Leita í fréttum mbl.is

Hrekkjatilburðir

sýnast manni nokkrir af hálfu Framsóknardrógarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar skoðanamunur er viðraður með þeim hætti sem Framsóknarmenn gera. Já og beinir löðrungar eins og Eygló úr Eyjum réttir Gulla beint á snúðinn.

Það er vandfundinn sá Íslendingur sem vill setja 8 milljarða í aukið fæðingarorlof fyrir feður í stað þess að gera eitthvað annað við þá. Varla verður því trúað að ráðherran sé óvart svona vitlaus að gera annað eins og þetta að eigin frumkvæði. Það býr meira undir.

Forsætisráðherra er hugsanlega farinn að ókyrrast yfir gæftaleysi Framsóknar í samstarfinu. Fylgið hrynur og hrynur meðan Sjálfstæðisflokkurinn hangir á sínu fjórðungsfylgi. Menn geta alveg farið að búast við meiri tíðindum án þess að rýtingsstunga RÚV í bak Sigmundar dag verði túlkuð sem ákall um endurreisn vinstri stjórnar Samfylkingar og VG. En við skulum ekkert gleyma því hver var Guðfaðirinn að myndun þeirrar stjórnar þó að það spryngi allt í fésið á honum þegar þeir þurftu hans ekki með lengur.

Gleymum því ekki Sjálfstæðismenn að það verður að ríða Framsóknartruntunni við stangabeisli og stífa keðju og helst nasamúl líka, annars getur hún hlaupið illilega útundan sér þegar minnst varir. Það getur þurft að hafa þunga ól í hendinni og slá duglega í og helst hafa grimman hund á eftir svo hún gangi innundir sig að aftan ef hún ætlar að vera með hrekkjatilburði.(Síðasta lýsingin er frá Zóponíasi Márussyni höfuðsnillingi og hestmanni í Gusti sem lýsti því fyrir mér hvernig ég ætti að temja mínar bikkjur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 3418309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband