Leita í fréttum mbl.is

Náttúrupassinn

komst ekki í gegn og því leyfist ferðaskrifstofunum og bílaleigunum að taka Ísland með náttúrunni og samgöngukerfinu í gíslingu bótalaust enn eitt árið.

Það sem gekk ekki í landann var eftirlitskerfið. Að stofna heilt nýtt lögreglulið til að passaskoða obauð fólki. Ef því hefði verið sleppt hefði málið farið frekar í gegn eða hérumbil.

Það sem vantaði hugsanlega var að lofa íslendingum að hækka persónuafslátt þeirra  sem upphæð passans næmi. Hefði það komið einhverjum útlenskum kratastofnunum við?

Er virkilega ekki hægt að koma gjaldtöku á fyrir þetta ár? Á að tapa landskemmdunum með samstilltu aumingjaátaki enn eitt árið?

Af hverju ekki Náttúrupassan strax?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á bandarískan náttúrupassa sem gilti við inngang í þjóðgarða vestra 2002 og hef sýnt myndir af honum á bloggsíðu minni.

Það er ekkert meira mál að rukka við innkeyrslu í þjóðgarða en bara inn á útihátíð á Íslandi.

Á paasanum stendur "Proud partner" og "discover your America."

Íslenskur eða japanskur handhafi átti alveg jafn mikið í náttúruperlum Ameríku og hver annar.

Heimamenn voru að sjálfsögðu rukkaðir eins og aðrir ef þeir vildu fara inn í viðkomandi þjóðgarð.

Hér heima var andstaðan fólgin í því að það væri "niðurlægjandi" fyrir "heimamenn" að greiða fyrir þjónustu og uppbyggingu í "sínu eigin landi."

Ekki "proud partner." Nei, "niðurlægður á aumkunarverðan hátt."

Aðalatriðið að hirða ca 400 milljarða gjaldeyrisgróða án þess að láta neitt á móti.

Ómar Ragnarsson, 11.4.2016 kl. 09:02

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gistináttagjaldið er innheimt af hverjum og einum sem kaupir gistingu. Hvað verður um allt það fé?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2016 kl. 09:50

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Einfaldast er að hver landeigandi eða umsjónarmaður við hverja náttúruperlu innheimti hver fyrir sig. Sá aðgangseyrir fer óskiptur í greiðslu kostnaðar á hverjum stað við öryggisgæslu, framkvæmdir, uppbyggingu og launakostnað sem og síðan skattgreiðalum myndist hagnaður, eftir þörfum á hverjum stað. Enga miðstýrinhgu á því hver fær hverju úthlutað af einhverri snobbnefnd í ráðuneytinu að deila og drottna með náttúrupassainnkomuna.

Minnumst þess að Geysissvæðið hafði drabbast niður þrátt fyrir að ríkið ætti að sjá um alla hluti á svæðinbu. 

Landeigendur hysjuðu upp buxurnar á ríkinu með því að hefja innheimtu við hliðið inn á svæðið, réð til sín starfsmenn sem greiddu skatta og skyldur. Þeir voru komnir með samning við viðskiptabankann sinn um að lána til þeirra fyrir bráðnauðsynlegum framkvæmdum við stígagerð og öryggisráðstafanir og annað sem hafði verið vanrækt um áratuga skeið. Þetta var allt slegið af við það að felld var niður heimild landeigenda að sjá um eign sína og gera svæðið aðlaðandi fyrir þá sem njóta sem og að tryggja öryggi á svæðinu.

Þeir greiði sem njóta.

Þannig vill ég ekki greiða fyrir aðganginn að Geysi, ég hef ekki komið þar í 12 ár eða svo. Ég hefði glaður tekið upp veskið næst þegar ég heimsækti Geysi og greitt aðgangseyrinn, enda væri ég þá kominn til að njóta aðstöðunnar. ÞAnnig greiði þeir sem mæta á svæðið, en ekki aðrir fyrir þá.

Hvers vegna á skúringakonan á Ísafirði að greiða fyrir forríka ferðamenn uppbyggingu á slíkum svæðum sem þessi láglaunakona hefur ekki efni á að ferðast til að skoða nema 1-2 skipti á ævi sinni ? Sama sagði Friedmann við Ólaf TRagnar í sjónvarpsþ´ttinum forðum um fyrirlestur sem var ekki rukkað fyrir við innganginn. Þar var skúringakonan að greiða fyrir hugðarefni ÓRG og Stefáns Ólafssonar að hlusta á heimsfrægan fyrirlesara án greiðslu aðgangseyris. Sama er hér, hún greiðir aðgangseyri ferðamannsins, sem hún kannski hvorki getur eða vill njóta sjálf.  FUSSUM SVEI !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.4.2016 kl. 10:34

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ömmi eyðilagði kallana við Geysi með dólgshætti. Ætlaði að leika sama leikinn við Kerið en var stoppaður. Nú er þar fullt bílaplan alltaf, flaggið við hún og fullt af vinnuvélum við lagfæringar.

Halldór Jónsson, 11.4.2016 kl. 12:58

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, þú ert í liðinu  sem vill láta borga. Einmitt þetta sem þú segir að Kaninn geri, láta menn vera stolta styrktarmenn viðkomandi svæðis.

Þannig mætti gera þetta hér . Stoltur styrktaraðili íslenskrar náttúru.Skírteini sem maður kaupir við komu á bílastæði.  Aðalatriðiðð að allar tekjur t.d. af Geysi, Gullfossi,Goðafossi, Dettifossi, Dimmuborgum, Þingvöllum osfrv.  renni í einn sjóð en ekki í prívatvasa.Þá þarf ekkert eftrilit.  Síðan framkvæmi sjóðurinn það sem mest aðkallandi er og afgangurinn reni í niðurgreiðlsu lambakjöts eins og bensíntekjurnar..eða þannig.

Spyr sá sem ekki veit Heimir? Lambakjötið?

Halldór Jónsson, 11.4.2016 kl. 13:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju getur þessi Ragnheiður Elín ekki barið þetta í gegn strax með reglugerð um svona sjóð og innheimtuna því Alþingi virðist vera óstarfhæft í besta falli sama hvað er, alltaf talar Árni Páll meir og fylgi Samfylkingar minnkar í réttu hlutfalli.. 

Halldór Jónsson, 11.4.2016 kl. 13:08

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Er hún kannski bara alltaf í útlöndum þessi Ragnheiður Elín?

Halldór Jónsson, 11.4.2016 kl. 13:09

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að vona að það verði farið út í náttúrupassakerfið eins og það virkar hér í USA. 

Það er hægt að setja upp söluborð í komusal á flugvelli svo að erlendir ferðamenn geti keypt sér náttúrupassa sem gildir fyrir allar náttúruperlur Íslands.

Svo er hægt að hafa gjaldtökur fyrir þá sem ekki eru með natturupassa við náttúruperlurnar.

Þegar eg kem til Islamds þá kem ég til að heimsækja fjölskylduna og aðra ættingja, þar af leiðandi væri það ekki sanngjarnt að láta mig greiða fyrir náttúrupass með flugmiðanum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.4.2016 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418442

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband