25.7.2016 | 09:24
Bravó Guðni!
Ágústsson frá Brúnastöðum.Þetta geturðu. Þó samflokksmenn þínir séu löngum blindir á hæfileika þína þá erum við Sjálfstæðismenn það ekki nærri alltaf.
Guðni skrifar í Mogga á laugardaginn:(Bloggari stjórnar svigum og feitletrunum)
"Hvernig má það vera að tveir stjórnmálamenn, sem stoppuðu stutt við í pólitíkinni, skuli ætla að komast upp með þau spjöll að loka neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli og þar með að loka leiðinni inn á Landspítalann fyrir sjúkraflugið í vitlausum veðrum og leggja drög að því að koma flugvelli þjóðarinnar í Vatnsmýrinni fyrir kattarnef?
Þessa ákvörðun tóku Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur.(Og verði skömm þeirra lengi uppi!)
Þetta var gert án aðkomu Alþingis og örugglega ekki rætt í ríkisstjórninni, gerendurnir undirrituðu þetta í bakherbergi eftir að annað skjal hafði verið undirritað af þeim með forsætisráðherra árið 2013 um að allt flugvallarmálið væri sett í bið um nokkurra ára skeið. Sem sé hið fyrra samkomulag var lítilsvirt andartaki síðar.
Hæstiréttur hefur fellt þann dóm að gjörningurinn sé löglegur og eftir honum verði að fara, en það útilokar ekki nýja ákvörðun Alþingis í ljósi afleiðinganna sem hljótast af samningi Hönnu Birnu við Jón Gnarr og niðurstöðu Rögnu-nefndarinnar, ekkert flugvallarstæði annað til staðar í Reykjavík.
Hæstaréttardómurinn snerist ekkert um flugvöllinn, mikilvægi hans og flugöryggi heldur um að gjörningurinn stæðist lög. Núverandi innanríkisráðherra með Alþingi á bak við sig getur hrint þessari niðurstöðu og tekið aðra ákvörðun vegna mikilvægra öryggishagsmuna. Sökudólgarnir eru á bak og burt, horfnir úr hinum stóru embættum en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri glottir við gaflaðið og braskararnir sem ætla að byggja dýrustu hús og hótel í Vatnsmýrinni strjúka sitt peningaveski og fagna því að flugvöllurinn í heild er kominn á dauðalistann.
Þetta gerist þótt þjóðarviljinn hafi verið mældur hvað eftir annað milli 80% og upp í 84%, sem vilja flugvöllinn á þessum stað og í friði. Meiri stuðningur en við nokkuð annað verkefni, samt komast Valsmenn allra flokka upp með að hrekja flugvöllinn á burt.
Dauðans alvara
Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allra landmanna og allra þeirra sem veikjast og slasast alvarlega á ferðalögum um landið.
Flugvöllurinn hefur verið brú milli höfuð- borgarinnar og landsbyggðarinnar, um hann fóru 750 sjúkraflug árið 2015, þar af helmingur farþega í lífshættu og margir upp á líf og dauða. Hvar sem menn búa í landinu gerir flugið og flugvöllurinn það að verkum að á einni klukkustund er hægt að ferðast til höfuðborgarinnar sem allir Íslendingar hafa byggt upp og Vatnsmýrin er lykillinn að því, með flugvellinum stendur eða fellur innanlandsflugið.
Spyrja má er Vatnsmýrin hentugt byggingaland fyrir hótel eða íbúðabyggð? Fróðir menn segja mér að hún sé vatnssósa mýri eins og nafnið bendir til, nokkurra metra djúp, og jarðvegur mengaður eftir veru hersins. Gríðarleg jarðvegsskipti yrðu að eiga sér stað, hvað kostar það og hvert skal aka mýrinni/moldinni og hvert verður mölin sótt? Hverjir bíða eftir hinum rándýru íbúðum?
Fræðimenn segja að þetta muni lækka grunnvatnsstöðuna í Vatnsmýrinni og Reykjavíkurtjörn kunni að þorna upp?
Vatnsmýrin er besta flugvallarstæðið
Þrasið um að færa flugvöllinn upp á Hólmsheiði eða út á Löngusker er afskrifað í úttekt Rögnunefndarinnar og sú dæmalausa tillaga um flugvöll í Hvassahrauni í hlaðinu á Keflavík var bábilja og sennilega úr munni borgarstjórans, Dags B. Eggertssonar, sem sat í staðarvalsnefndinni og hlýtur hann að hafa verið gjörsamlega vanhæfur þar.(Þvílík svívirða að þessum manni hafi verið leyft að sitja í þessari nefnd og fá borgað fyrir og að hafa fengið að hafa þannig allt það fólk sem í nefndina settist að ginningarfíflum þar sem hans afstaða var auðvitað þekkt frá byrjun)
Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega merkilegur að því leyti að hann uppfyllir öll skilyrði hvað flug og flugöryggi varðar. Enn fremur er hann varaflugvöllur landsins, fari hann er búið að veikja flugið í landinu og líka til og frá landinu því hann er Keflavík mikilvægur, hann er einn af varaflugvöllum Keflavíkur sem færist þá til Skotlands.
Flugmenn segja að allar hugmyndir um styttingu brauta og skerðingu þeirra séu varhugaverðar og það ætti ekki að setja slíkt fram eða ráðast í þær nema eftir nákvæma rannsóknarvinnu. Með brotthvarfi flugvallarins er stefnt að óafturkræfu tjóni í samgöngumálum landsins og sjúkrakerfi þess. Og miklum skaða fyrir Reykjavík í þjónustu, lífsöryggi og atvinnu kringum flugið sem varð reyndar til með Reykjavíkurflugvelli.
Alþingi stungið svefnþorni? Því miður hefur Alþingi verið stungið svefnþorni í þessu máli þótt góður vilji margra þingmanna hafi staðið til að bjarga flugvellinum. Nú liggur fyrir að neyðarbrautin er á förum nema að tekin verði ný ákvörðun og þá um að bjarga henni og flugvellinum.
Ég hvet innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, og alþingismenn til að taka málið upp á sumarþingi og ræða það í aðdraganda alþingiskosninga. Það er hægt með löggjöf að bjarga flugvellinum og það á að gera. Hæstiréttur hefur aðeins fellt dóm um að gjörningur borgarstjórans fyrrverandi og innanríkisráðherrans standist, en enginn bannar þinginu að taka nýja ákvörðun út frá hagsmunum þjóðarinnar, því ekkert flugvallarstæði leysir Reykjavíkurflugvöll af hólmi, það er hin nýja niðurstaða Rögnunefndarinnar. Það er bæði betra og ódýrara að borga Reykjavíkurborg skaðabætur en láta eyðilegginguna ganga fram, hún kostar mörg hundruð milljarða og er óafturkræft tjón sem varðar alla Íslendinga. Hjartað Í Vatnsmýrinni hrópar á hjálp.
Myndum breiða pólitíska samstöðu um Reykjavíkurflugvöll. Gerum flugvallarmálið að kosningamáli verði það ekki leyst á sumarþingi."
þegar þau eru bæði komin í klofstígvélin Elín Hirst og Guðni Ágústsson mun sá fjóshaugur lyga og svika í Vatnsmýrinni vandfundinn sem þau geta ekki flutt. Styðjum þau bæði til góðra verka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég er farin að trúa því að annarra stefnu/flokka fólk gangi í flokka til þess að vinna gegn stefnu þeirra. ...Munum If you cant win/beat them join them...
Valdimar Samúelsson, 25.7.2016 kl. 09:41
Brúnastaðir eru til.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2016 kl. 09:44
Hvaða vald er það, sem hamast við að ná Flugvellinum af borgarbúum og landsmönnum öllum. Stjórnsýslan, það er Borgarstjórn og Alþingi og embættismenn, virðist ekki hafa bolmagn til að stöðva þessa valdbeitingu.
Egilsstaðir, 25.07.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.7.2016 kl. 12:42
Aðeins tvennt af ótalmörgu rugli, sem hefur sést í málflutningningnum gegn flugvellinum:
"Neyðarbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut af því að hún er svo hættuleg." Borgarstjóri í viðtali við N4 um daginn.
Unnið er að athugunum á því að stytta flugbrautirnar til að auka öryggi vallarins." Í skýrslu um völlinn fyrir 15 árum.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2016 kl. 14:45
Bravó Halldór að geta æskuheimilis Guðna rétt! :)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2016 kl. 15:17
Og hvað eruð þið sáttir við að ríkið greiði mikið fyrir þessi lög?
Það að hindra framgöngu samningsins er líklegt til að baka ríkissjóði nokkuð marga milljarða í bótaskyldu.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 18:55
Guðni Ágústsson var ekki kosinn á síðasta þing, og er ekki marktækur í pólitískri umræðu. Ekki veit ég fyrir hvað hann heldur að hann standi nú orðið.
Hótandi fortíðarpólitíkus með leynilegt baktjaldakúgunarmakk er ekki trausts verður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.7.2016 kl. 20:44
Ég get ekki með mínum almenna skilningi séð hvernig ríkið á að vera skaðabótaskylt. Það er þó alveg ljóst að við tekur margra ára dómsmál sem mun ekki einungis taka tillit til eins eða tveggja þátta. Mun samt ekki breyta niðurstöðunni að ráðherra þó sá hafi ákveðið valdumboð, getur ekki gert samninga sem standast ekki lög.
Það þarf einfaldlega að kæra þennan gjörning og ógilda ákvörðun ráðherra.
Jafnframt, eins og margsinnis bent hefur verið á, sitja í þessari nefnd einstaklingar sem opna á það að sá ákvarðanagrunnur sem byggt var á sé unnið undir skilgreiningunni vanhæfi. Skiptir þar engu hvort einhver á prósentuhlut eða prómillhlut í félagi um eða í kringum þessa lóð/byggingu.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.7.2016 kl. 21:27
Jón Gnarr þurfti ekkert að leika, því hann er ruglaðri en það fyrirbæri sem hann reyndi að leika.
Hanna Birna hefur átt í basli með að gera hlutina rétt og lét einhvern svartan dólg fíflasig úr embætti og er þar með handónýt til nokkurs brúks og þar með eru þau skötuhjú afskrifuð sem gamalt úrgangsrusl.
En skyldum við eiga eitthvað skárra til að hafa traust á nú fram að kosningum?
Hrólfur Þ Hraundal, 25.7.2016 kl. 22:28
Hér er athyglisvert innlegg í umræðuna, sjá eftirfarandi: http://veggurinn.is/21/07/2016/falsadi-efla-nytingarstudul-reykjavikurflugvallar/
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 23:38
Hvernig dettur fólki í hug að kenna Jóni Gnarr um þetta flugvallarbull embættismafíunnar landlausu?
Jón Gnarr fékk engu að ráða um þetta flugvallar-sænska hertökubull! Sumir hafa meira að segja þorað að viðurkenna þá staðreynd að borgarstjórinn Jón Gnarr fékk ekki að ráða neinu um þetta MÝRARBULLDÆMI Reykjavíkur.
Eða er ég að fara með einhver ósannindi í því að Jón Gnarr reyndi að mótmæla, en fékk ekki að ráða? Þótt hann væri borgarstjóri?
Frekjukallar siðblindu-embættiskúgunarvaldsins í svikakerfinu valta yfir allt og alla. Eins og heiðarlegi Jón Gnarr sagði svo satt um frekjukallana!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.7.2016 kl. 00:06
Höldum flugvallar málinu,
ráninu á flugvellinum vel á lofti í næstu þingkosningum
og þess vegna í næstu áratugi.
Kennum þeim sem nú eru að reyna að eyðileggja tugmiljarða flugvöll að með tilkomu samtakamáttar fólksins á internetinu verður málið áfram vakandi.
Það eru þingmenn Íslendinga, sem eiga að búa til lög, svo að þessu flugvallar "ráni" verði afstýrt.
Þingmenn eiga að standa vörð um flugvöllinn.
Það er trúlega mun ódýrara að greiða heimsku skaða þeirra sem ásælast flugvöllinn, en að vera aðeins með einn góðan flugvöll á suðvesturlandi.
Hér er slóð, addressa.
Hvaða vald er það, sem hamast við að ná Flugvellinum af borgarbúum og landsmönnum öllum. Stjórnsýslan, það er Borgarstjórn og Alþingi og embættismenn, virðist ekki hafa bolmagn til að stöðva þessa valdbeitingu.
Egilsstaðir, 27.07.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 27.7.2016 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.