Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegur fundur

var hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi nú í morgun.

Enn eitt skiptið var enginn sérstakur ræðumaður heldur ræddu flokksmenn saman um stjórnmálin og málefni flokksins.

Margt bar á góma um haustkosningar, sem flestum líst illa á, Landsfund og prófkjör sem fundarmenn studdu nær einróma.Það er baráttuhugur í fólkinu, ungum sem öldnum.

Einn ræðumanna bað flokksmenn að íhuga hvað það gæti verið sem gerði það að verkum að nærri helmingur flokksmanna ætlar ekki að kjósa hann samkvæmt skoðanakönnunum. Hvað það væri sem orsakaði þetta? Væri það hugsanlega af því að okkur hefði mistekist að halda fram grunngildum flokksins? Við værum föst í dægurmálunum en gleymdum undirstöðunni? Því sem flokkurinn hefði verið stofnaður til að vera 1929? Við gleymdum sjálfstæðisstefnunni vegna málamiðlana?

Þegar maður hugsar um það þá er þetta áreiðanlega rétt. Við Sjálfstæðismenn erum ekki að koma boðskapnum til skila til fólksins. Það sér í okkur eitthvað allt annað en við erum. Það veit ekkert um flokkinn eða um hvað hann var stofnaður eða fyrir hvað hann stendur. Áróðursvél kratanna og RÚV malar dag og nátt við álygar og rangupplýsingar án þess að flokkurinn beri hönd fyrir höfuð sér.

Við gamlir flokkshestar höfum gælt við þá hugmynd að gefa út reglulegt flokksblað sem færi um allt land. Þar myndu okkar forystumenn og aðrir tala beint við almenning í landinu ótruflaðir af frammíköllum andstæðinganna. Sækja fram en ekki liggja í vörninni.  Við höldum  því fram að þetta getum við gert með velvilja stuðningsmanna flokksins án þess að við þurfum að veðsetja Valhöll frekar en orðið er.

Við trúum því að fólk muni átta sig á því hvað það er sem Sjálfstæðisflokkurinn vill eins og hann Birgir Kjaran skýrði í bókum sínum um félagslegan markaðsbúskap,  eign fyrir alla, gjör rétt þol ei órétt og stétt með stétt. 

Við trúum því að fólkið muni leggja við hlustir þegar efndir fylgja orðum. Það muni trúa þegar flokkurinn fylgir landsfundarályktunum. Það muni sannfærast þegar forystumenn hafa endurnýjað umboð sín á landsfundi. Okkur gömlu strumpunum finnst að það væri engu til hætt að reyna þetta. Allavega betra að reyna heldur en að láta reka sofandi að feigðarósi eins og nú er gert í áróðusrsmálum flokksins.

Svo er hið nýja og unga lið í flokknum sem segir að blaðaútgáfa sé bara gamaldags atlaga að regnskógunum. En les sjálft Fréttablaðið, DV og Fréttatímann sem eru gegnsýrð af áróðri vinstra  gengisins.  Það sem gildi í dag sé bara fésbókin og það allt. Svo auðvitað verður bara ekkert gert og við skíttöpum kosningunum til Pírata af því að við rökræðum ekki eða hökkum niður bullið úr þeim eða krötunum.

Það er samt allstaðar áróðursleg óskastaða. Ríkisfjármálin og efnahagslífið standa betur en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnin er sterk af verkum sínnum. Vinstra liðið er  með allt niðurum sig í Reykjavík þar sem það ræður öllu. Reykvíkingum svíður niðurlæging borgarinnar í höndum Dags Bé,EssBjarnar og Halldórs Pírata. En Sjálfstæðismenn þar virðast ekki ná vopnum sínum né eyrum fólksins.

Við Sjálfstæðismenn virðumst ekki skilja að við eigum við ofurefli í áróðri að etja um þessar mundir. En við virðumst vera of hræddir til að berjast og of feitir til að flýja eins og einn fundarmanna orðaði það um stöðu flokksins í áróðursmálunum.

Við þökkum fyrirlesara dagsins fyrir að mæta ekki á fundinn.En þetta var samt skemmtilegur fundur hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi í morgun og hreinskilnar umræður um flokksmál eru löngu tímabærar og mættu jafnvel bergmálast lengra inn í kalkaðar grafir aðgerðaleysins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Þú getur ekki: endalaust / og út í 1, kennt krata bjálfunum og fréttastofum Ríkisútvarpsins um, hversu óralangt frá stefnu og markmiðum Jóns Þorlákssonar og félaga hans, flokkur ykkar er kominn.

Í upphafi: var jú meginmarkmiðið, að halda niðri útþenzlu kerfisins og skatta- og gjaldheimtu alls lags, en, ... í seinni tíð er svo komið málum:: sökum áfergju Bjarna FAL sonar Benediktssonar og fylgjenda hans, í hömlulausri græðginni og svika- og lyga vefjunum, að allt ærlegt fólk, sem hefði getað fallizt á hugmyndafræði Jóns Þorlákssonar og annarra frumkvöðla í öndverðu, sneiðir algjörlega, frá vögnum og búðum frjálshyggju Kapítalízku jarðvöðlanna.

Aukinheldur - að allt venjulegt fólk sér engan muninn, á ykkar flokki, fremur en hinna 5 hörmungar kvíanna, sem sæti hafa á alþingi, í dag.

Hvar: er að finna, áætlunina, um löngu tímabæra útrýmingu Benzín- og Olíugjalda á Fiskiskipaflotann og Bifreiðar á landi / Bifreiðagjalda: sem Stimpilgjalds, t.d., Verkfræðingur góður ?

Hvar - er að finna, áætlunina, um hækkun persónu afsláttar - samræmdan flatan 10 % prósenta skattinn, úr núverandi ógöngum, sem leitt hafa til stóraukins Svarta markaðar, m.a. ?

Hvar: er að sjá, ALVÖRU stuðninginn, við PEGIDA hreyfinguna Austurrísk/ Þýzku, sem halda vill Múhameðskum villimönnum, utan við grundir Siðmenntaðra þjóða, t.d. ?

Ennþá - fá fígúrur, eins og Unnur Brá Konráðsdóttir / Illugi Gunnarsson, auk fjölda annarra áhangenda Múhameðsku vina væðingarinnar, að leika lausum hala, innan flokks ykkar, fornvinur góður.

Við hverju býztu Halldór: þegar fjölleikahús eða sirkus kemur upp í huga venjulegs fólks, þegar þennan flokk ykkar, ber á góma: á annað borð ?

Panama- og Tortólu skjöl - eru frekar áhugasvið dreng fígúrunnar frá Engey (Bjarna Benediktssonar) og vina hans / FREMUR EN MYNDUG og alvörugefin stjórn landsmála - og því er svo komið, sem komið er, Verkfr. góður.

Ég held Halldór minn: að ykkur, sem sem hafið á einhverjum gömlum og rótgrónum hugmyndafræðilegum gildum að byggja, sé nú brýnust nauðsynin, að kasta útbyrðis þessarri fífla forystu ykkar, eigi ykkur að auðnazt yfirleitt, að ná vopnum ykkar, að nýju !!!

Með beztu Falangista kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 15:17

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sjálfstaedisflokkurinn tharf ad "af-kratast", standa fast á stefnu sinni og haetta ad gefa endalaust eftir, til ad hafa alla góda. Fyrr naer hann ekki vopnum sínum ad nýju.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan, thar sem haegt er ad byrja ad kjósa til Forseta Íslands, ÁDUR en fyrir liggur hverjir eru endanlega í frambodi! 

Halldór Egill Guðnason, 30.4.2016 kl. 17:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nafni þinn segir nákvæmlega það sem mér býr í brjósti,Halldór J.En nafni minn þarf endilega að líkja þessum stærsta flokki Íslands gegnum árin,við fjölleikahús.Það er mjög auðvelt að verða undir ef aldrei er tekið á móti í áróðursmálum. En ábendingar um  markmið og stefnur í hinum ýmsu málum eru þó alltaf af því góða.-- Datt inn í INN og heyrði þrjá unga Sjálfstæðismenn ræða um hin ýmsu mál sem eru efst á baugi í dag. Það var virkilega áhugavert. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2016 kl. 18:30

4 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafna mín: Kristjánsdóttir !

Ló ég nokkru til - í minni frásögu / sem ályktunum ?

Hroðvirkni: sleifarlag og almenn sérhyggja, sem nauðhyggja græðginnar, hafa verið helztu einkenni þessa flokks:: sérílagi, frá árinu 1991.

Hygg þig ekki - geta því í móti mælt, fornvinkona góð.

Og: þegar fólk er hætt að sjá, muninn á Bjarna Benediktssyni og Steingrími J. Sigfússyni, í óboðlegri skatta- og gjaldtöku, sem nemur allt að 85% upphaflegra ráðstöfunar tekna fólks (fyrir útborgun launa) / er þá ekki Tólgin verulega stungin, nafna ?  

Ekki að undra: að þeim Skúla Eggert Þórðarsyni Ríkisskatt stjóra, og Bryndísi Kristjánsdóttur klægji í sína gráðugu fingur, að geta þurrausið pyngjur og vasa almennings, enda löngu búin að komazt að raun um, hversu lið- ónýtir stjórnmálamenn ALLRA flokka hér á landi eru, til nokkurrar viðspyrnu þeirra fyrirætlana / hvorki Bjarni Benesdiktsson, né aðrir þingsetar: yfirleitt.

Með þeim sömu kveðjum - eftir sem áður, sem þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband