Leita í fréttum mbl.is

Kristján Þór

Júlíusson ber höfuð og herðar yfir flesta Alþingismenn fyrir hófstilltan og upplýstan málflutning.  Hann er óhræddur að taka umræðuna um mál sem undir hann heyra og færir sín rök á skýran og skilmerkilegan hátt. Kristján gegnir líklega einu erfiðasta ráðherraembætti sem í boði er og mér sýnist hann valda því vel.

Kristján var á Sprengisandi fyrir hádegi og sýndi þar að hann kveinkar sér hvergi við að ræða erfið mál. Hann benti á að bygging nýs risaspítala fyrir ríka útlendinga væri hreint ekki sjálfgefin blessun hérlendis meðan engir umsækjendur birtust um lausar stöður í okkar heilbrigðiskerfi. Samkeppni um vinnuafl leiðir til launaskriðs og verðbólgu sem er vandmeðfarin.

Mér er frammistaða Kristján Þórs minnisstæð frá því að hann fór um allt land með upplýsingafundi Sjálfstæðismanna um kosti og galla mögulegrar aðildar Íslands að ESB hér um árið án þess að nokkur vissi hans hug til málsins fyrr en á síðasta fundinum. Dugnaður hans, lipurð og ósérhlífni var þá einstök og er enn. Ég held að landsbyggðarrígurinn hafi staðið honum fyrir þrifum í pólitísku lífi síðan þá, hvað sem verður. Sjálfstæðisflokkurinn er jú gjarn á að fara verst með sína bestu menn.

Ég vona að Kristján Þór verði aftur ráðherra í næstu stjórn. Það er auðvelt að skipta niðurfyrir sig en það er verra að skipta upp í tilfelli Kristjáns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband