Leita í fréttum mbl.is

"Hversvegna Davíð?"

spyr hann sundfélagi minn og vinur  hann Rúnar flugstjóri Guðbjartsson í Mogganum í dag. Þar sem fáir stuðningsmenn Guðna lesa líklega Moggann, þá er ástæða til að rifja þessi skrif upp.

Hann kemur vel orðum að sínum rökstuðningi flugstjórinn þegar hann segir:

"Með því að virkja 26. gr. stjórnarskrárinnar hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti gert forsetaembættið pólitískt. Ég var í byrjun ekki sáttur við breytinguna en með frammistöðu forsetans í bankahruninu hef ég breytti skoðun minni á eðli forsetaembættisins.

Í dag er ég sáttur við breytingar Ólafs Ragnars og okkur er nauðsyn að hafa þennan öryggisventil til staðar þegar annað fjármálahrun eða önnur vá kemur upp. Ég tel að þeir sem skrifuðu stjórnarskrána okkar 1944 hafi einmitt haft þennan öryggisventil í huga. Líklega hugsað til Bandaríkjanna, sem á þeim tíma voru áhrifamesta og sterkasta þjóð heimsins með valdamikinn og þjóðkjörinn forseta.

Ég tel ekki þurfa að setja inn ákvæði í stjórnarskrána um einhvern fjölda áskorenda til að forsetinn megi vísa umdeildum málum til þjóðarinnar, það myndi aðeins flækja málið. Það að forsetinn þurfi að sækja umboð sitt til þjóðarinnar á fjögurra ára fresti er okkur nóg.

Með þessa túlkun í huga gefur það auga leið að forsetaframbjóðendur þurfa helst að vera reyndir stjórnmálamenn. Ég óttast ekki að það finnist ekki hæfir menn í öllum stjórnmálaflokkum sem gætu tekið að sér embættið. En þeir þurfa að hafa reynslu, það er ekki hægt að lesa um og læra reynslu – þú verður að upplifa hana. Við skulum taka flugið sem dæmi en þar þekki ég til. Frá fyrsta degi er gert að halda til bókar verklegri reynslu, það er að halda bókahald um hverja einustu mínútu sem viðkomandi er að stjórna flugvél. Til að geta flogið er ekki nóg að hafa lært allt um flug, flugvélar, flugsöguna og allar aðstæður sem geta komið upp í einni flugferð, þú verður að hafa upplifað þær, það er reynsla. Þetta á í raun við hvaða starf sem er.

Umræðan eftir bankahrunið hefur einkennst af fullyrðingum um að ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, sem stóðu vaktina, hafi brugðist, að hún hefði getað á einhvern óútskýrðan hátt getað komið í veg fyrir bankahrunið hér uppi á litla Íslandi. Þrátt fyrir að bankahrunið hafi átt upptök sín í Bandaríkjunum og geisað um allan heim með hrikalegum afleiðingum fyrir margar þjóðir. Við getum þá eins sagt að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Sigfússyni að kenna, jú, þau stóðu vaktina þegar gosið hófst.

Sannleikurinn er sá að ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar stóð sannarlega vaktina og með öflugum stuðningi Seðlabanka Íslands undir forustu Davíðs Oddssonar var gripið til aðgerða sem komu okkur í skjól og lögðu grunninn að endurreisn landsins. Í umræðunni kemur oft fram að stjórnmálamenn eigi ekki og geti ekki verið forsetar þar sem þeir myndu alltaf draga taum síns stjórnmálaflokks.

En hver er reynsla okkar? Ólafur Ragnar, sem ég tel frekar vinstrisinnaðan, hefur þrisvar beitt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Einu sinni á hægri stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar en tvisvar á vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar.

Kæri lesandi, ég kýs Davíð vegna þess að hann er að mínum dómi fremstur meðal jafninga hjá frambjóðendum í þessum forsetakosningum vegna stjórnmálareynslu sinnar sem er algert lykilatriði fyrir næsta forseta sem tekur við af Ólafi Ragnari Grímssyni.

Ég hvet alla til að fara inn á vef Alþingis og fletta upp Davíð Oddssyni og lesa æviágrip hans, sem er stórkostleg lesning. Þið sem eruð komin á efri ár og eruð ekki tölvuvædd fáið barnabörnin ykkar til að aðstoða ykkur."

Nú er það svo að ég sjálfur  þori helst ekki að lýsa stuðningi við nokkurn Forsetaframbjóðanda því það er eins og þeir kallar sem ég veðja á steinliggi alltaf rotaðir í fyrstu lotu. Ég viðurkenni að ég deili þessum skoðunum Rúnars nokkuð svo innra með mér og finnst honum mælast vel.

Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu Mogganum er illa aftur farið eftir að Davíð fór í fríið. Eina leiðin til að endurreisa það er víst að Davíð tapi svo hann fari að skrifa aftur.

Svo hvað get ég sagt upphátt án þess að framboðið hans Davíðs skaðist?

 í framhaldi af þessu tali um eitthvað beint lýðræði sem eigi að framkvæmast með því að jafnvel undirdeildir í Samfylkingu eða VG  geti safnað undirskriftum sem neyða Forsetann til að vísa máli til þjóðaratkvæðis þá tel ég það vondan kost. Þessi fjöldi þarf að vera miklu stærri þannig að engin einn flokkur geti hlaupið til og sett allt í uppnám.

Fulltrúalýðræðið hefur alls staðar sannað sig að vera best þó að söfnuðurinn á Útvarpi Sögu og hann Pétur Gunnlaugsson, svo ágætur sem mér finnst hann nú farinn að vera,  sé á öðru máli. Ég sé ekki að okkur vanti neina  nýja stjórnarskrá til þess að skora á Forsetann að vísa mál til þjóðarinnar. Það er búið að sanna það og sífelldar þjóðaratkvæðagreiðslur eyðileggja þær sjálfar fyrst. Við höfum Alþingi sem okkar vettvang.

Og hann Davíð þekkir Alþingi út og inn betur en margir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Burtséð: frá þessum afkáralega aðdáendaklúbbi Davíðs Oddssonar og félaga hans, var endurreisn alþingis árið 1845, með því allra skaðlegasta, sem fyrir land og mið, sem fólk og fénað gat komið, fornvinur góður.

Lyddan - Kristján VIII. (1839 - 1848), kolféll þar í duftið, fyrir Anarkistum, þess tíma.

Frændi hans: Friðrik VI. (1808 - 1839), hafði ekki haft svo lítið fyrir, að afmá þessa sóða stofnun á Þingvöllum, GÓÐU HEILLI:: skömmu fyrir aldamótin 1800 þáverandi Krónprinz, eins og við munum.

Gömlu Rentu kammerin - hefðu varla verið verri valkostur, en þing hörmungin, og allt það óræktar fargan, sem því hefir fylgt síðan, Halldór minn !

Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 22:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskar minn Helgi, líttu á það sem nytsamlegt fyrir þig sem núverandi anarkista og sérvitring sem er einangraður í sinni sérvisku, hversu gott það er að eiga vini eins og mig og Davíð sem þú getur leitað eftir stuðningi hjá. Þú einangrast annars vo mjög að þú kemuir engu fram en bara geðvonskast í eigin fýlu . En svo sögufróður maður og víðfeðmur andi þarf að reyna að að hafa áhrif á aðra með skynsömum fortölum.

Hvað geririðu annars Óskar á daginn?

Halldór Jónsson, 8.6.2016 kl. 08:18

3 identicon

Sæll á ný - Halldór !

Fjarri fer nú því: að ég vilji skenza þig né spotta Halldór, eftir hin áralöngu sem ánægjulegu samskipti okkar, hér á Mbl. vefnum.

En - finnst þér nú ekki til öfugmæla heyra, fornvinur góður, að kenna mig:: verandi yst úti til Hægri brúnarinnar (Falangistum fylgjandi / sem og Kúómingtang hreyfingu Chiangs kai- Shek heitins, austur á Taíwan), til Anarkisma, þegar þig þrýtur frekar, lofsyrða rullan, til handa háskagripnum Davíð Oddssyni, Halldór minn ?

Er það ekki fremur: til þess að draga athyglina, frá hans skemmdarverkum / sem og lagsmnanns hans þáverandi:: Jóns Baldvin Hannibalssonar, á 10. áratug síðustu aldar - og síðar, einnig ?

Davíð - hefir verið Íslendingum jafn óþarfur, eins og Kristján VIII. reyndist Dönum vera, á sinni tíð, t.d. !

Þér leikur forvitni: á starfa mínum, Verkfræðingur góður.

Ég fæst við - alls lags útveganir tækja og tóla, Málmiðnað inum tengd víðsvegar, í gegnum áratuga samskipti, víðs vegar um land.

Svo: fram komi, líka.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

e.s. Þakka þér fyrir: sérvitrings nafnbótina / en, .... ekki hefi ég heyrt á frændgarði mínum, né öðrum utan hans, að einhver sérstök geðvonzka sé að plaga mig neitt sérstaklega, í daglega lífinu, fornvinur góður.

A.m.k. - ekki til þessa, alla vegana !  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband