosningunum sjálfum. Ég segi líka eins og Ingibjörg Sólrún sagði einhvern tíma, þegar hún var spurð um skoðanakannanir, að þær eru ekki kosningar. Sem betur fer, bæti ég við. Spyrjum að leikslokum, en satt er það, að stjórnarflokkarnir mættu standa sig betur, en þeir gera í dag. Þetta kív milli þeirra út af Landsspítalanum og ýmsu fleiru eykur heldur ekki trúverðugleika þeirra, er ég hrædd um. Þeir þurfa að koma sér betur saman um hlutina, ef þeir eiga að geta haldið forystunni og atkvæðunum, sem þeir fengu í síðustu kosningum. Ég má ekki til þess hugsa, að Píratar fari að stjórna borg og þjóð og lifa við algert stjórnleysi, trúarbragðarugl, afnám þjóðkirkju, og tóma vitleysu til hins endalausa. Það segi ég satt. Stjórnarflokkarnir þurfa að fara að brýna járnin til að ná vopnum sínum í borginni. Ég vil nú trúa því, að þeir geti það, þótt erfitt sé, þegar þeir hafa líka flesta fjölmiðla landsins á móti sér, eins og t.d. svokallað Ríkisútvarp, eða öllu heldur fréttastofu þess, sem matreiðir fréttir og skoðanakannanir eftir sínu Samfylkingar- og VG-höfði, og maður er löngu búinn að fá nóg af. Við skulum bara vona, að hugsandi fólk sjái í gegnum þetta allt saman og forðist það slys, að láta Pírata komast hér að völdum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband