Leita í fréttum mbl.is

Nýja vinstrið

ætlar að verða svipað og gamla vinstrið þó að vinstri Píratar hafi bæst í hópinn á helginni. Væntanlega skilar hægri helmingurinn af sjóræningjaflokknum sér til föðurhúsanna án þess að mikið upphlaup verði.

Það sem er aðeins fyrirkvíðanlegra við næstu stjórnarskipti er að vinstri menn eru miklu röskari til illra verka en hægri menn. Þeir  eru enga stund að gera hundrað breytingar á skattkerfinu sem næsta hægri stjórn þykist ætla að rúlla til baka en tímir ekki að skila aurunum strax.

Allt þetta þekkjum við. Illhuga-liðið sem lemur og ber allt sem nærtækt er knýr fram breytingar eins og styttingu kjörtímabilsins sem enginn vitiborinn maður sá neina ástæðu til. Allt til að þóknast Austurvallarskrílnum.

Það er ekki víst að afskipti Ólafs Forseta af væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum verði á þann veg sem öllum líkar. Hann er ólíkindatól karlinn þó að við treystum honum betur en mörgum öðrum.

En það er eins og eitthvað illkynja mein hafi sest að í þjóðarsálinni. Illur hugur er ræktaður gegn öllum stjórnmálamönnum sem ekki eru sannfærðir vinstrimenn og öreigar? Staðalímynd af stjórnmálamanni er að verða sú að þar sé á ferð gjörspilltur einstaklingur sem eigi enga aðra hugsjón en að stela sem mestu fyrir sig og sína? Hann þekki ekki hugsjónir um að vinna fyrir fólkið heldur bara að eigin hag?

Er skýringin sú að allt of margir úr stjórnmálastétt bregðast trausti fólks?  Er ef til vill komið að því að það verði að rannsaka feril og fortíð allra sem bjóða sig fram miklu harðar en nú er gert áður en listarnir eru settir fram?

Er einhver trygging fyrir því að byltingar skili betra fólki fram? Hvað um kenninguna sem segir að summa lastanna hjá mannskepnunni sé yfirleitt föst stærð? Maður kjósi þennan frá til að bæta haginn en fái svo einhvern steingrím i staðinn sem er miklu verri?  

Munu næstu kosningar skila einhverju öðru en við höfum? Og verður nýja vinstrið betra en það gamla sem er þegar tekið við að kenna því nýja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband