Leita í fréttum mbl.is

Skríllinn undirbýr áhlaup

mögulega á Alþingishúsið í dag kl 17.

Nú velti ég fyrir mér hvort eigi að láta grímuklædda glæpamenn hlaupa um átölulaust að baki venjulegra mótmælenda og grýta lögreglu eins og sást í búsáhaldabyltingunni.

Þá sáu menn  Álfheiði Ingadóttir hvetja sitt fólk símleiðis innan úr Alþingishúsinu og peningamenn borga fyrir tæki og tól byltingarmanna. Þá sviku kratar ríkisstjórn sína eins og þeirra er háttur. Nú eru þeir sem betur fer utan stjórnar og engin ástæða til að ætla að ríkisstjórnarflokkarnir muni kikna í hnjáliðunum. Allt er betra en að fá byltingarflokkanna aftur til áhrifa.

Nú ætlar að viðra vel til táragass ef skríllinn ætlar að gera stjórnlaust áhlaup á saklausa lögreglumenn og eignir ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ógeðfeldur karakter ertu Halldór.

hilmar jónsson, 4.4.2016 kl. 12:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér er nokkuð sama um þitt álit á mér, hver sem þú annars ert.Ég segi mínar skoðanir hvort sem þær falla að þínum eða ekki.

Halldór Jónsson, 4.4.2016 kl. 13:00

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Alltaf sami gamli fasistinn Halldór.

Lögreglan er partur af þjóðinni og lögreglumönnum eins og öðrum blöskrar siðleysi ráðamanna.

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 13:26

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var á Austurvelli 30 mars 1949. Hvar varst þú Mökkurkálfi?

Halldór Jónsson, 4.4.2016 kl. 13:37

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jæja gamli, náðirðu að berja marga mótmælendur í hausinn þá?

Nei þér verður ekki að ósk þinni, það mæta engir "hvítliðar" til að snapa fæting. Þetta verða kröftug og friðsöm mótmæli þverskurðar af íslensku þjóðinni.

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 14:14

6 identicon

Halldór, í mörgum málum er ég sammála þér, en nú ættir þú aðeins að hugsa þinn gang.

Ég er ekki dómbær á það hvort SDG hafi brotið einhver lög, en nú er hann orðinn frægur fyrir það að vera eini þjóðarleiðtogi lýðræðisþjóða á vesturlöndum sem geymir fjármuni sína í sömu skúmaskotum og einræðisherrar, eiturlyfjabarónar og aðrir forhertir glæpamenn.

Hvort honum var það sjálfum ljóst veit ég ekki, ég geri síður ráð fyrir því.

En ef hann gerir sér ekki ljóst í hverja stöðu hann setur Ísland í á meðal vestrænna lýðræðisþjóða, sitji hann áfram sem forsætisráðherra, þá er hann alvarlega siðblindur.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 14:15

7 identicon

Sturluð meðvirkni 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 14:23

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór, Össur var ekki ennþá fæddur 30. marz 1949.

Honum væri sæmst að vera ekki að skrifa hér undir gervinafni. Hann hefur ekkert þorað að segja um þetta mál undir eigin nafni opinberlega, af því að hann (af öllum mönnum!) er að spá í Bessastaði og vill ekki dreifa hugsanlegu kjörfylgi sínu til þess. Hitt getur hann, haldið áfram að reyna að hafa áhrif á umæðu, skrifandi dónaskap og ósvífnar blekkingar ("Alltaf sami gamli fasistinn Halldór") undir dulnefni!

Ber okkur nokkur skylda til að birta skætingsskrif frá mönnum sem kjósa að vera huldumenn? Og þvílík móðgun við tónlistina að nota svo mynd af sjálfum Jóhannesi Brahms með gervinafni þessa ofurmælamanns!

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 18:27

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

... umræðu ...

(lyklaborð tölvu minnar orðið slitið og sleppir því iðulega úr stöfum).

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 18:31

10 Smámynd: Elle_

Ógeðfelldur karakter ertu Halldór skrifaði Hilmar J. Hefur hann efni á þessu? (Svo finnst mér persónulega nafnið Hilmar of fallegt á hann).

Það eru að sjálfögðu ekki allir 7-8 þúsund manns skríll, en það ER skríll sem kastar í saklausa lögreglumenn og eyðileggur ríkiseigur. Það líka hlægilegur skríll í stjórnarandstöðuflokkunnum. Þeim var kastað með heimsskömm fyrir 3 árum og koma nú í dómarasætið úr holunum.

Elle_, 4.4.2016 kl. 18:39

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir allir

Gaman að loksins skuli ég fá vitneskju um það hver Skeggi Skaftason raunverulega er og takk fyrir þær upplýsingar Jón Valur.

Ég hef ekki lagt neitt sérstakt til málanna varðandi Sigmund Davíð.Hann virðist halda að hann þurfi ekkert að hlusta á mótmælendur sem aðra. En hreint praktískt finnst mér enginn einn maður í ráðherrastól sé svo mikilvægur að það sé ásættanlegt að fá hér vinstri stjórnina aftur bara vegna þessa eina manns. 

Enn sem komið er er rólegt á Austurvelli.Ég vona að svo verði áfram. En menn sáu skrílinn skjóta raketttum yfir svæðið sem vel hefði getað valdið slysum.  

Halldór Jónsson, 4.4.2016 kl. 18:54

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var ágætt að hlusta á Sigmund Davíð í Sjónvarpi Rúv upp úr kl. hálfsjö núna áðan, hann gerði mjög góða grein fyrir málum sínum.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 19:04

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Valur,

Þýðir nokkuð fyrir hann að tala núna. Fólkið hlustar ekki.Það vill bara krossfesta.  Er nokkurn tímann hlustað á hrópandann í eyðimörkinni?

Halldór Jónsson, 4.4.2016 kl. 19:22

14 Smámynd: Már Elíson

Þú ert orðljótur Halldór, og lítur á fólk sem er þér og þinni stefnu ekki fylgjandi, sem SKRÍL. Þetta er kunnuglegt orð úr herbúðum þínum og þinna, en varast skaltu að taka mark á svokölluðum "Jóni Val", sem er falskastur allra og lyginn með afbrigðum og sleikir helst upp þá sem honum geta gefið að eta í það og það sinn. - Þessi meðvirkni þín, Halldór, og dónaskapur í orðfæri gagnvart fólkinu sem BORGAR SKATTANA sína á Íslandi (samneyslan) er ekki fullorðnum manni til sóma.

Már Elíson, 4.4.2016 kl. 19:52

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Er  hinn orðvari og orðprúði Már Elíasson eitthvað sem ég á að taka mér til fyrirmyndar?

Halldór Jónsson, 4.4.2016 kl. 20:24

16 identicon

Komið þið sæl - Halldór: og aðrir gestir, þínir !

Ochrana: Leyniþjónusta Rússakeisra, hefði leyst ámóta fugla, og þá Sigmund Davíð og Bjarna snaggaralega frá störfum, hefði hún staðið frammi fyrir jafn álappalegum gjörningum stjórnmála manna þarlendis, og Íslendingar standa nú, frammi fyrir.

Halldór !

Endilega: hamraðu svo á nauðsyn uppljóstrana, á 110 ára geymzlu sneplum illræðis hjúanna:: Jóhönnu og Steingríms J.

Landsmenn - mega ekki gleyma þeirra hryðjuverkum á sínum tíma / fremur en Sigmundar og Bjarna, í dag.

Jón Valur: sem og aðrir velunnarar Útvarps Sögu, mættu svo bregða ljósi, á vaxandi meðvirkni stöðvarinnar, með nú sitjandi valdhöfum, ekki síður.

Ekki einleikin - hrifning Arnþrúðar Karlsdóttur, á þeim Sigmundi og Bjarna, sbr. þau hljóðbrot, sem ég nam á hlaupum í morgun t.d.(á Símatíma stöðvarinnar, kl. 09:15 - 12.00) / þó svo: hinn mæti Pétur Gunnlaugsson aftur á móti, héldi tiltölulegri stillingu sinni, án sérstaks ákafa í, að mæra stjórnarráðs drengina, miðað við kringumstæður.

Fróðlegt væri að vita: hvert raunverulegt HLUTLEYSI Útvarps Sögu er í dag, sé miðað við fyrstu ár hennar, og inn á líðandi áratug, gott fólk.

Að endingu - Halldór !

Er Skríls hugtakið ekki orðið, all nokkuð teygjanlegt í dag, sé mið tekið af þaulsætni stjórnmálamanna ALLRA flokka, og þeirra hegðan, fremur en seinþreytts og yfirleitt prúðs almennings, fornvinur góður ?   

Með beztu kveðjum: sem oftar og fyrri - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:15

17 identicon

Merkilegt hvað vinstri sauðirnir eru gjarnir á að leggja öðrum lífsreglur, sem þeir fara svo ekki eftir sjálfir.

En, upphlaup vinstrimanna nú er síðasta hálmstráið. Þeir hafa reynt að gera sig gildandi síðan í afhroðinu mikla 2013. Árangurslaust, eins og allir vita. Og nú þegar einungis ár er í kosningar, fylgið fallið niður í pilsnerstyrkleika, þá er öllu tjaldað til. Ríkisútvarpið fellir meira að segja sauðagæruna, og berar sig sem vinstriúlf.

Þetta upphlaup deyr út. Vinstriskríllinn hefur ekki úthald. Verður tekin við uppáhaldsiðju sína í næstu viku, sem er að rífast innbyrðis um hverfandi fylgi.

Hvað framhaldið varðar, þá kemur fólk kannski til með að minnast landsölufólksins sem ætlaði að selja ÍSland fyrir aðgang að ESB. Þið munið hann Icesave....

Ps.
Af hverju var Helgi Hjörvar ekki tekinn á sínum tíma, fyrir að reka fyrirtæki sem greiddi einungis svört laun, og fór svo á hausinn með umtalsverðu tapi starfsmanna?
Var það vegna tengsla við áhrifafólk í vinstrihreyfingunni?

Hilmar (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 21:17

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólíkt því sem einhver gæti haldið af lygainnleggi Más Elí-sonar, er ég engum manni, flokki, samtökum, fyrirtæki né öðrum háður um lifibrauð mitt.

Már þessi hefur áður sýnt af sér ljóta hegðan á netinu.

Þrátt fyrir stóryrði hans getur hann ekki sannað á mig eina einustu lygi.

Óskar minn Helgi, þú ættir að hlusta betur á morgnana, áður en þú útleggur Arnþrúði með þessum hætti. Hún var einmitt mjög beitt í morgun í sinni röklegu greiningu á Kastljóss-þættinum umdeilda, sem hún sá réttilega sem sviðssetningu. Við getum rætt það nánar, en ég hvet þig á meðan til að hlusta á mjög gott viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við Sigmund Davíð í Sjónvarpinu undir kvöldið, það er á þessari vefslóð: ruv.is/sarpurinn/ruv/motmaelafundur-fra-austurvelli/20160404 -- og stilltu þig inn á að fara inn á það þar sem 1:16:30 (1 klst. 16 mín og 30 sek.) eru liðnar af þeim langa dagskrárlið.

Hann svarar þarna ekki af einum hroka; og tvisvar eða þrisvar hefur hann í dag beðið afsökunar á ýmsu sem þsu viðkemur.

Brot úr þessu viðtali voru sýnd í aðalfréttatíma Sjónvarpsins kl. 19, en ég hjó t.d. eftir því, hverig eitt brotið var klippt þannig, að það kom út eins og hann hefði gert lítið úr mótmælendum (vegna fæðar þeirra), svona í áttina við fræg ummæli Ingibjargar Sólrúnar á fundinum í Háskólabíói snemma árs 2009 ("en þið eruð ekki þjóðin" -- orð sem voru þó í sjálfum sér alveg rétt!), en strax í næstu setningu Sigmundar var alveg skýrt, að hann var ekki að sýna slíka óvirðingu eða mæla mótmælin niður. En þeirri setningu var einmitt sleppt í fréttatímanum!!

Eins sér maður enn hlutdrægni starfsmanna Sjónvarpsins í 10-fréttum kvöldsins; viðmælendur þess eru að mestu leyti teknir úr hópi mótmælendanna á Austurvelli, lítið leitað eftir öðrum.

Rúv er ekki hlutlaust í þessu máli, og sumir fréttamenn þar kjamsa á því í raun og taka með orðum sínum afstöðu þar sem þeir eiga skv. vinnureglum sínum að gæta hlutlægni og  hlutleysis.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 22:41

19 identicon

Að sjá hvernig gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) skrifar hérna. Hann er nákvæmlega ein og Hannes Hólmsteinn Gissurason, því meira sem vitleysingurinn skrifar því minna er hlustað á hann. Bullið sem hrýtur upp úr þessu afdankaða gamalmenni er með ólíkindum, og ofan á allt þá leyfir Moggabloggið þessum vitleysingi að halda úti fleiri en einni bloggsíðu. Það er alveg rétt sem Óli Jón skrifar hann þarf að halda úti svona mörgum síðum til að upphefja sjálfan sig á þeim.

thin (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 22:51

20 identicon

Að sjá hvernig gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) skrifar hérna. Hann er nákvæmlega ein og Hannes Hólmsteinn Gissurason, því meira sem vitleysingurinn skrifar því minna er hlustað á hann. Bullið sem hrýtur upp úr þessu afdankaða gamalmenni er með ólíkindum, og ofan á allt þá leyfir Moggabloggið þessum vitleysingi að halda úti fleiri en einni bloggsíðu. Það er alveg rétt sem Óli Jón skrifar hann þarf að halda úti svona mörgum síðum til að upphefja sjálfan sig á þeim.

thin (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 22:55

21 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þessi færsla er þér til minnkunar Halldór. Finnst þér kannski sniðugt að forsætisráðherra er kynntur í slagtogi við emíra frá mið-austurlöndum, Hosni Mubarak, Assad Sýrlandsforseta, Gaddafi og aðra mislita sauði samtímans?

Þetta er á pari við það þegar Landsbankinn fór inn á hryðjuverkalista hjá Bretum.

Það er ekki endilega nauðsynlegt að skipta út allri stjórninni, en kapteinninn er alveg búinn.  Sauðruglaður og þvaðrar bölvaða steypu, teiknar myndir eins og smábarn í beinni útsendingu. Stýrimaður þarf að taka við stjórninni og redda túrnum.

En þetta er bara helvíti léleg færsla hjá þér. Það eina jákvæða við hana er að erfitt er að gera verr. Einhversstaðar eiga menn botn.

Höfundur ókunnur, 4.4.2016 kl. 22:58

22 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jón minn Valur !

Þakka þér fyrir: þína vel meintu ábendingu, en, ....... með fullri virðingu fyrir þér, sem og Jóhönnu Vigdísi Hjalta dóttur, vil ég sneiða hjá því að hlusta á sprok Sigmundar Davíðs:: þó, ekki væri nema, til þess að losna undan velgju einkennum og öðrum óþægindum, sem af talanda hans gæti leitt, við frekari hlustun á hann.

Svona álíka fráhrindandi menn - Sigmundur Davíð og Bjarni / eins og fyrirennarar þeirra, Jóhanna og Steingrímur J.,þér: að segja.

Því miður: vex tortryggni mín frekar, í garð Arnþrúðar Karlsdóttur, því,, þetta er ekki eina dæmið um auðheyrða hlutdrægni hennar, í ýmiss konar spjallþáttum stöðvar hennar / og eru þá fleirri dæmi að nefna, t.d. Síðdegisútvarp Sögu, (kl. 16:00 - 18:00) svo nefna megi, að auki.

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 23:05

23 identicon

Að sjá hvernig gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) skrifar hérna. Hann er nákvæmlega ein og Hannes Hólmsteinn Gissurason, því meira sem vitleysingurinn skrifar því minna er hlustað á hann. Bullið sem hrýtur upp úr þessu afdankaða gamalmenni er með ólíkindum, og ofan á allt þá leyfir Moggabloggið þessum vitleysingi að halda úti fleiri en einni bloggsíðu. Það er alveg rétt sem Óli Jón skrifar hann þarf að halda úti svona mörgum síðum til að upphefja sjálfan sig á þeim.

thin (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 23:07

24 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

JVJ, ég vissi að þú værir ruglaður, eiginlega snar ruglaður. En óstjórnlega ruglaður, veit það núna. Ert bara loddari eins og þið kristilegu vitleysingjarnir eruð

Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 23:16

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

"thin" þessi er mjög þunnur, áberandi þunnur greyið. Ekki undarlegt að hann þarf að fela nafn sitt.

En ég er sjálfur með þrjú Moggablogg: eitt aðalblogg, annað til vara og til endurbirtingar blaðagreina (jvj.blog.is) og svo af brýnni nauðsyn til varnar ófæddum börnum (og mætti gjarnan hafa margfalt meiri tíma til að sinna því): lifsrettur.blog.is

En sá þunni sér ofsjónum yfir þessu, vorkenni ég honum ekki.

Svo er ég fjarri því að vera "afdankað gamalmenni" -- en sá þunni vill sennilega vera iðinn lygari eins og Már.

Jónas Ómar er alger nuisance í mínum augum að fenginni reynslu af öfgainnleggjum hans.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 23:33

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

EF sá þunni ... vildi ég sagt hafa.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 23:34

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar minn Helgi, þegar þú ritar:

"með fullri virðingu fyrir þér, sem og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, vil ég sneiða hjá því að hlusta á sprok Sigmundar Davíðs ..."

þá ertu að taka þá raunalegu afstöðu að stinga höfðinu í sandinn, líkt og strúturinn gerir. Eins mætti kalla afstöðu þína þá að vilja ekki vita (ignoramus et ignorabimus, við vitum ekki og skulum sko alls ekki vita neitt framvegis!)

Og þegar þú segist þarna hræddur um, að Sigmundur verði "fráhrindandi" í viðtalinu, þá er því einmitt þveröfugt farið, hann er mjög ljúflegur þarna í tali, eins og "hvers manns hugljúfi". Eðlilegt að sumir eru hræddir við það -- en þú, vinur minn, ég hefði ekki trúað því upp á þig!

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 23:53

28 identicon

Komið þið sæl - enn !

Jón minn Valur !

Sigmundur Davíð: fer fyrir alrmdu ÞJÓFABÆLI (nefnt Framsóknarflokkur, í daglegu tali), og hví ætti ég, að hlýða eitthvað sérstaklega, á þennan ómerka mann umfram aðra, Jón Valur ?

I. Samvinnutrygginga fjármunir: HORFNIR, sínum réttu eigendum !

II. Sýslumenn landsins - og Tollheimtustjórinn í Reykjavík fá AÐ SPILA FRÍTT, í hryðjuverkum sínum, fyrir hönd Banka Mafíunnar og Íbúðalánasjóðs undir handarjaðri Sigmundar og Bjarna, á hendur heimilum og fyrirtækjum landsmanna / SEM ÉG OG FLEIRRI HUGÐUM að rénaði, með brotthvarfi glæpaklíku Jóhönnu og Steingríms J., 2013 !

III.Óþverrinn: Grigorji Raspútín munkur, gat verið mjög ''ljúflegur'' og ''hvers manns hugljúfi'' líka, á sinni tíð, ekki satt:: Jón Valur ?

IIII. Hversu lágt - hyggstu leggjazt, fyrrum samherji minn og prúði samstarfsmaður hjá Hraðfrystisstöð Gerðabátanna (Sumarið 1972), í vörnum þínum, fyrir gjörónýta ísl. hvítflibba stjórnmálamenn, Jón minn ?

Ég gæti - spurt þig ótal spurninga enn, en læt staðar numið, að þessu sinni.

Reyndu svo: að átta þig betur, á þeim sóðalega veruleika, sem ísl. almenningur býr við, í boði þessarrar skítugu valdaklíku suður í Reykjavík, Jón Valur !

Sízt síðri kveðjur: öðrum fyrri / þrátt fyrir allt //     

 

Óska Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 00:12

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þú vilt VITA hvað er að gerast daginn í dag, er gagnlegra fyrir þig að hlusta m.a. á þetta viðtal við SDG heldur en að hugsa of stíft um Raspútín!

Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 00:19

30 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Jón Valur !

Ég vil ekki: undir neinum kringumstæðum skenza þig né sproksetja persónulega, en ...... ætli fari ekki bezt á, að okkar orðræðu ljúki um hríð a.m.k., unz kula taki í glæðum okkar hugmyndafræðilega ágreinings, þessu umræðuefni að lútandi ?

Ekki hvað sízt - í ljósi þeirrar staðreyndar, að við erum samherjar: þeirra Valdimars Jóhannessonar og Jóns Magnús sonar lögmanns, auk fjölda annarra varðmanna Vestrænnar Siðmenningar í aðförinni að henni, burt séð frá þessum málum, sem hér eru til umræðu, hjá Halldóri Verkfræðingi, að þessu sinni.

Hinar sömu kveðjur - sem síðustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 00:29

31 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur ekki verið hægt að opna fyrir þær sjónvarpsstöðvar erlendar sem ég get séð nema að sjá þær fjalla í allt kvöld um Panamaskjölin og birta myndir af SDG í sínum Tortólufélagsskap og útgöngu hans úr viðtalinu fræga. 

Sjónvarpsstöðvarnar sýndu mótmælafundinn en hafa greinilega falsað myndirnar ef marka má þær fullyrðingar um skrílslæti og átök við lögregluna sem fullyrt var hér á síðunni að yrðu. 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2016 kl. 02:00

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þó að þetta virðist svona áberandi og picturesque, Ómar, á þessum erlendu sjónvarpsstöðvum og fréttamiðlum, þá er það í 1. lagi ekki vegna þess, að þeir þekki yfirleitt haus né sporð á pólitískum veruleika hér á landi eða til fjármála þeirra hjónanna; og í 2. lagi kemur þetta bara til af því, að þessir fjölmiðar þurfa alltaf einmitt eitthvað picturesque sem fleytir þeim í gegnum daginn, en ekki af því að neinn muni eftir því viku seinna.

Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 04:59

33 identicon

Gamli Símahrellirinn á það sammerkt með Vigdísi Hauks að hafa stungið hausnum í steininn og beðið alvarlega hnekki. Mannræfillinn er svo gjörsamlega blindur á hvað er að gerast í kringum sig að hann hlýtur að ganga um með hvíta stafinn. Allsstaðar er verið að lýsa vantrausti á ráðherrann, meira að segja hans samherjar en Símahrellirinn sér það ekki

thin (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 07:03

34 Smámynd: Halldór Jónsson

'omar, ég sagði ekki að það yrðu óeirðir ena aðeins að þær gætu orðið og ef þær yrðu  þá...

Blys í mannfjölda og flugeldar eiga ekki að líðast vegna háska vil ég segja. Oft þarf ekki nema einn neista.

Halldór Jónsson, 5.4.2016 kl. 07:08

35 identicon

Gamlingjarnir á mbl blogginu eru við sama heygarðshornið, vel heilaþvegnir frá blautu barnsbeini.. og hann JVJ styður spillingu og undirferli, sama sagan allaf hreint.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 10:08

36 Smámynd: Elle_

Ómar, á næst neðstu myndinni kemur fram að kastað var að lögreglumönnum. Kallast það ekki skrílslæti? Það var fjarri lagi samt allur hópur fólksins og enginn að segja það.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/04/stiflud_midborg_aldrei_sed_annad_eins/

Elle_, 5.4.2016 kl. 10:40

37 Smámynd: Höfundur ókunnur

Hér sjást dásamlegar fréttir.  Við, helvítis skríllinn sem þú þarft því miður að lifa með, erum bara ánægðir að fá að vera með í þessu*:

http://www.bloomberg.com/news/articles/2016-04-05/a-conversation-with-panama-s-suddenly-notorious-offshore-lawyers

*kaldhæðni.

Höfundur ókunnur, 5.4.2016 kl. 12:10

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Símahrellinn" kallar sá þunni mig, af því að honum og hans lagsbræðrum kemur það svo illa, að ég hringi alloft (alls ekki daglega) í innhringitímum Útvarps Sögu og tala þar af fullri kurteisi gagnvart þáttastjórnendum og hlustendum. En greyið tapsára virðist ekki vilja unna mér málfrelsis.

Hann á það svo sameiginlegt með kristindómshataranum "Doctor E" (sem er raunar gervidoktor) að fara með fleipur um aldur minn, samtímis sem þeir báðir viðra hér fordóma sína gegn "gamlingjum". 

Merkilega seinheppnir aular og ekki merkilegur pappír og fela sig báðir á bak við nafnleynd eins og nettröll af þessu sauðahúsi.

Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 12:28

39 identicon

Við erum bara eins og guðinn þinn JVJ, allt skrifað undir alias :)
Mér finnst það merkilegt að gamlingjarnir hér á mbl læri ekki neitt, hjakka í sama flokks-hjólfari alla sína tíð, sama hvað gengur á.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 12:44

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er 66 ára, og er ég þá að gefa þessum nafnleysingja skotleyfi á mig sem "gamlingja", og er þá Halldór Jónsson, sem mun vera heldur eldri, ennþá lakari maður sömuleiðis fyrir aldurs sakir?

