Leita í fréttum mbl.is

Engar haustkosningar

heldur verði kosið í lok kjörtímabilsins eins og til stóð.

Það er fáránlegt ef ég á að fá stjórnarandstöðuna með Steingrím J. innanborðs yfir mig fyrr en réttur minn til hvíldar rennur út.Ég get ekki ekki séð að flýta þurfi kosningum þótt Vilhjálmur Þorsteinsson og fleiri aflandsfjárfestar hafi barið olíutunnur á Austurvelli.

Það er réttur landslýðs að fá að lifa í sólskini síðustu kosninga svo lengi sem kostur er. Það er nógu langur tími í hremmingum sem kann að bíða eftir að landsmenn hafa kosið þetta lið yfir sig aftur. Það er óþarfi að fara breyta kjördögum framtíðarinnar yfir í óhentugar haustkosningar vegna einskis tilefnis.

Hvað sem stjórnarandstöðunni kann að finnast og hversu margar ræður hún ætlar að flytja um ekki neitt þar til kjörtímabilið er úti, þá er þó stjórnin með 38 þingmenn í meirihluta þangað til.Virðing Alþingis fer ekki neðar en stjórnarandstaðan er búin að koma henni svo bættur sé skaðinn. Einar K. þarf að sýna sína yfirskilvitlegu rósemi aðeins lengur og umbera kjaftæðið.

Hann verðskuldar æðsta fálkakross fyrir þá þrautseigju sem hann hefur sýnt. Hugsa sér þvílík þrekraun það er að hlusta á Sigríði Ingibjörgu, Árna Pál, Lilju Rafney, Guðmund Steingrímsson, Birgittu Jónsdóttur, Robert Marshall, Björtu Ólafsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur, Magnús Orra, Katrínu Júlíusdóttur og svo auðvitað Steingrím J. þó hann sé stundum skárstur á að hlýða,   svo einhverjir séu nefndir af þrætubókarfólkinu,  og láta aldrei sjá á sér leiða eða geispa?

Höldum þetta út og gefum ekki eftir fyrir ríku trymblunum úr aflandsfélögunum á Austurvelli.

Engar haustkosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Halldór, til þess kjósum við að valdir nenni að duga út kjörtímabilið.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2016 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 4936
  • Frá upphafi: 3194555

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4075
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband