12.5.2016 | 12:47
Framboð Davíðs
sem nýtur langmests trausts í íslenskra stjórnmálamanna eða rúmlega þrefalds á við næsta mann, vekur sterk viðbrögð með og á móti.
Rógur andstæðinganna er hinsvegar gríðarlegur á móti Davíð. Sýnishorn er ekki langt undan ef tekinn er kafli úr skrifi prófessors doktors Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag, sem hefur verið óskorað málgagn Samfylkingarinnar og VG.
"..... Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkurinn gengur sundraður til næstu alþingiskosninga þar eð Viðreisn Benedikts Jóhannessonar tölfræðings er fyrst og fremst stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum vegna vanefnda flokksins í Evrópumálum.
Það veikir flokkinn enn frekar að nú hefur fv. formaður flokksins, forsætisráðherra og seðlabankastjóri tilkynnt framboð sitt til forseta Íslands, maður sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem hann hefur drepið niður fæti sl. aldarfjórðung. Hann kýldi kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins niður um þriðjung, kýldi lestur Morgunblaðsins niður fyrir Bændablaðið, keyrði Seðlabanka Íslands í þrot...
....Rannsóknarnefnd Alþingis ályktaði að hann hefði líkt og sex aðrir menn gerzt brotlegur við lög í aðdraganda hrunsins.
Fjórir af þessum sjö voru hátt settir sjálfstæðismenn. Nánar tiltekið segir RNA í skýrslu sinni (2. kafli, bls. 46) að seðlabankastjórinn þáv. hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga í tilteknum störfum sínum við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni.
Ætla má eftir allt sem á undan er gengið að einhverjir flokksmenn sjái e.t.v. votta fyrir tormerkjum á að senda mann með slíkan feril til Bessastaða. Stjórnmálaflokkar hafa losnað úr límingunum af minna tilefni.
Spyrjið repúblikana."
Þetta er ekki dæmigerður rógur andstæðinga Davíðs enda er prófessorinn ekki venjulegur maður heldur langt þar fyrir neðan.
En þetta er samt sagt um manninn sem sagði Íslendinga "ekki eiga að borga erlendar skuldir óreiðumanna". Þvert ofan í það sem prófessorinn og meðreiðarsveinar hans úr Háskólanum sögðu, Kúbu Gylfi, Stefán Ólafsson og hvað þeir nú heita allir saman, Steingrímur Jóhann Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Hvert einasta orð og atriði í grein prófessorsins um Davíð Oddsson í tilvitnaðri grein er lygi og aftur lygi. Af því að það er prófessorinn sjálfur sem skrifar þetta undir nafni þá æsir sig enginn upp yfir þessu. Það vita allir hvernig hann doktor Þorvaldur er innréttaður.
Ég er persónulega ekki hrifinn af framboði Davíðs af þeirri eigingjörnu ástæðu að ég les hvert orð sem hann skrifar í Mogga með áfergju. Hann er besti stjórnmálapenni þjóðarinnar og sá maður sem hefur næmastan skilning á eðli hlutanna. Og man fleira en aðrir menn og kann að nota það. Reynsla hans og þekking er ótrúlega víðfeðm. Þess vegna hefði ég viljað hafa hann á Mogganum áfram til að kveða niður daglegar lygar vinstri pressunnar.
En ef hann endilega vill þetta maðurinn, þá verð ég auðvitað að gera það sem hann biður um. Og áreiðanlega verður Davíð góður Forseti, það efa ég ekki.
En ég er ekki viss um að þjóðin hafi vit til að gera sér þetta ljóst og það verður henni kannski líka fyrir bestu þegar upp verður staðið því Davíð hefur lofað að fara aftur á Moggann ef hann tapar. Og það er þá líka best eins og hann Árni Oddsson heitinn í Steypustöðinni gæti hafa orðað það.
En á meðan hann Davíð er í framboði þá hefur fólkið valið. Hvernig sem kosningin fer þá vinnur þjóðin. Það er þjóðin sem verður sigurvergarinn á hvorn veginn sem er þegar framboð Davíðs Oddssonar er gert upp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2016 kl. 08:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Líklega er Þorvaldur lygnasti starfsmaður Háskóla Íslands.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2016 kl. 13:05
Já kannski Heimir. Og alveg óvanalega ósvífinn.
Elle_, 12.5.2016 kl. 15:04
Halldór
Það er ekki fallegt af þér að tala svona um Þorvald, vitandi hvað að honum amar. Hins vegar er ámælisvert af Fréttablaðinu að birta þetta án þess svo mikið sem að lesa yfir. Hver ber eiginlega ritsjórnarábyrgð á því blaði?
Bestu kveðjur
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 16:28
Halldór
Það er ekki fallegt af þér að tala svona um Þorvald, vitandi hvað að honum amar. Hins vegar er ámælisvert af Fréttablaðinu að birta þetta án þess svo mikið sem að lesa yfir. Hver ber eiginlega ritstjórnarábyrgð á því blaði?
Bestu kveðjur
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 16:29
Já Einar minn gamli vinur, ég marka ávallt það sem þú segir. Ég hef alltaf reynt að tipla a tánum i kring um hann Þorvald vegna þessa sem þú nefnir. Og svo var hann faðir hans í sérstöku uppáhaldi hjá mér í hópi fimm bestu kennara sem ég hef haft á lífsleiðinni eðalþjóðleg nöfn. Í þetta sinn hef ég kannski gleymt því.
En þetta sem Þorvaldur segir um Viðreisnina hans benedikts þá er leiðinlegt að vita til þes hvernig sá góði drengur hefur misst sig í þessari ofsatrú á Evrópusambandið. Þetta er ekki lengur stærðfræðileg greining gáfumannsins heldur eitthvað annað. Kannski svipað og hrjáir doktor Þorvald þegar trúin tekur við af rökfræðinni og djöflahræðsla blandast vísindalegri hugsun.
Halldór Jónsson, 12.5.2016 kl. 20:49
"sem nýtur langmests trausts í íslenskra stjórnmálamanna eða rúmlega þrefalds á við næsta mann." Um hvað ertu að tala nákvæmlega Halldór. Ég hef sennilega misst af einhverju. Síðast þegar ég vissi var hann með 13 % fylgi. Hefur einhver ný könnun verið gerð?
Jósef Smári Ásmundsson, 12.5.2016 kl. 21:19
Fylgstu með Jósef,Davið mældist ekki allan tímann sem tölur tikkuðu með Guðna.
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2016 kl. 03:30
Jú reyndar Helga. Í fyrri könnun var það ekki. Þá var aðeins hluti kjósenda sem fengu kost á að velja Davið enda fékk hann þá ekki nema 3% ef ég hef tekið eftir rétt. En hvaða könnun er það sem hann fær þrefalt fleiri en næsti maður, eða er maðurinn að tala um eithvað annað ? Og hvað liggur þá að baki þeim orðum? Það er það sem ég er að spyrja um.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2016 kl. 06:27
Rangt hjá þér Helga, í könnunni sem Jósef vísar til voru þeir báðir, Guðni og Davíð, með í könnunni allan tímann. Í könnun sem birt var þar á undan og Davíð mældist með 3 eða 4%, var hann ekki með nema í hluta hennar.
Sýni næstu kannanir að þetta sé fylgi Davíðs mun hann hætta við framboð, enda gunga þegar á reynir.
Þá semur hann svo hugljúfa skýringu á hugleysinu að þið hafið aldrei séð annað eins hugrekki og mannfórn og fallið að fótum meistarans.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2016 kl. 06:34
Ég er nákvæmlega sammála orðum þínum, Halldór, um Davíð Oddsson: "Hann er besti stjórnmálapenni þjóðarinnar og sá maður sem hefur næmastan skilning á eðli hlutanna [í stjornmálum]. Og man fleira en aðrir menn og kann að nota það. Reynsla hans og þekking er ótrúlega víðfeðm."
En á Þorvaldi Gylfasyni sem þjóðfélagsfrömuði og Fréttablaðspenna hef ég ekkert álit. Einna makalausust er blekkingarstarfsemi hans um "stjórnlagaráð" og ESB-jarðýtuvinna hans á þeim vettvangi.
Jón Valur Jensson, 13.5.2016 kl. 12:05
Jósef, Axel afsakið hafa skal það sem sannara reynist drengir.
Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2016 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.