Hvers lags fordómar eru þetta eiginlega gegn eldri borgurum landsins? Á þessi gervidoktor bágt andlega, og hefur hann virkilega engin rök í pússi sínu til að fjalla um þau málefni sem til umræðu eru? (Ekki þar fyrir, bezt væri nú sem áður að sjá sem minnst af hans vanstilltu athugasemdum. En það ætti í raun ekki að vera leyfilegt að halda uppi persónuníði á netinu í skjóli nafnleysis.)

Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 13:17

41 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nú spretta fram skápafasistar og nasistar og ná ekki upp í sig af reiði yfir því að upp komst um átrúnðargoðin þeirra. 

Jón Ragnarsson, 5.4.2016 kl. 15:16

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, hvar eru þeir?

Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 15:34

43 identicon

Gamli Símahrellirinn opinberar sig af lygi hér með því að reyna gera lítið úr því að hann vann massíft í því að hringja í gamalt fólk til að fá leyfi til að skrifa það á meðmælalista Ólafs Ragnars. Hann hefur sjálfur viðurkennt það en dregur hér í land. Er nokkur furða að maður tali um Gamla þegar hann virðist ekki muna hvað hann skrifar eða gerir? Það hefur engin fengið að sannreyna hvort að þeir hafi verið á meðmælalista ÓRG þar sem hann er lokuð bók.

thin (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 10:10

44 identicon

Það eru ekki allir gamlingjar í ruglinu, en stór hluti er einmitt hér á mbl.
Ég má alveg gera grín að gamlingjum, þar sem eg verð líklega einn af þeim ... verð samt aldrei skíthræddur afturhalds seggur sem kyssir rassa hægri vinstri

DoctorE (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 12:25

45 Smámynd: Jón Ragnarsson

Skríllinn undirbýr síðara bankaran. 

Hérna er frumvarp frá fjármálaráðherra um að selja bankana aftur

Þetta skal í gegn, hvað sem það kostar. Meira að segja Sjálfstæðisflokknum sjálfum skal fórnað.

Jón Ragnarsson, 6.4.2016 kl. 13:49

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef aldrei "dregið í land" með að ég lét vita af því í innhringingu á Útvarpi Sögu, að ég byðist til að aðstoða tölvulaust fólk við að skrifa undir áskorun á Ólaf Ragnar að gefa áfram kost á sér. Á 3. hundrað manns hringdi í mig til að biðja um og fá þá ókeypis þjónustu.

Þessi þunni veit greinilega ekkert hvað hann er að bulla um, og hver tekur mark á nafnlausum ófrægjanda mínum og lygum hans?

Jón Valur Jensson, 6.4.2016 kl. 14:28

47 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halldór það er staðfest af Össuri Skarpheðinsyni sjálfum í athugasemd sem svar til mín og elle á mbl.is undir öðrum pistli að Skeggi sé dulnefni Össurar og taldi hann að allir vissu þetta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 16:57

48 identicon

En reynir Gamli Símahrellirinn að klóra í bakkann og segist hafa boðist til að skrifa fólk á áskorunarlistann til ÓRG. Hafðu það sem sannara reynist, það var hringt í eldra fólk vinstri og hægri og því boðið að vera skrifað á listann. Þeir sem ekki vildu, vita ekki hvort þeir hafi verið settir á hann eða ekki

thin (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 22:32

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna lýgurðu enn, Þunnur, allt þetta fólk hafði sjálft samband við mig að eigin frumkvæði, eftir að ég hafði látið það orð út ganga, að ég gæti liðsinnt við þetta.

En hvað ertu að reyna með þessum lygum þínum?

PS. Svo reyna menn ekki að segja sama "brandara" 10 sinnum.

Jón Valur Jensson, 6.4.2016 kl. 23:44

50 identicon

Sýdu listann.

thin (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 09:02

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heldurðu að það væri í samræmi við lög um persónuvernd að birta opinberlega lista um stuðningsmenn frambjóðenda til forsetakosninga (eða þeirra sem skorað er á að gefi kost á sér)? Á það t.d. við um þá undirskriftalista, sem nú er verið að safna?

Þar að auki er nafnlaus ómerkingur enn síður svaraverður en aðrir, sem gætu skrifað í þessa átt.

Jón Valur Jensson, 7.4.2016 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband