Leita í fréttum mbl.is

Furðupenni

Mogunblaðisins er Árni Matthíasson.

Ég hef lengi reynt að botna í skrifum hans en án árangurs. Þegar hann skrifar um græjur er hann flottur. En þegar hann fer í elítugírinn þá skilur með okkur.

Í dag skrifar hann furðupistil um okkur alla sem eru á öðru máli en hann. Pistillin er svona:(bloggari feitletrar að vild sinni)

"Nú má vel vera, kæri lesandi, að þú sért andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið og líklegt reyndar í ljósi þess að drjúgur meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á að fara þar inn.

Ég geri engan ágreining við þig með það en hitt þykir mér forvitnilegra að fylgjast með því hvernig andúð á því sambandi er að þjappa saman öfgasinnum um álfuna alla og þá aðallega þeirri gerð öfgamanna sem nærist á þjóðernisöfgum og andúð á mannréttindum.

Dæmi um þetta eru legíó, til að mynda í austurhluta álfunnar, en líka í vesturhlutanum ótrúlegt en satt: Þriðjungur Pólverja og Ungverja lítur gyðinga hornauga, en þriðjungur Breta og 70% Ítala (!) hafa illan bifur á múslimum.

Víst hafa öfgahægrimenn (en svo nefnum við rasíska hægrimenn sem berjast fyrir „kristnum gildum“ og gegn fjölmenningu og vilja skerða borgaraleg réttindi) verið áberandi í Ungverjalandi og Póllandi, til að mynda, en þeir eru líka til í Bretlandi og Frakklandi og til að mynda er stærsti flokkur öfgahægrimanna í Evrópu franskur.

Nú hefur það kannski ekki farið framhjá þér að Bretar hyggjast kjósa fljótlega um veru sína í Evrópusambandinu. Sem áhugamanni um stjórnmál víða um heim, og ekki síst í Bretlandi, hefur mér þótt skemmtilegt að fylgjast með umræðu þar í landi um kosti og galla þess að vera í Evrópusambandinu, ekki síst eftir því sem meiri harka færist í leikinn og andófið tekur á sig æ meiri blæ þjóðernishyggju, útlendingaandúðar og rasisma.

Það kemur ekki á óvart í ljósi þess sem ég nefndi að ofan, enda virðast þeir sem mesta óbeit hafa á Evrópusambandinu þar í landi einmitt vera þeir sem eru í minnstu sambandi við umheiminn yfirleitt.

Þetta birtist til að mynda einkar vel í því bandalagi sem berst gegn sambandsaðildinni, svonefndum Vote Leave-samtökum, þar sem furðufuglinn Nigel Farage er innsti koppur í búri með sinn undirfurðulega sjálfstæðisflokk.

Annar furðufugl, Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna og framámaður í baráttunni gegn Evrópusambandsaðild, hneykslaði svo allmarga með afskaplega heimskulegum, og í raun rasískum, ummælum um Bandaríkjaforseta um daginn. Þriðji furðufuglinn, Jean Marie Le Pen, formaður stærsta öfgahægrimannaflokks Frakklands, er svo á leið til Bretlands að taka þátt í baráttunni.

Þvílík þrenning!

Nú vill svo til að fylkingar í Bretlandi eru svo til jafnar, stundum eru þeir sem yfirgefa vilja Evrópusambandið aðeins fleiri, stundum hafa þeir sem vilja vera þar áfram yfirhöndina.

Mér finnst aftur á móti líklegt að eftir því sem þeir Já-menn verða vanstilltari í málflutningi sínum muni fjara undan þeim að sama skapi, enda ólíklegt að þeir sem eru á báðum vilji vera í slíkum félagsskap, eða hver vill stilla sér upp með öðrum eins liðssöfnuði?"

Eru svona krataskrif til áróðurs fyrir Evrópusambandið, svona sleggjudómar um fimmtung Breta sem kjósa Nigel Farage, Boris Johnson og LePen til þess að skemmta lesendum Moggans? Ef ekki skemmta þá til að æsa þá upp.

Allavega tókst honum alveg að ganga fram af mér í hrokafullri hreykni sinni.

Haninn á menningarhaug Moggans  galar svo hátt að einhverjir heyra og furðupenninn skráir fullyrðingarnar svo hver geti hirt sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Jú: Verkfræðingur góður.

Ég verð - að taka undir með þér, að nokkru.

Árni virtist mér: hinn viðkunnanlegasti, í öllum þeim samskiptum sem ég hefi haft við hann (varðandi blog (spjall) síður mínar, hér: á Mbl. vefnum m.a./ Tónlistarfrömur glöggur, hefir Árni lengi verið, m.a., og hinn ágætasti vísdóms maður, á ýmsum sviðum, öðrum.

Þess vegna - undrar mig, ekkert síður en þig, hvers lags ''fjölmenningar'' glýja hefir náð, að festa sig, í hugskoti hans, eins og með þessum furðulegu viðhorfum til Ungverja og Pólverja t.d., sem og annarra Evrópskra þjóða, sem vilja af elju og einurð sporna við uppivöðzlu og fyrirlitlegri framgöngu Múhameðskra austan hafs / sem víðar, um grundir.

Næst: þá ég kemst til þeirra Haraldar í Hádegis móum, í Kaffi- og Súkkulaði spjall mun ég reyna, að leiða Árna fyrir sjónir, á hvers lags villigötum hann:: raunverulega er, fornvinur góður.

Meira að segja - Víet- Cong skæruliðarnir, austur í Víetnam forðum, eru í endurminningunni hinir viðkunnanlegustu, í samanburði við ógeðfellda Múhameðs drazlarana, svo sannar lega, og er þá talsvert mikið sagt.

Með beztu Falangista kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 11:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðvitað er ég innilega sammála þér í þessu máli, Halldór. Árni er róttækur vinstri maður og ESB-málsvari og hefur verið í mörg ár, eins og lesendur blaðsins vita mætavel.

Það er til dæmis um frjálslyndi ritstjórnarinnar að láta honum eftir að fá að skrifa ítrekað með þessum eða líkum hætti í sjálfum pistli dagsins á leiðarasíðunni.

Fordómafullt er af Árna að gefa sér, að um helmingur Breta sé haldinn útlendingaandúð. Greinilega þekkir hann ekki vel til þessarar þjóðar sem jafnvel öldum saman hefur tekið höfðinglega við innflytjendum og heiðrað þá fyrir vel unnin störf.

Þýzka barokk-tónskáldið Händel (1685-1759) settist að í Lundúnum 1712, starfaði þar síðan og fekk brezkan þegnrétt 1727. Hann á jafnvel sinn hátíðisdag, 28. júlí, á the liturgical calendar of the Episcopal Church, ásamt með Jóhanni Sebastian Bach og Henry Purcell

Foreldrar Disraelis, forsætisráðherra Breta níu mánuði ársins 1868 og árin 1874-1880, voru Gyðingar sem fluttust til Bretlands frá Ítalíu; Disraeli var aðlaður sem jarl af Beaconsfield.

Joseph Conrad (1857-1924) var frægur, pólskur skáldsagnahöfundur (f. Józef Teodor Konrad Korzeniowski), sem fekk brezkan þegnrétt 1886, leit þó alltaf á sig sem Pólverja, en náði meistaralega góðu valdi á enskri tungu; þýðingar sumra bóka hans eru til á íslenzku.

Image result for Ludwig WittgensteinAusturríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein (1889-1951) gerðist háskólakennari í Cambridge 1929-47 og varð einn þekktasti snillingurinn meðal heimspekinga í enska heiminum á 20. öld.

Ótal aðrir eru hér vitaskuld ótaldir. Lengri kynni en þau, sem Árni hefur haft af Bretum, hefðu sýnt honum, að sú þjóð er harla laus við þá útlendingaandúð, sem hann ímyndar sér.

Jón Valur Jensson, 27.4.2016 kl. 13:26

3 identicon

Innrásin í Líbýu var sem sagt hugsjónaaðgerð vinstri manna.  Ssprengjuregn Evrópu hefur ekkert með útlendingaandúð að gera.  Innrás er mjög svo hófstillt aðgerð hinna spöku og réttlátu.

Jú, ég held ég þiggi þennan vanstillta, rasíska öfgahægristimpil með þökkum.        

http://www.ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 14:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Frænka mín og hennar maður,eru nýkomin frá Grikklandi og gerðu góðan róm að. Hún er létt og fylgir Samfylkingunni (held ég?). Bætti síðan við "Grikkir elskuðu okkur af því við erum frá íslandi,sem hafnar Evrópsambandinu." Er þetta ekki yndislegt??

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2016 kl. 22:17

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Alveg frábært Helga mín.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2016 kl. 07:42

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Halldór,Hef tekið eftir þessu hjá honum Árna, það er einhver bilum í millikassanum hjá honum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2016 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband