6.6.2016 | 15:11
Tesla
er einskonar "personal relocator" eða flutningstæki sem er ætlað til þess að flytja egóið þitt á milli hnita á jarðkúlunni. Flest svona tæki kallast bílar. Tesla er eitthvað í þá átt og eins í laginu en svo gersamlega bí bí langt inn í framtíðinni í dag að maður er bara forngripur.
Vinur minn tók mig með í spinn á þessu 700 hestafla fjórhjóladrifna trölli sem er takkalaus stafræn tölva sem ég skil ekki af hverju Árni Matt er ekki búinn að skrifa um í Mogganum.
Þetta tæki ferðast sjálft eftir miðlínum línum og vegköntum, sér alla bíla í kringum sig og víkur sér undan ef þeir ætla að keyra á þig, lendir aldrei aftan á bílum, bremsar betur en nokkuð annað og enginn fer fram úr því ef því er að skipta. Notar hreyfiorkuna til að hlaða batteríin þegar það bremsar.
Fyrir utan þetta er þetta bráðfallegur bíll. Hann er í beinu sambandi við fæðingarstað sinn í Kaliforníu og fær fídusa senda yfir netið. Þegar Elon Musk og hans lið eru búnir að finna þá upp eru þeir komnir í þinn bíl daginn eftir og virka. Einn daginn fór þessi ársgamli bíll að keyra sjálfur upp úr þurru því það var búið að finna appið upp. Ef þú keyrir á hringja þeir strax í bílinn til að spyrja hvort þeir geti aðstoðað.
Ef þú kemst ekki bílinn vegna þrengsla þá bara læturðu hann bakka út með fjarstýringu. Þú stoppar fyrir framan bílskúrinn og hann sér um að opna hurðina og fara inn og loka á eftir sér. Þú sérð allt umhverfið í sjónvarpsskjáum. Hann man þegar hann kemur á svæði þar sem þú hafðir kosið að hækka hann upp vegna ófærðar og hækkar sig upp til öryggis. Ég veit ekki helminginn af því sem hann getur.
Á leynistað er svona 200 metra malbikaður vegur með engum gatnamótum. Ertu tilbúinn spurðu vinurinn. Já sagði ég án þess að vera það og kýldist umsvifalaust kirfilega án hreyfigetu í sætið og hauspúðann á næstu þremur sekúndunum þegar bremsað var úr hundrað niður í núll á minna en hundrað metrum.
Það tekur klukkutíma að hlaða inn hverja hundrað kílómetra í drægi að 430 kílómetrum. Húddið er tómt og skottið líka. Þú ert bara orðlaus.
Tesla er ekki bara bíll, þetta er uppplifun, tækniundur.
Framtíðin er komin hingað og heitir Tesla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, nafni. Tesla er hrein og klár snilld. Get verið algerlega sammála þér um það. Unun að aka þessu tækniundri, með öllu sem boðið er uppá. Get tekið undir það með þér að manni finnst sem maður sé eiginlega orðinn úreltur sjálfur, hafandi ekið Tesla. Nú eru þeir að koma með minni bíla á lægra verði og eins eru þeir með jeppling á leiðinni, ef hann er ekki þegar kominn erlendis. Rafhlaðan frá Tesla, ein og sér, er ekki síður byltingarkennd. Hér á landi væri hægt að nota hana ásamt góðri vindmyllu, til að framleiða allt það rafmagn sem þarf til að nota í heilu húsunum.
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 7.6.2016 kl. 01:46
Netop Nafni
það er gaman að heyra þig tala um þetta áhugasvið mitt. Ég var við að setja upp vindmyllurnar í Þykkvabæ. Nú er Steingrímur Erlingsson sem á þær að kaupa lönd þarna og vill fá a reisa 15 stk alvöru vindmyllur, 50 megawött.
Þá er hinsvegar svo flókið að finna út hvort einhverjar kellingar séu á móti þessu því þeim finnist vindmyllur ljótari en háspennuturnar sem eru út um allt á þessu svæði.Rautt blikkljós skiptir orðið einhverju höfuðmáli.
Það á að rannsaka hvort fuglar hugsanlega drepist á þessum vindmyllum og kaupa einhverja sérfræðinga að norðan til þess fyrir milljónatugi til að reikna út líkindi á því? Þeir hefðu getað spurt mig eða Steingrím hversu margir fuglar hefðu drepist á þeim bráðum tveimur árum sem fyrstu tvær vindmmyllurnar hafa snúist upp á hvern dag, í náttmyrkri sem sólskini.
Ekki einn einasti,
Er það einskis virði í svona mati á umhverfisáhrifum? Af hverju þarf að kaupa einhverja hægrabrjóstssérfrælðinga til þess að komast að þessu eða hinu? Hvort gróðurskilyrði batni eða versni við vinmyllur? það er vitað frá USA að þau stórbatna. Af hverju skydlu þau ekki gera það í Þykkvabæ?
Nún verpir lóa beint fyrir neðan skurðpunkt snúningsplans spaðans á annarri myllunni.Er hún búin að uppgötva að mávurinn á erfiðara með að komast að egggjunum og ungunum þegar myllan hvæsir á hann? Sauðféið leggst í skuggann af myllunni í hita og flytur sig eftir sólinni. Þarf að kaupa sérfræðinga frá RALA til að rannsaka samlíf kinda og vinmylla. Má ekki horfa á það þarna ókeypis?
Sama með hesta og beljur, álftir og gæsir sem bíta gras og rífa kartöflur upp undir myllunum. Pétur skipulagsfulltrúi á Laugarvatni telur alveg frágangssök að reisa vindmyllur í sínu umdæmi fyrr en allar svona rannsóknir hafa verið gerðar. Og Kristófer sveitarstjóri tekur undir með allri sveitarstjórninni. Allt nema að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu virðist vera mottó þessarra manna.
Við erum með nýja borholu á Bergstöðum þarn í umdæmi þeirra. Við viljum setja upp gróurhús með afgangsvatninu sem er kássa af og rennur ónotað í Tungufljót. Kannski hitar það hana upp svo lax geti þrifist í ánni sem er og hefur verið of köld fyrir hann í gegn um aldirnar því annar hefði lax alltaf verið í Tungufljóti. Við erum búnir að sækja um til Péturs á laugarvatni um að setja um vindmyllu við holuna til að lýsa gróðurhúsin. Nei, ekki virtir viðlits. Þeir eiga eftir að búa til samræmda vindmyllustefnu fyrir landið skilst mér. Tekur mörg ár segir hann eftir að þeir sendu marga menn á kostnað skattgreiðendanna þarna til að horfa á vindmyllur í Bretlandi. Heimlomnir var það eitt vitað að það væri eðlilegt að sveitarstjórnir tækju sér mörg ár í að afgreiða svona umsóknir.
Þetta er ekki grín heldur sannleikur um vitleysuna sem viðgengst á þessu landi nafni minn.
Ég er búinn að sjá nýja Tesla battaríið og ætlaði sannarlega að kaupa mér eitt slíkt í bústaðinn minn og fá rafmagn úr vindmyllunni og borga henni þessi á annað hundrað þúsunda sem rafmagnsreikningurinn er núna bara hjá mér. Nei, Pétri á Laugarvatni og hans liði finnst ekki liggja á neinu slíku fyrir Ísland.
Ég bið að heilsa mörgæsunum þarna suðurfrá. Spurðu þær hvað þeim finnist um vindmyllur eða umboðsmenn þeirra. Ég er viss um að þu færð skýrari svör en fást hjá yfirvöldum á Íslandi og sérstaklega í Bláskógabyggð og Árnessýslu.
Nema í Rangárþingi Ytra, þeir styðja vindmyllurnar með ráðum og dáð, án þeirra velvilja hefðu myllurnar aldrei risið í Þykkvabæ. Og þykkvibær er líka á Íslandibara svona 50 kílómetra frá Skeiðunum. Enda voru það bændur úr Ánessýslu og af Skeiðunum sem riðu til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla Símanum.
Á Skeiðunum á Steingrímur Erlingsson stórt lands sem hann keypti í Vorsabæ. Þar ætlaði hann að reisa myllurnar þegar fyrrnefnd yfirvöld komu í veg fyrir það. Þá komu þeir í RY til bjargar og myllurnar risu. Hugsaðu þér nafni, þú kaupir land fyrir milljónatugi þar sem þú ætlar að gerast orkubóndi. Einhverjir bibbnir strumpar og sumarbústaðakellingar í nágrenninu geta stöðvað þinn búskap á eigin landi. Þeim er öllum svo gersamlega sama, það snertir þá ekki þó að þvú tapir skyrtunni á þessu.
Bestu kveðjur til þín nafni og vel þér veiði eins og Stjáni blái fékk frá Drottni sjálfum.
Halldór Jónsson, 8.6.2016 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.