Leita í fréttum mbl.is

Birgitta stjórnar Alþingi

í Maraþonumræðum um fundarstjórn forseta.

Nýbúin að gera heiðusmanna samkomulag við ríkisstjórnina um að drífa nauðsynleg mál af leggst hún í ótakmarkaðan hernað.

Svo segir í Mogga í dag:

"Þannig sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata:

„Látið okkur fá dagsetningu. Það kom mjög skýrt fram, forseti, á fundi forseta að þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar krefjast þess að fá dagsetningu.

Hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það verður gert, forseti.“

Þingflokkskapteinn Pírata hótaði því beinlínis að yrði ekki stjórnarskrá lýðveldisins brotin myndi stjórnarandstaðan sjá til þess að löggjafarþingið yrði óstarfhæft. Með þessum orðum er raunverulega verið að hóta valdaráni, sem ekki var gert í ímyndunartilviki Birgittu. En sjálfsagt telur hún, kapteinn flokks sem kennir sig við sjórán, að valdarán og sjórán séu grunnstoðir lýðræðisins.En á hinn bóginn megi að ósekju gera hróp og hafa í frammi hótanir byggist stjórnarhættir landsins á stjórnarskránni. "

Hvaða stjórnmálaflokkur myndi vilja eiga náttstað undir exi þessa þingmanns Birgittu Jónsdóttur? Hvaða áhrif hafa lygar og svik stjórnandstöðunnar sem heildar á framtíðarstjórnmál landsins? Hver treystir fólki sem lýgur og svíkur þegar því hentar?

Af hverju hættir stjórnameirihlutinn ekki að taka til máls á Alþingi? Tekur ekki þátt nema í atkvæðagreiðslum? Það er tilgangslaust að vera með andsvör við hryðjuverkamenn og sjoræningja. Þar verða verkin að tala.

Nú geta menn á forsýningu framtíðarinnar horft á Birgittu Jónsdóttur stjórna Alþingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo hélt hún því alveg blákalt fram í Kastljósinu að stjórnarandstaðan hefði ADREI verið með HÓTANIR og hún komst alveg upp með að segja þetta AUÐVITAÐ HEFÐI STJÓRNANDI ÞÁTTARINNS AÐ GRÍPA INNÍ.....

Jóhann Elíasson, 14.4.2016 kl. 09:15

2 identicon

Þú spyrð: "Hver treystir fólki sem lýgur og svíkur þegar því hentar?"   Vonandi fáir. Það er ástæðan fyrir því að framsókn er að hverfa og sjallar fastir í fjórðungs fylgi

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 10:27

3 identicon

"Hver treystir fólki sem lýgur og svíkur þegar því hentar?", spyr Halldór?

Afar fáir ef nokkrir og meðal annars þess vegna verður þessi stjórn að fara frá. Hún náði völdum með svikum og prettum með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB aðildarviðræðna ofl til þess eins að svíkja það.

Vinnubrögð stjórnarinnar eru orðin þekkt. Þess vegna er ljóst að hún hyggst halda áfram út kjörtímabilið. Loðið loforð um kosningar í haust þegar ákveðin mál eru komin í höfn stendur augljóslega ekki til að efna.

Það þarf allt kjörtímabilið til að ljúka þessum málum og dugar ekki til. Þess vegna mun stjórnin reyna að stjórna út kjörtímabilið enda lítur hún svo á að loforð eigi að svíkja þegar það hentar.

Þess vegna verður stjórnarandstaðan ásamt þjóðinni að gera það sem hún getur til að fá fram ófrávíkjanlega dagsetningu á kjördag.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 11:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Jóhann

Hverju hafa sjallar logið Sigurður? 

Ásmundur, þetta er svo gersamlega út úr kú sem þú segir að mér finnst það ekki svaravert. 

Halldór Jónsson, 14.4.2016 kl. 13:20

5 identicon

Bjarni Ben laug því að hann ættu ekkert og hefði aldrei átt neitt í aflandsfélögum. Annað kom á daginn. Þá sagði hann að 2009 hefðu afskipti hans af aflandsfyrirtækjum lokið. Þó sýna tölvupóstar til hans frá 2012 að svo var alls ekki. Hvernig er hægt að treysta slíkum ósannindamanni?

Halldór, ertu búinn að gleyma afdráttarlausum loforðum ráðherra Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna og vilyrðum ef ekki loforðum Framsóknar sama efnis? Með þessum hætti komust þessir flokkar til valda með sviksamlegum hætti sem er einstakt í stjórnmálasögu Íslands.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 16:38

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er allt rangt hjá þér.Sannleiksvottur í yfrilýsingum ráðherra Sjalfstæðisflokks sem þeir áttu ekkert með að gefa því Landsfundur var búinn að segja annað. Þáðer ekki svik að vera kosinn út á allt annað en þetta skíterí. Skoðaðu svikin hjá Steingrími og ykkar flokki.

Halldór Jónsson, 14.4.2016 kl. 18:57

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil að það verði gerð rannsókn á feril Birgittu Jónsdóttur. Kannski er einhvað í Svarta kassanum en ég sé engan annan sem gat komið njósnatölvunni fyrir á Alþingi sérstaklega eftir að Siggi Hakkari sagði það skrítið að Júlían Asange keypti tvær tölvur af sömu tegund og sú sem fannst á Alþingi. Rannsókn málsins var stoppuð af einhvessa hluta vegna.   

Valdimar Samúelsson, 14.4.2016 kl. 19:12

8 identicon

Ekkert í líkingu við svik skattaskjólsflokkanna finnst í sögu S og V enda engir bófar þar á ferð.

Bjarni er nú þegar byrjaður að svíkja loforðið um kosningar i haust því að nú segir hann að stefnt sé að kosningum í haust.

Ég bjóst ekki við að svikin kæmu svona fljótt fram en þetta virðist vera svarið við eðlilegri kröfu stjórnarandstöðunnar um að kosningadagur verði ákveðinn sem fyrst.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 19:38

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki sagt að: orð skulu standa? Það veitir ekki af að minna á þá setningu í kjölfar spillingar-opinberunarmála  þessa dagana (sönnum eða lognum).

Netfyrirtækja-heimshornaflakkandi heimilislaus óskráður hagnaður spillts stjórnkerfis?

Og sumir segjast ekki vita neitt?

Kannski Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans og Borgunar-stjórnarmaður, sé með hagnaðinn undir koddanum sínum í Kanada-energi-"greenleaf"-félögum? Svart?

Svona er ekki forsvaranlegt að stjórna nokkru mennsku samfélagsríki til frambúðar!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2016 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband