Leita í fréttum mbl.is

Hver ræður?

í þessu þjóðfélagi, kjósendur eða bara kommarnir?

Svo segir í Mogga:

"Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki hægt að ákveða kjördag alþingiskosninga mikið fyrr en stjórnarskrá gerir ráð fyrir undir hótunum frá stjórnarandstöðu. Sigríður vísar til ummæla Oddnýjar G. Harðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar í gær um að ekki sé ráðlegt fyrir nýja ríkisstjórn að ákveða lengd næsta kjörtímabils fyrirfram þar sem þá muni stjórnarandstaðan beita málþófi. Bendir Sigríður á að samt finnist þessum stjórnmálamönnum nauðsynlegt að stytta tímabil núverandi ríkisstjórnar og krefjast nákvæmrar dagsetningar haustkosninga."

"....Sigríður Andersen bendir á að þessum stjórnmálamönnum finnist samt nauðsynlegt að stytta tímabil þessarar ríkisstjórnar og krefjast nákvæmrar dagsetningar á því hversu mikið eigi að stytta núverandi kjörtímabil og krefjast nákvæmrar dagsetningar haustkosninga. „Það er alveg ljóst hvaða hlutverk þessir þingmenn ætla að leika. Þeir og stjórnarandstaðan öll mun beita málþófi fram að kosningum verði boðað til kosninga í haust,“ segir Sigríður Andersen. „Í mínum huga er staðan á þinginu alveg skýr. Á meðan ekki er nefndur annar kjördagur þá gildir það sem stjórnarskráin kveður á um, það er að kosið verði í síðasta lagi í apríl á næsta ári. Það er útilokað að mínu mati að ákveða kjördag mikið fyrr undir þessum hótunum,“ segir Sigríður Andersen."

Svo stendur í Staksteinum:

"...Sjálfstæðisflokkurinn er enn í ríkisstjórn. Stjórnin hefur traustan þingmeirihluta. Kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en næsta vor.

Enn á eftir að samþykkja fjárlög næsta árs. Það er hreinlega skylda núverandi stjórnarþingmanna að sjá til þess að skattar á landsmenn verði lækkaðir um næstu áramót.

Allir vita að vinstriflokkarnir vilja ekki lækka skatta á fólk. Ef núverandi þingmeirihluti ákveður að rjúfa þingið, án þess að lögfesta áður umtalsverðar skattalækkanir, hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins kastað frá sér ótrúlegu tækifæri til að hrinda helsta stefnumáli flokksins í framkvæmd.

Hvernig gætu stjórnarþingmenn réttlætt það að rjúfa þing, frekar en að samþykkja fjárlög með umtalsverðum skattalækkunum á vinnandi fólk?“

 

Hvað verður með trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins um að hann vilji raunverulega lækka skatta ef hann ætlar að láta kommana ákveða að engar skattalækkanir verði að þessu sinni?

Kaupa kjósendur það að kommunum einum sé um að kenna? Og eins og Oddný,  formaður ríka og dularfulla flokksins boðar, þá verður ekkert afgreitt á sumarþinginu, hvorki skattalækkanir né annað.Þar hefur bara kjaftæði um fundarstjórn Forseta verið harðlofað af Össuri og Oddnýju. Og Össur er búinn að lýsa því yfir að enginn munur sé á Pírötum og Samfylkingunni. 

Hversvegna á þá að fara í haustkosningar? Hversvegna á að hleypa kommunum að kjötkötlunum fyrr en til stendur. Þiggur dauðadæmdur maður ekki frestun aftöku sinnar í von um að eitthvað kraftaverk geti frelsað hann meðan hann er enn á lífi? Hver af alþýðu vill ekki lifa kvalalaus hálfu ári lengur?

Samfylkingunni líður vel enda skilaði hún öngu af aflafeng sínum frá útrásarvíkingunum. Hún situr líka á fornum merg Rúsaagullsins. Píratar ganga því í gott bú hjá Össuri með fjórar fasteignir þegar hjónabandið verður staðfest. Það er enginn þörf á því að núverandi stjórnarmeirihluti taki að sér vígsluna.

Hver ræður eiginlega í þessu landi, Kommarnir eða kjörnir fulltrúar?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt. Ég er sammála þessu. Mér er líka spurn, hvort Oddný og félagar hafi efni á því að standa í hótunum, þegar Samfylkingin skorar ekki hærra í skoðanakönnunum en raun ber vitni um, og flestir heilbrigt hugsandi kjósendur hafa fengið sig fullsadda af þessu liði, hvort heldur á þingi eða í borgarstjórninni, sem er ekkert nema frekjan og hrokinn, og virðir ekki nokkurn mann. Það er með öllu óskiljanlegt, eins og Samfylkingin er lág í skoðanakönnunum, og VG svo sem líka, að þetta fólk skuli vilja æða í kosningar undir eins að svo komnu máli. Ekki er trúin lítil hjá þeim á eigin mátt og megin, segi ég nú bara. Þau halda sig eiga meira inni, en raun ber vitni um, þrátt fyrir þessa "þjóð" þeirra, sem berja bumbur á Austurvelli annað veifið. Það eru samt ekki landsmenn allir, þótt Oddný og félagar haldi það, og séu að vona það líka. Svei mér þá, sem þessu fólki sé við bjargandi!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2016 kl. 09:59

2 identicon

Loksins þegar þjóðarskútan er að komast á blússandi siglingu,

þá ætlar þetta lið að reyna að komast að og sökkva henni.

Nei takk.   Varist vinstri slysin.

Þá er betra að hafa hægri, heldur en flokka sem vilja að

allir séu jafn fátækir.

Sigurdur Kr. Hjaltested (IP-tala skráð) 9.8.2016 kl. 10:56

3 identicon

Þeir sem munafyrri tíma muna að þá átti Sjálfstæðisflokkurinn leiðtoga sem stóðu í brúnni og stýrðu flokknum af festu og höfðu markvissa stefnu.  Því er ekki þannig farið nú. Þeir sem nú standa í brúnni og nú stýra sjálfstæðisflokknum haf ekki markvissa stefnu. Það er aðeins eitt mál sem flokkurinn  heldur nú markvisst utan um, það er framsal og brask útvalinna með sjávarauðlindina.

Hefur sjálfstæðisflokkurinn minnkað báknið ?

Hefur sjálfstæðisflokkurinn gengið fullkomlega frá slitum á evrópusambands umsókninni ?

Hefur sjálfstæðisflokkurinn leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja ?

Hefur sjálfstæðisflokkurinn ákveðna og sýnilega stefnu varðandi  vermdun landamæra Íslands og einhverja stefnu í innflytjenda málur ?

Ætla sjálfstæðismenn innflytjendur ?að gera Unni Brá að leiðtoga lífs síns, og verður hún ef til vill næsti formaður sjálfstæðisflokksins ???

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 9.8.2016 kl. 12:03

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir með Guðbjörgu og Sigurði Kr..

Eðvarð, þetta er beinskeytt hjá þér, ég er að hugsa um að nota þessa punkta.

Halldór Jónsson, 9.8.2016 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband