Leita í fréttum mbl.is

Er að marka kannanir?

um fylgi Forsetaefnanna? Sérstaklega þegar maður fréttir það að við sem erum eldri en 67 ára erum aldrei spurð álits. Við erum álitin þvílík fífl að það taki því ekki að spyrja okkur.

Þegar 25 % svara ekki og grái herinn er ekki spurður þá gæti staðan breyst snögglega.

Er eitthvað að marka þessar stöðugu skoðanakannanir yfirleitt? Samsetningin verður gríðarlega mikið öðruvísi eftir því hverjir eru spurðir. Gamlir eru ennþá til þó vitlausir séu taldir.

Ég held að fylkingar eigi eftir að síga saman talsvert mikið. Ég held að könnunum sé reynt að stýra að einhverju leyti frá áróðursfólki sem skekkir þetta enn.

"Blessaður, þetta fer einhvernveginn" sagði vinur minn í gamla daga og hafði rétt fyrir sér. Það hefur engan tilgang að vera að æsa sig þetta. Og það er ekki endilega að marka þessar sífelldu kannanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Nákvæmlega það, sem ég hef verið að segja síðustu daga, og hef raunar alltaf sagt. Þetta eru sérhannaðar kannanir fyrir stuðningslið Guðna, sem er alltaf efstur á listanum. Svo er Útvarp Saga með allt aðrar kannanir, þar sem ýmist Davíð eða Sturla eru efstir. En málið er það, Halldór, að þetta eru allt saman tölvukannanir, sem gerir það að verkum, að elsta kynslóð þessa lands er ekki með, því að við vitum það, að hún á ekki tölvur, kann í fæstum tilfellum á svoleiðis tæki, og kann heldur ekkert inn á svona tölvukosningakerfi. Þetta unga fólk, sem vinnur að þessum könnunum, er eins og unga fólkið er almennt í dag, en það ætlast alltaf til þess, að gamla fólkið kunni á tölvur og eigi tölvur, finnst það furðulegt, ef maður er ekki með heimabanka og allan pakkann, og skilur ekkert í því, að elsta kynslóðin lærði á Remington ritvélar og handknúnar reiknivélar, og kann ekki svo mikið á svona tækninýungar, ef það fer í það að læra á þær yfirleitt, og því geti hún ekki nýtt sér tölvukannanirnar, eins og við. Ég hef nokkrum sinnum kosið í svona könnunum á Útvarpi Sögu og víðar, og það er lítið mál, en sem sagt, það er ekki vegna þess, að við séum neitt verr gefin en aðrir, eða vegna þess, að fólkið vilji ekki spyrja okkur. Þetta eru bara allt saman tölvukannanir, sem skekkja myndina að mínu mati, þar sem elsta kynslóðin á ekki svoleiðis tæki og kann lítið sem ekkert á þau, og því verður hún alltaf útundan. Ég hef einmitt verið að deila á þetta, og gæti alveg átt það til að hafa samband við þetta fólk, sem er að búa til þessar kannanir, og benda þeim á þetta, nema þeim sé alveg sama. Það er aðeins tölvukynslóðin, sem kýs, og það er þeim nóg, þótt niðurstaðan verði tóm della að okkar dómi, og við gætum beðið Guð að hjálpa þjóðinni, ef útkoman úr kosningunum sjálfum verður eins og kannanir segja til um: Píratar stjórnendur landsins, og Guðni forsetinn. Hjálpi mér, það held ég verði þá ástand í landinu! Verst að geta ekki farið úr landi og verið þar á meðan það ástand ríkir, þótt ég eigi nú ekki von á, að niðurstaðan verði þessi, því að það er einna helst við eldri kynslóðir þessa lands, sem förum á kjörstað. Unga fólkið vill helst sitja á rassinum heima og kjósa í tölvunni, heldur en að ómaka sig á kjörstað. Mér finnst margt af því líka vera eins og álfar út úr hól, þegar kemur að stjórnmálum og kosningum. Við getum huggað okkur við orð Ingibjargar Sólrúnar, sem sagði, að kannanir séu ekki kosningar, sem betur fer. En mér líst engan veginn á blikuna, frekar en þér, þegar þessar heimatilbúnu kannanir SovétRúv og 365-miðla eru kynntar, og fara eftir vilja þeirra og löngunum. Við skulum bara vona, að þeim verði ekki að ósk sinni, þótt svona kannanir geti vissulega verið skoðanamyndandi, því miður. Ég trúi því heldur ekki, að Davíð eigi ekki meira inni heldur en þetta. Ég vona það a.m.k.. og að þjóðin hafi vit á að kjósa einhvern annan en Guðna.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 23:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það ætti líka að renna upp fyrir okkur að atkvæði greidd þeim sem augljóslega ná ekki einum af 4 efstu sætum forsetakosningana,er kastað á glæ. Við erum alla daga að berjast fyrir fullveldi okkar og getum ekki fyrir nokkurn mun sýnt tómlæti í þeim efnum.-Já það fer einhvern veginn Halldór,eða með öðru alþekktu orðalagi "Þetta reddast".  Sé ekki að neitt reddist í Evrópu nema gegn gífurlegum fjárútlátum til varnarmála.Frakkar bera sig illa yfir kostnaðinum að halda EM í fótbolta.En við getum sótt þessa viðburði af því hér er hagvöxtur og næg atvinna.-Svo er þetta blessaða þing að samþykkja "ættbálka" innflutning á múslimum,þótt reynsla annara norðurlanda sé átakanlega eyðileggjandi. Nú förum við okkar síðustu bónleið til Bessastaða með   Ólaf Ragnar sem forseta og bón um að undirrita slíkt ekki,því það er óðs manns æði að samþykkja. 

Gæfa okkar hingað til hefur verið að þekkja og kjósa verðandi foringja lýðræðisins,sem hefur komið okkur svo vel.    Kjósendur úr öllum ára/alda gömlum hefðbundnum flokkum kjósa nú enn og tryggja áframhald fullvalda ríkisins Íslands,með Davíð Oddssyni.    

Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2016 kl. 06:37

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einungis ein skoðanakönnun marktæk, sú sem fram fer í kjörklefanum. Þar mun ekki verða gerður greinarmunur á hvort atkvæðin koma frá "gömlu rugludöllunum", eða "unga gáfaða fólkinu" sem Guðni kallar "við hin".

Gunnar Heiðarsson, 15.6.2016 kl. 07:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef alltaf gaman af að segja frá ummælum eins prófessorsins míns í Noregi, en hann sagði: "Það er ekkert að marka skoðanakannanir" svo bætti hann við "því fólk lýgur, það segir eitt og gerir annað".  Ég held að Gunnar hafi akkúrat hitt naglann á höfuðið (eins og svo oft áður.

Jóhann Elíasson, 15.6.2016 kl. 07:53

5 identicon

Skoðanakannanir eru auðvitað pantaðar af hinum og þessum. Nýlega létu Píratar framkvæma könnun um fylgi flokkanna. Einhvern veginn efast ég um að þó svo Píratar eða aðrir flokkar sem láta framkvæma skoðanakannanir fyrir sig hafi nokkuð um það að segja hver miðurstaðan verður.

Ef Guðni og hans stuðningsfólk er að láta framkvæma skoðanakannanir og greiða fyrir það einsog aðir sem gera slíkt þá efast ég um að hann/þeir ráði nokkru um niðurstöðuna.

Skoðanakönnnun á netinu eins og hjá Vísi og Sögu væru marktækar þá ættu þær að gefa einhverja raunhæfa mynd. En þar geta mismunandi margir kosið og við vitum í raun ekki hvernig unnið er úr þeim niðurstöðum. Hvort notuð er sama tölfræðiaðferð og hjá t.d. Gallup eða Félagsvísindastofnun HÍ.
Varðandi eldra fólk þá verð ég að segja að mér þykir nokkur hroki í Guðbjörgu Snót gagnvart eldra fólki. Mjög margt eldra fólk kann á tölvur. Það sést hér t.d. og á Facebook.

Hins vegar er ég sammála Halldóri um að eldra fólkið og þátttökuleysi eða útilokun þeirra frá skoðanakönnunum. Það þykir mér einkennilegt fyrirbæri  því eins og Halldór segir "Við erum álitin þvílík fífl að það taki því ekki að spyrja okkur."
Þetta er svipað viðhorf og ég hef stundum heyrt með eldra fólk að - já ertu kominn á eftirlaun, í þögla klúbbinn.
Það er niiðurlæging að tilheyra hópi í samfélaginu eingöngu vegna aldurs. Aldraðir eiga langflestir börn,  barnabörn og flestir talsverðan annan hóp barna.
Þeir tilheyra ýmsum klúbbum, félögum, íþróttum ofl.
Er það virkilega þannig að þegar ég kemst á aldur eftir korter að ég verði ósýnilegur Halldór? Ég spyr því þú hefur reynsluna og þekkir eflaust til mjög margra sem tilheyra ekki þessum hóp heldur eru bara komnir á eftirlaun.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 08:44

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já það er að merka þær í meginlínum.

Fylgi Davíðs fer minnkandi því meira sem hann talar.

Það er vel.

Eins og margbennt hefur verið á er kosningabarátta Davíðs misheppnuð og líkt og rekin aftan úr forneskju.

Sjallaflokkur missir líka fylgi.  Allir á harða flótta frá hægri-vagninum og þjóðrembingum.  Þeirra tími er búinn.

Núna fara menn bara að ganga í Sambandið og borga Icesave aftur.  Allt í gúddý.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2016 kl. 09:28

7 identicon

Hafþór, það er enginn hroki í mér, fjarri því, þegar ég segi, að gamalt fólk eigi ekki tölvur eða kunni á þær. Þetta er staðreynd, og það er hroki í þér að tala svona. Þetta er staðreynd, að það eru mýmargir meðal eldra fólks, sem á ekki tölvur, og geta þess vegna ekki tekið þátt í svona skoðanakönnunum. Eða veist þú ekkert, hvað tölvur kosta í dag? Heldurðu, að allir hafi efni á því að kaupa þær? Það er hroki í þér að tala, eins og allir hafi skítnóga peninga til að kaupa allt, sem þeim dettur í hug, og vildu kannske kaupa. Það veit allt skynsamt fólk.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 09:40

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stóru skoðanakannanafyrirtækin taka auðvitað alla með sem eru yfir 18 ára.  Það eru ekkert efri aldursmörk.  Alvöru kannanir hafa líka dreifingu, kyn, búseta, aldur o.s.frv. til að úrtakið sé sem best eða rökréttast.  Svona kannanir eru bara vísindi.  Er ekkert mjög flókið neitt.  Líkindareikningur mestanpart.

Hinsvegar eru kannanir aðeins staðan á þeim tíma sem mælingin er gerð.  Hitastig getur sveiflast og líka skoðanir fólks.

Hinsvegar því nær sem dregur að kjördegi, - því líklegra er að vel gerð könnun segi nokkurnvegin rétt til um úrslit.  

Að sumu leiti má alveg segja, svona í gamni, að skoðanakannanafræðin eru orðin svo hávísindaleg að að óþarfi fer að verða að kjósa.  Nóg að gera bara könnun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2016 kl. 10:10

9 identicon

Skoðanakannanir sem byggja á slembi úrtaki úr þjóðskrá á 18 ára og eldri sem eru framkvæmdar í gegnum símhringingar eru verulega áræðanlegar reyndar. 

Og hvaða gaur á götuni sagði þér að eldri borgarar eru ekki með í því slembi úrtaki Halldór?

Á að reyna byggja upp einhverja sögu um það hvernig hinir frjálslyndu fjölmiðlar sannfærðu viljalausan almenning með flóði skoðanakannana sem sýndu þeirra mann sem sigurvegara?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 12:26

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Maður fær alltaf svolítinn kjánahroll þegar fólk fer að koma með staðhæfingar um að það sé klíka í skoðanakönnunum, bara af því að þess eigin frambjóðanda gengur ekki sem best. Sumir fara meira að segja að taka mark á einhverjum einkennilegum netkönnunum sem sýna eitthvað út í loftið. Enn aðrir spyrja köttinn sinn og svara fyrir hann. Það er kannski bara best smile

Þorsteinn Siglaugsson, 15.6.2016 kl. 20:00

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þess vegna endurtek ég,ekki kasta atkvæði þínu á glæ kæri fullveldissinni. Mér (ef ehv.,er ekki sama) fellur ágætlega við marga umsækjendur,-en í átökum við þá sem vilja fella lýðræðið-,geri ég upp á milli þeirra; Einn stendur upp úr og er á allra vitorði vegna hræðslu um að þrátt fyrir skæruhernaðinum gegn lýðræðiskjörnum forsætisráðherra, forseta og smástirnum í Sjálfstæðisflokknum,er sá sterkasti eftir og Golíat getur bráðum farið að pakka saman. Davíð Oddsson í forsetaembættið til varnar þjóðríki okkar.....

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2016 kl. 00:34

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Væri ekki athugandi að banna hreinlega opinberarnir á skoðanakönnunum, svona eins og einni viku fyrir kosningar? Láta vera að áreita kjósendur og gefa þeim frið til að vega og meta frambjóðendur. Gefa frambjóðendum einnig kost á að kynna sig, án þess að eilíflega sé einhver "statistik" úr skoðanakönnunum hangandi yfir umræðunni? Umræðan snýst eiginlega eingöngu orðið um hinar og þessar skoðanakannanir, en ekki það sem skiptir mestu máli. Kynning frambjóðenda á sjálfum sér og svigrúm og tóm kjósenda til að velja sinn mann, eða konu í embættið. Það er ekkert til sem heitir að kasta atkvæði sínu á glæ. 

Göðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.6.2016 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband