Leita í fréttum mbl.is

Áður en ríkisspeninn

er tottaður á Mývatni af öllu Alþingi, þá er kannski rétt að lesa blog Jóns Kristjánssonar. Þar segir :

 

".....Stundum hefur þetta verið svipað í Mývatni. Byrjum með hreint borð:

1. Vatnið er tært að vori, mikið af krabbaflóm í vatninu, mikið mý, nóg fæða fyrir silung sem þrífst vel, engin hornsíli.

2. 1-2 árum síðar, hornsílum fjölgar, krabbaflóm fækkar og vatnið fer að gruggast, dregur úr vexti silunga.

3. Vatnið grænt, fullt af hornsílum, krabbinn horfinn, silungur horaður. Allt fiskafóður upp étið og það endar með því að hornsílin yfirgefa vatnið. Ég hef séð þau synda úr vatninu niður Laxá í milljónatali.

4. Aftur á byrjunarreit, hornsílin farin, krabbaflær komnar aftur og vatnið tært. Þessi hringrás endurtekur sig á 5-7 árum.

Sé rétt að hornsílin séu nú horfin úr Mývatni (stofninn hruninn eins og sagt er) þá er vatnið að færast yfir á stig 4 hér að ofan og verða tært næsta sumar. Sjáum hvað setur.

Kúluskítur og annar botngróður er horfinn vegna þess að bláþörungasúpan kemur í veg fyrir að ljósið nái niður á botninn. Vandamálið er því bláþörungurinn, hvað veldur því að hann blossar svona upp? Þekkt er að það hafa skipst á tímabil með u.þ.b. 7 ára millibili, þar sem vatnið skiptist á að vera tært og gruggugt af þörungum. Alltaf er samt sama innstreymi af næringarefnum. Hvernig má vera að stundum valdi þau þörungablóma og stundum ekki? Það hljóta að vera aðrir líf- og vistfræðilegir þættir sem þarna eru að verki. Samt er það eina sem mönnum dettur í hug núna er að ráðast í að lagfæra klóak, sem aðeins stendur fyrir um 1% af innstreymi næringarefna ef marka má nýútkomna rannsóknaskýrslu. Ráðherrann vitnar í skýrsluna og telur að ástand vatnsins sé ekki af manna völdum. Samt á að ráðast í dýrar framkvæmdir því "það er það eina sem við getum gert. Hvernig væri nú að skyggnast í hugmyndir og tillögur sem stungið hefur verið undir stólinn?

Ég stundaði rannsóknir í Laxá og Mývatni samfellt frá 1974 til 1986, var í sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir í mörg ár og var í stýrihópi um rannsóknir erlendu sérfræðinganna 1998 og 1999. Ég hef sett upp síðu um Mývatnsmál hér. Þar eru slóðir, m.a. á skýrslu erlendu sérfræðinganna."

Á að fara að moka ríkispeningum í að snúa við eðlilegri hringrás náttúrunnar? Eru ferðabændur bara að skrúfa út peninga handa sér af því að landsbyggðarsinnað Alþingi liggur ávallt vel til höggsins eins og smalamaður?

Er ekki í lagi að athuga sinn gang áður en hlaupið er til eftir pípu Steingríms J Sigfússonar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það þarf að skoða betur innstreymi nýs ferkvatns inn í vatnið; er það nægjanlegt og svo útstreymi.

=Það þarf helst að vera gott FLÆÐI; til að endurnýja ferskleika vatnsins. Sé ekki nægt flæði að þá endar stöðuvatnið bara sem súrefnis-snauður drullupollur.

------------------------------------------------------------

Svo er eitt atriði sem að hefur ekki verið velt mikið upp en það er þörf á endurnýjun gena.

Það gildir alveg sama lögmál hjá fiskum eins og hjá einangruðum frumbyggjahóp í Amazon-skoginum.

= Ef að það koma engir nýjir einstaklingar inn í hópinn að þá er hætta á innræktun sem að leiðir á endanum til allskyns kvilla, vansköpunar og þar með vanhæfni í að lifa af.

=Meiri fiskadauði.

=Færri fiskar.

=Hrun í stofninum.

Er ekki Mývatn búið að vera einangrað lengi?

Jón Þórhallsson, 12.5.2016 kl. 09:35

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur súrefni og sýrustig verið mælt eitthvað nýlega?

Jón Þórhallsson, 12.5.2016 kl. 10:11

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er vitað hvar helstu hrygningarstöðvarnar í vatninu eru?

Þær þyrfti að vernda sérstaklega.

Silungar vilja helst hrygna í smá möl nærri innkomu ferskvatns en ekki í kringum kúluskít eða leðju.

Jón Þórhallsson, 12.5.2016 kl. 10:23

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kjör-sýrustig vatns fyri fiska er þegar að ph-gildið er um 7.

Ef að það kemur ekki nægt nýtt ferskvatn inn í stöðuvatnið að þá er hætta á að vatnið verði of súrt.

Eftir því sem  að sýrustigið fer meira niður fyrir 7 þeim meiri hætta er á ferðum; t.d. vegna og mikils hita/þörungagróðurs og logn-mollu.

Jón Þórhallsson, 12.5.2016 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418436

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband