Leita í fréttum mbl.is

Rasismi eða rökhyggja?

Rasismi er það kallað í nær öllum fjölmiðlum ef maður hefur þá skoðun að Ghetto múslíma á Íslandi og moskur séu óæskileg í ljósi þess sem maður sér gerast í nágrannalöndum. 

Menn eru hrópaðir niður á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fundarlok fyrir að viðra varfærnissjónarmið þar sem forystan er búinn að taka flóttamannavandamálið út fyrir sviga í dagskránni og flytja það aftur fyrir venjulegan fundartímaGóður vinur minn sem varð vitni að þeirri svívirðu sem þar fór fram undir forsæti formanns Kjararáðs sem var fundarstjóri sendi mér línu í gær sem segir:

 

"Ég mæti ekki á fleiri fundi hjá Sjálfstæðisflokknum Halldór. Sé ekki nokkurn tilgang í því. Þetta er flokkur sem fylgir sömu undansláttarstefnunni í innflytjendamálum og sænskir jafnaðarmenn gerðu þangað til í fyrra, en þá sáu þeir hvað þetta var vitlaust og hertu löggjöfina.
 
Mér finnst þetta svo mikilvægt mál að ég mun skila auðu svo fremi sem engin flokkur af viti verður í framboði sem tekur á þessum málum af festu. Er tilbúinn að leggja slíkum flokki lið og þess vegna mikið lið.
 
Formaður flokksins var á Sprengisandi í gær skilst mér og mærði þá nýju Innflytjendalögin sem varaformaðurinn tróð í gegn á síðasta degi þingsins fyrir sumarleyfi. Brynjar Níelsson þingmaður þessa aumingjaflokks sagði skilst mér í sama þætti vikuna áður að hann hefði ekki greitt atkvæði gegn frumvarpinu af því að hann vildi ekki fá einn á lúðurinn. Svona er nú staðan í aumingjaflokknum Halldór minn menn þora ekki ekki einu sinni þeir tveir þingmenn sem eru sannanlega á móti þessu frumvarpi. Af hverju ekki af ótta við hefndaraðgerðir hinnar gjörspilltu forustu Sjálfstæðisflokksins.
 
Ef engin flokkur af viti verður í boði mun ég skila auðu í fyrsta sinn."
 
Skilja íslenskir stjórnmálamenn ekki, að innflytjendamálið er alvörumál? Ef þeir vilja ekki ræða það, þá viljum við heldur ekki ræða við þá um önnur mál. Þýðir það fjölgun í flokkunum?
 
Tími upphrópana og öskra í innflytjendamálum verður að vera liðinn og rökræður taka við. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki þessa þöggun sem er allstaðar í þjóðfélaginu nema hjá Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu Og ekki verður Pétur vændur um fanatík, rasisma heldur rökhyggju og lögvísi. 
 
Ég mun minnast orða vinar míns næst þegar ég á að gera eitthvað fyrir flokkinn. Ég nenni ekki að láta teyma mig eins og hálfvita á eftir fólki sem ég virði ekki lengur. Það er ekki rasismi heldur rökhyggja. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Unnur Brá og ný kjörin ritari flokksins voru forystu manneskjur fyrir skrílslátumnum í lok landsfundar á sunnudeginum, þegar margir fulltrúar voru farnir heim eða á leið heim, þeir sem áttu heima út á lamdi.

Barnið að dottið i brunninn og of seint að byrgja brunninn núna.

En hjarðhegðun Íslendinga er svo gífurleg me, me, me að kjósendur kjósa sömu vitleysinganna aftur og aftur me, me me og svo búast kjósendur við einhverjum stór breytingum, me, me me eða er það kanski mu, mu, mu.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 19.7.2016 kl. 14:16

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn kratískur úr hófi fram, því miður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.7.2016 kl. 14:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jæja Halldór Jónsson, nú finnst mér aumingjaskapur forystu Sjálfstæðisflokksins hafa náð nýjum hæðum (lægðum).  Eins og er get ég ekki séð að neinn flokkur utan Þjóðfylkingarinnar, taki neitt á málefnum flóttamanna, en það eru víst ALLIR rasistar sem voga sér að nefna þann flokk.....

Jóhann Elíasson, 19.7.2016 kl. 15:30

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Innflyjendastefna þeirra sem taka vel á málunum snýst um að dreifa innflytjendum sem víðast þannig að ekki myndist gettó og hjálpa þeim eins og hægt er að aðlagast því þjóðfélagi sem þeir flytjast til. Engum með fullu vita dettur í hug að mismuna innflytjendum eftir trúarbrögðum enda hefur slíkt hvergi leitt neitt gott af sér. Flestar öryggisstofnanir í Evrópu telja meiri hættu af þeim sem hatast við innflyjendur og þá aðallega hægri öfgamönnum heldur en af múslimum. 

Þjóðfélag þar sem allir eru jafnir óháð trúarbrögðum eða uppruna eru þau þjóðfélög sem eru friðslæust og ná bestum árangri efnahagslega. Mismunun á grunvelli trúarbragða eða einhvers annars leiðir alltaf af sér aðskilnaðarstefnu sem endar í ofbeldi og versnandi kjörum og enn versnandi lífsgæðum íbúa.

Sigurður M Grétarsson, 19.7.2016 kl. 16:40

5 identicon

Það er gott hjá Sjálfstæðisflokknum að hafna öllum rasískum skoðunum og tilraunum illra upplýstra manna til að gera þennan gamalgróna flokk að nasistaflokki. Best væri auðvitað að flokksmenn með viti losuðu flokkinn við rasistana í eitt skipti fyrir öll fyrir næstu kosningar eins og þeir gerðu með öfgakristna. Það myndi auka truðverðugleika flokksins verulega.

Dónald Smart (IP-tala skráð) 19.7.2016 kl. 16:45

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Predikun "Góða Fólksins" um flóttamannvandann, eins og hjá Sigurði M. Grétarssyni, sýnir að hann og fleiri lifa í einhverjum ímynduðum heimi, sem er ekki til og verður aldrei.  Það er kominn tími til að svona fólk fari að taka hausinn úr ra...... á sér og fari að sjá raunveruleikann eins og hann er.

Jóhann Elíasson, 19.7.2016 kl. 16:50

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann Eilíasson. Það eru rasistar eins og þú sem lifa í ýminnduðum heimi sem er ekki til. Þið eruð með alhæfingar um stóra hópa manna út frá litlum hluta þeirra og sjáið djöfla í fólki sem er annarrar trúar en þið sjálfir eða af öðrum kynþætti. Að sjálfögðu getur ekki stjórnmálaflokkur sem vill láta taka sig alvarlega tekið upp slíka stefnu og þess vegna er þaggað niður í þeim sem eru að reyna að gera Sjálfstæðisflokkinn að rasistaflokki. Þeir sem vilja vera í rasistaflokki geta bara gengið í Framsóknarflokkinn eða ÍÞ.

Sigurður M Grétarsson, 19.7.2016 kl. 16:54

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

LÝÐVELDIÐ & LÝÐRÆÐIÐ VIRKAR 

Ykkar er valið:

Að mæla með flokkum sem að eru tilbúnir að verja landið:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2159725/

Eða að játa ykkur sigruð gagnvart múslimum/islam:

Jón Þórhallsson, 19.7.2016 kl. 16:58

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Af hverju þarf innflytjendastefnu?  Eiga ekki bara allir, hvaðan sem þeir koma, að geta sett sig niður hvar sem er?

Það myndi að vísu kosta opinbera starfsmenn embættin og spara almenningi skattana - en væri ekki þess virði að prófa?

Kolbrún Hilmars, 19.7.2016 kl. 17:02

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M. Grétarsson, það er alveg greinilegt að þú átt verulega bágt.  Talandi um alhæfingar, ég get ekki betur séð en að þessar alhæfingar séu neitt minni hjá ykkur sem eruð í þeim hópi sem tilheyrir "Góða Fólkinu".  Ég hef búið þar sem múslimar voru að koma sér fyrir og þá voru jeppar eins og þú sem töluðu um að það væri nú gott að fá annars konar menningu inn í landið.    Fyrir nokkru síðan hafði ég samband við kunningja minn í þessu landi og sagði hann að ástandið væri vægast sagt skelfilegt, en það þýðir örugglega ekkert að segja ykkur "Góða Fólkinu" það, þið virðist þurfa að læra allt "THE HARD WAY" ef það þá dugir til.  Stundum heldur maður að þú sért með skít á milli eyrnanna..........

Jóhann Elíasson, 19.7.2016 kl. 17:27

11 identicon

Er það ekki merkilegt að hver sá sem efast um ágæti fjölmenningar sé "nasisti"? Það er eins og það sé bara tvennt í stöðuni, annað hvort Heimsborgin eða Hitler og engin millistig eru til. Svona er umræðan orði vitfirrt. Að sama skapi mætti væntanlega segja að allur ríkisrekstur sé Kommúnismi, og Kommunismi er eins og Stalín vildi hafa það, og þess vegna þarf að einkavæða allt, annars er maður eins og Stalín - eða hvað? Nema að þessir öfgar eiga sér bara stað þegar innflytjendastefna er annars vegar.

Þess meir sem það verður augljóst hversu fáráð heimsborgarastefnan er, þess meir rembast hemsborgararnir við að trana sínu fram. Annars yrðu þeir að viðurkenna að þeir hafa haft á röngu að standa, og það gengur ekki, sérstaklega eftir að þeir hafa lýst því yfir að menn sem eru ósammála þeim séu holdgerfingar Hitlers. Þegar menn hafa farið svo djúpt í skotgrafirnar er auðveldara að grafa sig enn lengra inn en að koma sér út aftur, þess meir sem að allir félagar manns eru að fylgjast með manni.

Þetta á einnig við um valdastofnanir. Eins og Sigurður M Grétarsson sagði, eru menn hræddari við flokka sem efast um ágæti fjölmenningar en um hryðjuverkahópa. Betra að þagga niður í gagngrýni en að koma í veg fyrir þær aðstæður sem valda henni. Dæmalaust væri ef svona viðhorf væru við lýði á öðrum sviðum í pólitík. Til dæmis mætti hugsa sér heilbrigðisráðherra segja "Þetta ástand er hættulegt. Við verðum að koma í veg fyrir að reiði fólks út af slæmu ástandi heilbrigðiskerfisins breiðist út". Notar til þess þöggunaraðferðir, og gagnlegir bjánar í hinum ýmsu miðlum (fjölmiðlum og samfélagsmiðlum) hrópa ókvæðisorð að fólki sem bendir á að ef bágbornu ástandi heibrigðiskerfisins væri komið í lag myndi reiðin minnka.

Reyndar er eitt pólitískt mál sem snertir þetta þaggað niður, þó að vísu séu viðhorf áður nefndra miðla skárri: það eru mál mannsals og þrælahalds á Íslandi. Það er greinilega í lagi að vasast í ólöglegum innflytjendum þegar þeir bíða skaða af, og er allt gott um það að segja.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 19.7.2016 kl. 19:30

12 identicon

Sumir hér virðast eiga erfitt með að átta sig á hugtakinu "rasisti", þ.e. hverjir það eru sem falla í þann flokk. Ein ágæt leið til að sjá það er að skoða hverjir það eru sem tala fyrir að réttindi sumra séu minni en þeirra eigin. Þeir sem tala þannig eru rasistar og fólk með slíkar skoðanir á ekki að fá skjól í Sjálfstæðisflokknum.

Dónald Smart (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 01:11

13 identicon

Það er líka tiltölulega einfalt að sjá "nasistana" í þjóðfélaginu á því að þeir yfirfæra án hiks hegðun nokkurra yfir á alla sem tilheyra sama litarhætti, þjóðfélagshóp eða trú og réttlæta þannig ofsóknir gagnvart fólki sem hefur ekkert gert af sér. Um leið verður auðvitað stutt á milli nasista og rasista því þeir sem yfirfæra hegðun sumra yfir á alla sem tilheyra t.d. sömu trú OG vilja skerða réttindi þeirra miðað við sín eigin: Þeir eru bæði nasistar og rasistar. 

Dónald Smart (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 01:34

14 identicon

Og fyrst ég er byrjaður í skilgreiningunum má bæta því við að "fávitana" í þjóðfélaginu er afar auðvelt að þekkja úr út frá því að þeir telja rasískar og nasískar skoðanir vera "rökhyggju" og "skynsemi".

Dónald Smart (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 01:39

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Egill, að mínum dómi færi betur að kenna þig við gull en vonsku. Hversu góð er samlíking þín um viðhorf fjölmenningasinna til þeirra sem með fullum rökum benda á hættuna af alltof rúmum innflutningi Islamista.Mér og held næstum öllum er orðið sama um vitfirrtar upphrópanir andstæðingana um okkur eins og "Rasista" "Nasista"....PS. ((Það er kominn tími á að ræða innflytjandamálin í sal út í bæ,sýna það beint eins og tveggja liða keppni og ráða stjórnanda (áb.mann) og tímaverði.)) Lifi Ísland! 

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2016 kl. 01:45

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Það erdálítið einkennandi að þeir sem eru gáfaðastir og vita mest um innréttingar okkar rasistanna í Sjálfstæðisflokknum eru nafnleysingjar og dulnefni með IP tölur osfrv.Sigurður Grétarsson er heiðarleg undantekning

Halldór Jónsson, 20.7.2016 kl. 03:46

17 identicon

Það er líka dálítið einkennandi fyrir suma að þeir vilja frekar ráðast á þá sem skrifa en takast á við það sem þeir skrifa eða ræða það. Þess vegna skrifa sumir frekar undir dulnefni - til að losna við persónuárásir, t.d. ef þeir heita í raun útlensku nafni.

Dónald Smart (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 05:34

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú heitir sem sagt ekki Donald Smart heldur eitthvað jafn flott sem þú gefur ekki upp?

Halldór Jónsson, 20.7.2016 kl. 08:08

19 identicon

Sæll vert

Sigurður Grétarsson segir "Flestar öryggisstofnanir í Evrópu telja meiri hættu af þeim sem hatast við innflyjendur og þá aðallega hægri öfgamönnum heldur en af múslimum."

Þetta er spuni svo notað sé kurteisilegt orðalag. Auðvitað er þetta ekki svona.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 10:11

20 identicon

Já Halldór.

Þessi netröll á bak við lyklaborðin sem koma fram hér

undir nafnleysum og þykjast vita allt betur en aðrir

er erfitt að taka mark á.

Tek undir með þér að hann

Sigurður Grétarsson, hann er undantekning.

Ekki alltaf sammála honum en hann reynir þó að lyfta

umræðunni á hærra plan.

En þegar kemur að þessum málaflokki, þá virðist eins og

það megi ALDREI draga lærdóm af því sem hefur og er

að ske í Evrópu og Norðurlöndum.

Vandamál hvar sem er á litið.

Af hverju þurfa þeir sem styðja þessa "fjölmenningarstefnu"

alltaf að reyna að finna upp hjólið á Íslandi.??

Það er svo ferkantað að hálfa væri nóg.

Lærum af mistökum okkar nágranna þjóða og

endum ekki í sömu endagötum sem þeir hafa lent í.

Það má alveg ræða þetta án þess að vera alltaf að

hampa þessum vinsælu orðum "Rasisti"..."Fasisti" og

jafnvel eitthvað verra.

Þetta er vandamál og það þarf að taka á þeim án þess

að æla hér yfir alla ef þeir eru ekki sammála.

Vandamál eru til þess að leysa, en ekki gera að

enn meira vandamáli.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 16:15

21 identicon

Sigurður M. Gretarsson fer fullkomlega með rangt mál.

Í Svíþjóð var um langan tíma höfð sú regla, að dreifa innflytjendum(flóttafólki) um alla Svíþjóð til að auðvelda innflytjendum að aðlagast sænsku þjóðinni á vinnustað og í skólum og frítíma. Sett var kvöð á þá þar sem þeir skrifuðu upp á pappír, að þeir mættu ekki flytja úr hverfinu eða bæjarfélaginu nema með fengnu leyfi. Var þessu fólki dreift um allt land frá Ystad og allt upp til Kalix. Þá kom sosialdemokratinn Mona Sahlin, vara fortsætisráðherra (1995-6) og sagði að þetta væri ómannúðlegt að leyfa ekki innflytjendum að ráða hvar þeir vildu búa í landinu.

Samþykkt var að leggja af þessa kvöð og allir máttu velja sér búsetu hvar sem var og hvað gerðist? Allir flóttamenn frá Asíulöndum eiga ættingja í hundruðum í Svíþjóð og nú byrjuðu flutningar í stórum stíl frá norðri til suðurs. Ættingjar í Malmö, Stockholm, Gautaborg og víðar tóku á móti þúsundum fjölskyldna inn á sín heimili og hjálpuð með að útvega húsnæði og að sjálfsögðu í sínum eigin hverfum. Þarf að útskýra það nánar hvað hefur gerst í Svíþjóð.

Í hverfinu sem ég bjó í fyrstu árin 1990- er í dag -no go zoon- með 53 öðrum hverfum. Þetta er frjálsa valið.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 16:56

22 identicon

Dónald Smart:

Þó allir eigi mannréttindi, merkir það ekki að allir eigi rétt á að fara hvert sem þeir vilja, enda takmarkast réttur manns á rétti annars fólks. Þetta má sjá á því að fjölmenning hafi neikvæð áhrif á samfélög. Enn fremur má benda á að á heimsvísu eru menn ekki jafnir ef vestræn ríki þurfa að taka við fólki sem ekki samlagast, enda er ekki ljóst að öll lönd taki við vesturlandabúum. Einfaldasta lausnin er ef menn bera virðingu fyrir landamærum og samfélögum hvors annars og hafna hvoru tveggja nýlendustefnu og fólksflutninga.

Annars má einning sjá að menn sem kalla aðra "fávitana" í samfélaginu eiga það til að geta ekki rætt málin á málefnalegan hátt, vegna þess eins að þeim líkar ekki einhver tiltekin skoðun. Auðvelt er að uppnefna fólk, annað er að geta fært rök fyrir skoðun sinni.

Að lokum fynst mér skondið að þú sakar fólk um að vilja ráðast gegn fólki heldur en að ræða við það, sérstaklega þegar þú ert annars vegar að skrifa undir dulnefni, og einning þegar þú ert að svara ábendingum fólks eins og mér að heimsborgararnir séu ekki nógu málefnalegir! Ætli þú sért ekki að kasta steinum úr glerhúsi? laughing

Helga Kristjánsdóttir:

Þakka þér; það er reyndar rétt að mér se líka orðið að mestu leyti sama um uppnefningar. Hins vegar er það enn þá mér til armæðu að fólk telur uppnefningarnar vera nægilegar til að þurfa ekki málefnaleg rök. Ég tel að lausnina vera að halda rökfestu áfram og ekki falla í þá gryfju að beita uppnefningar gegn uppnefningum - nema þá sem meðlæti með rökum, og með húmorinn í farteskinu.

Halldór Jónsson:

Það er aldrei að vita hvort Dónald Smart heiti ekki einmitt Dónald Smart. Hann væri þá væntanlega afkomandi frægs manns wink:

https://www.youtube.com/watch?v=yZnhQUg0zyc

Ekki virðist hann vera eins mikill spæjari eins og forfaðirinn.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband