Leita í fréttum mbl.is

Trump er orðinn tabú

hjá íslensku 101 þjóðinni sem stjórnar fjölmiðlunum á Ísandi. Hafa menn tekið eftir því hversu skipulega er gengið til verks í þöggun um þennan mann?

Það eru bara fluttar fréttir af framgöngu sósialistanna Clinton og Sanders. Það er eins og Trump sé ekki lengur í framboði, svo skipulega ganga allir fjölmiðlar fram. Og Morgunblaðið meðtalið af öllum.

Fólk verður að hafa fyrir því að fá fréttir af besta frambjóðandanum þar vestra. Manninum sem getur komið með nýja tíma í kratavellunni sem þar vestra hefur riðið húsum í langan tíma. 

Trump á ekki að vera tabú heldur raunverulegur kostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Trump á að vera tabú en ekki kostur, enda er maðurinn ekki heill að heilsu og það væri órað að hleypa slíkum manni að lyklum kjarnorkuvopna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.4.2016 kl. 13:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er heldur betur búið að snúa dæminu við. Í vetur var kvartað yfir því að fjölmiðlar blésu upp allt það versta sem Trump segði til þess að ófrægja Republikanaflokkinn og hægri menn.

Nú er kvartað yfir þöggun.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2016 kl. 14:38

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Ég hafði mikla trú á Trump þegar hann kom fyrst fram.  En hann hefur orðið sér til svo yfirgengilega mikillar skammar að það þarf orðið illa ruglaða einstaklinga til að fylgja honum, því miður!  

Repúblikanaflokkurinn hefur sett saman sérstaka áætlun til þess að koma í veg fyrir að Trump geti orðið forsetaefni flokksins.  Ég held það segi í raun allt, sem segja þarf.  

Ég held að ef Trump verður forseti yrði það til mikilla óheilla, ekki bara fyrir okkur Bandaríkjamenn, heldur flesta jarðarbúa - þ.e. ef hann kemur öllu ruglinu í framkvæmd.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.4.2016 kl. 16:15

4 identicon

Skrýtið ... það eru 19 fréttir þar sem fjallað er um Trump á mbl.is   Þetta kalla ég þöggun!!!

Hilmar (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 18:29

5 identicon

Gleymdi að taka fram ... 19 fréttir í apríl mánuði.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 18:30

6 identicon

Gleymdi ... 19 fréttir í apríl mánuði.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 19:37

7 Smámynd: Kristmann Magnússon

Nú hefur Halldór vinur minn annað hvort dottið á hausinn eða allt snýst öfugt í hausnum á honum.  Trump á ekki möguleika hvorki á móti Sanders eða Clinton.  Dream on Halldór minn 

Kristmann Magnússon, 16.4.2016 kl. 20:05

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Trump á ekki í neinni baráttu við Sanders eða Clinton í þessari fyrri umferð. Aðeins Cruz sem hefur ekki náð neinu flugi og svo þeim möguleika að Republikanir sniðgangi Trump með því að velja innanhúss frambjóðanda "flokkspólitískt". 

Kolbrún Hilmars, 16.4.2016 kl. 21:21

9 identicon

Tabú? Það er frekar þannig að það er skylda hjá rétttrúnaðarliðinu að tala mikið um þennan mann, deila um hann fréttum og láta eins og hann sé ógn við heiminn þegar sannleikurinn er sá að það er ekki minnsti möguleiki að hann verði forseti Bandaríkjanna. En allir eiga að taka þátt í leikritinu og láta eins og þetta sé frétt. Annars ertu ekki alvöru 101. 

Kalli (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 00:08

10 identicon

Hillary er ekki sósíalisti. Hún er einhvers staðar hægramegin við Framsókn og mikill auðvaldssinni. Sanders er ekki meiri sósíalisti en svo að hann virðist líta á Danmörku sem fyrirheitna landið. 

Kalli (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 00:11

11 identicon

Trump hefur ekkert til að bera sem vekur áhuga fjölmiðla annað en það að hann er stórstjarna, trilljóner og því bæði öfundaður og dáður, hataður og elskaður. Hann er ekki "ógn við heimsfriðinn" miðað við Ted Cruz sem vill "carpet bomb" eða "leggja sprengjuteppi" um öll Miðausturlönd, eða Hillary Clinton sem er blóðþyrst líka. 

Kalli (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 00:13

12 identicon

Blóðþyrst í merkingunni líkleg til þess að vilja fara í stríð, að mati undirritaðs. Hún sýndi það strax þegar hún var bara lögfræðingur að hún er framagjörn og ósvífin og tekur við féi hvaðan sem er. Vopnaframleiðendur líklega ekki þar undanskildir.

Kalli (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 00:16

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að ég sé ánægður með skri hans Kalla. Trump er ekkert hættulegri en hin. Hann ætti líka mestu að tapa í allsherjar ófriði. Allavega meiru enþessi Cruz.

Mannsi minn, það má segja þér til hróss að skoðanafastur ertu og erfit að hnika þér til svo ég tala bara við þig eftir kosningar. Heldurðu ekki að Trump líti á vörugjöld frekar eins og Bjarni Ben heldur en Clinton muni gera?

Finnst engum vera færri fréttir af rebbunum en demmunum á fjölmiðlum okkar. Það var nú bara aðallega það sem ég var að spyrja um

Halldór Jónsson, 17.4.2016 kl. 09:17

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það hefur sýnt sig undanfarna mánuði að Trump er ekki stöðugur á geðsmunum og tístir út niðurlægjandi tísti um allt og alla sem benda á hversu Trump er bara innantóm jakkaföt.

Getur einhver sagt mér hvað hann ætlar að gera í ólöglegum og löglegum innflytjendamálum, hann segir eitt og gerir annað.

Þetta er maður sem hefur farið illa með fólk sem hefur farið út í business með Trump, hefur lýst yfir gjaldþroti í það minsta fjórum sinnum til að losna undan að greiða verktökum og lánadrottnum fyrir það sem þeir gerðu fyrir Trump.

Þetta þekkjum við á Íslandi, sem við köllum kennitöluflakk og afskriftir fyrir suma.

Nei Trump er enginn business séní frekar en Jón Ásgeir og Landsbanka feðgarnir.

Hvernig ætlar Trump að ná öllum þessum störfum frá Kína og Mexikó, jú með tollahækunum. Það hefur verið reint áður í ríkisstjórn Herbert Clark Hoover og hvað kom út úr því, "Kreppan" fræga sem setti fjármál USA og annara landa á hausinn. Er þetta það sem fólk vill? Ég vona ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.4.2016 kl. 16:07

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Einn frændi minn sagði mér fyir 20 árum síðan að Trump væri raftur og svikahrappur í viðskiptum. Enda hefur hann farið á hausinn líka. En Clinton-hjónin voru líka bendluð í morðmál af National Enquirer svo það er nú ekki allt sannleikur.

Ég held að Trump sé vel fær um að taka við embættinu 

Halldór Jónsson, 17.4.2016 kl. 18:23

16 identicon

Afhverju ætti það að vera tabú, fréttirnir sem við fáum af kosningabaráttu Trump eru yfirleitt fyndnustu fréttir þess dags :). Ég hef allavegana ekki tekið eftir neinum skorti á þeim.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 09:39

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

The Clinton Library and Message Parlor er enn ein ástæða fyrir að kjósa ekki það lið í forsetaembættið.

Þetta er lið sem t.d. seldi eldflauga tæknilegar upplýsingar til Kína, sem að flýti kínverskri kjarnavopnafraleiðslu um tugi ára.

Á Islandi er máltæki sem hentar Clinton liðinu mjög vel "þau mundu selja ömmu sína fyrir nokkra dollara."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.4.2016 kl. 18:16

18 Smámynd: Kristmann Magnússon

Halldór minn - Þú hefur ekki mikið fylgst með Trump ef þú hefur ekki heyrt að hann ætli að setja tolla og vörugjöld á allan innflutning bæði frá Mexikó, Kína, Japan og fleirum EF þeir ekki lækki verðin sín - og hvað verður þá -  allur innflutningur hækkar og almenningur verður að greiða meira fy rir vörurnar.  Þetta er draumsýn bæði hjá Trump og þér og ég hélt nú að þ´ðu hefðir smávit á tollum og vrugjöldum elsku drengurinn minn 

Kristmann Magnússon, 19.4.2016 kl. 00:34

19 identicon

Sæll Halldór.

Það mun fara svo að Donald Trump
vinnur stórsigur í New York og hann mun
halda áfram á sinni sigurbraut og ná inn
þeim 1237 kjörmönnum sem hann þarf á að halda.

Þar munar ekki sízt um sigur hans í Calíforníu 7. júní.

Elítunni er eins gott að kannast við þennan
mann og láta af bolabrögðum sínum því annars eru afleiðingarnar augljósar.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 11:23

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er ekki viss um að Trump nái tilteknum meirihluta fulltrúa landsfundar 1237 og ef svo verður þá kanski hafa repúblikanar séns að ná Forsetastólnum, ef ekki, þá verður Hillary næsti forseti USA líklega.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.4.2016 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418315

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband