Leita í fréttum mbl.is

Þetta vilja Píratar ekki

Svo stendur í Mogga á 2.síðu:

"Skuldir ríkissjóðs hafa minnkað og landsframleiðsla aukist. Af því leiðir að hlutfall skulda ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu hefur lækkað mikið á tveimur árum.

Í júní 2014 var hlutfall skulda ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu 75,9% en í júní 2016 var það komið niður í 51%. Hrein skuld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var 46,8% í júní 2014 en var komin niður í 33,2% í júní sl.

Þetta má sjá í yfirlitum Lánamála ríkisins. „Við tókum ákvörðun um það strax árið 2013 að beina kröftum okkar að því að loka fjárlagagatinu. Við gerðum það. Hagvöxturinn hefur hjálpað þessum hlutföllum sömuleiðis,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við höfum náð stórmerkilegum árangri við uppgreiðslu skulda. Þegar menn hætta að reka ríkið með halla opnast tækifæri til að gera upp skuldir og sjá skuldahlutföllin lagast.“ Bjarni sagði að mikið innstreymi gjaldeyris hafi gert kleift að létta á erlenda skuldahlutanum. Nýverið voru greiddar háar fjárhæðir af erlendum lánum sem bæta skuldastöðuna enn frekar. „Við höfum á þessu tímabili lokið við uppgreiðslu allra erlendra lána sem tengdust aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Bjarni.

Hann sagði góðu fréttirnar vera þær að samkvæmt öllum spám muni þessi þróun halda áfram. Þetta hefur m.a. haft þau áhrif að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefur stórbatnað.

Viðsnúningurinn vekur mikla athygli Aðspurður sagði Bjarni tvennt standa upp úr þegar staða Íslands er borin saman við stöðu margra nágrannalanda. Annars vegar er það hallalaus ríkisrekstur hér ár eftir ár. Af honum leiðir að lánahlutföll ríkissjóðs Íslands lagast hratt. Þau standa víðast hvar annars staðar í stað og eru jafnvel að versna hjá sumum vegna þess hve hagvöxtur er lítill hjá viðkomandi ríkjum, sérstaklega evruríkjum. Sum þeirra eru einnig rekin með halla.

Hins vegar einkennir mikill vöxtur efnahagslífsins á Íslandi stöðuna hér. „Þetta vekur athygli,“ sagði Bjarni. „Við höfum fundið fyrir því á fundum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að þessi kraftmikli viðsnúningur vekur mikla athygli.“

Bjarni sagði að hin jákvæðu umskipti hafi orðið hraðar hér en menn hafi leyft sér að vona. „Þegar við lögðum fram nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál, þar sem horft er á skuldir ríkis og sveitarfélaga saman, lögðum við í upphafi fram frumvarp með skuldahlutföllum upp á 45%. Einungis ári síðar, þegar við vorum með málið í endanlegri mynd, fórum við með skuldahlutfallið niður í 30% vegna þess að við sáum hve vel okkur gekk að vinna skuldirnar niður,“ sagði Bjarni. "

Nú á að kjósa í haust.

 

Þá á að fleygja þessu öllu og byrja upp á nýtt, því þetta er ónýtt land með ónýta stjórnarskrá, ónýtan gjaldmiðil, ónýta stjórnskipun, ónýtt heilbrigðiskerfi og allsherjar ójafnrétti á öllum sviðum ef marka má fjölmiðlasönginn.

Píratar ætla að taka 100 milljarða og strauja yfir lýðinn eins og Egill Skallagrímsson vildi gera í Almannagjá á sinni tið. Munu þeir hafa áhuga á svona hlutum eins og Bjarni Ben er að taka um? Ætli þeir skilji tölur yfirleitt?

Verða það VG eða restin af Samfó sem munu standa fyrir því  að endurreisnin haldi áfram? Þrautreynt fólk undir forystu Steingríms Jóhanns? Margir með viti farnir af Alþingi, sem hefur misst Pétur Blöndal, Vigdísi Hauksdóttur, Frosta Sigurjónsson, Jón og Helga Pírata, Einar K.,Ragnheiði Rík.og kannski fleiri sem ég man ekki í svipinn, á skömmum tíma en fær í staðinn...? Brain-Drain úr þeirri stofnun sem síst mátti við.

Eru kjósendur nægilega galnir til að gera þetta sem Píratar vilja?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei, við skulum loka augunum fyrir því sem má betur fara og sleppa því að takast á við það, því það "gengur allt svo vel". 

KM (IP-tala skráð) 19.7.2016 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 3418316

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband