11.8.2016 | 14:11
Einbreiðar brýr
myndi kosta 14 milljarða að tvöfalda segir Vegagerðin. Þá er auðvitað ekki gert annað á meðan.
Ég spyr, hvað er að einbreiðum brúm?
Gult blikkljós varar menn við og það er engin teljandi töf af því að bíða eftir næsta bíl. En það er viðbjóður að búa við malarveg eins og liggur frá veginum að Flúðum og uppa að gömlu Tungufljótsbrú. Af einhverjum ástæðum hafa rútufyrirtækin tekið ástfóstri við að keyra þennan veg með þvílíkum jóreyk að það sjást ekki handaskil í móanum allan daginn. Ég vil mögum sinnum heldur bíða við einbreiðar brýrnar yfir Tungufljót heldur en að búa við rykkófið, steinkastið og þvottabrettin.
Þó að einhver ókunnugur útlendingur hafi asnast til að keyra á fullri ferð inn á einbreiða brú og framan á annan bíl, þá eru það léttvæg rök í málinu. Því í 99.9 % tilfella er þetta ekkert vandamál að sjá yfir og hafa samvinnu.
14 milljarðarnir eru betur komnir annarsstaðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þó að ég nenni ekki alltaf að halda mig við 90, þá liggur mér aldrei svo mikið á að ég geti ekki staldrað við brúarsporð.
Löngum var það verið þeygandi samkomulag milli ökumanna á íslandi að sá gefi eftir sem auðveldara á með, hvort sem um brú, brekku eða útskot var um að ræða. En nú veit auðvita engin hvað útskot var, hvað þá ein breiðir vegur.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.8.2016 kl. 16:01
Löngum var það þeygandi samkomulag, átti þetta að vera.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.8.2016 kl. 17:25
Það eru þvi miður fleiri en einn útlendingur, sem hefur slasast eða beðið bana við einbreiðar brýr, heldur fjöldi Íslendinga.
Á meðan einbreiðar brýr voru í Norðurárdal í Skagafirði voru þar sífelld slys og árekstrar. En þeir hurfu þegar nýr vegur var lagður með engum einbreiðum brúm.
Erlendis eru víða merki um forgang við einbreiðar brýr, sem allir útlendingar þekkja og fara eftir, en hér á landi er ekki tekið mark á góðri reynslu erlendis af þessum merkjum, og blikkandi ljósin oftar en ekki biluð.
Ómar Ragnarsson, 11.8.2016 kl. 22:21
Já algerlega sammála þér Halldór.
Þetta er alls ekki efsta sætið í stóru veðbókinni. En þar skuldar ríkið sveitum landsins og íbúum þeirra stórfé í vegamálum.
Fyrir þennan pening mætti líklega leggja 500 km af endurbótum og malbikun í malarvegi sem eru svo slæmir að rúðurnar brotna í bílunum sé ekið á meira en helmingi af hámarkshraða. Og sem er næstum ógerningur að halda þolanlega færum á vetrum. Og sem eru eitt rykský í þurrkum og drullusvað í rigningum.
Það eina góða vil slæmu malarvegina er þó það að þeir halda erlendum ferðamönnum og þjófagengjum burtu.
Hmm, það er kannski svona sem hægt er að losna við þá. Fræsa bara burt malbikið af öllum þjóðvegi-1. Hmpf!
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2016 kl. 01:17
Strákar það er komið árið 2016 eftir kristburð. Ég myndi skilja þessar einbreiðu brýr ef við værum etthvað nær landnámsöld.
Svo er það hitt að ef þeir skattar sem eyrnamerktir hafa verið vegamálum, hefðu farið í vegamál. Þá væri búið að malbika alla vegi á landinu, allsstaðar tvíbreiðar brýr eða breiðari. Og það væri líka búið að gullhúða alla vegina á Íslandi.
Hvað varð um alla peningana?
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.8.2016 kl. 04:03
Árið er 2016 eftir krist en ekki 16.
Það er augljóst að bloggari, Halldór Jónsson hefur ekki einbreiðar brýr í ríki sínu. Orðið sjálfhverfa kemur upp í hugann.
Nú fer hættulegast tími ársins að renna upp. Nokkrir árekstrar hafa orðið á einbreiðum brúm í sumar en ekkert manntjón, bara eignatjón og tafir á umferð.
Einbreiðar brýr eru svartblettir í umferðinni. Þeim ber að útrýma. Ekki er hægt að bjóða gestum okkar upp á þessa þjónustu um þjóðveg landsins. Hún er ekki boðleg.
Svo vil ég minna bloggara, Halldór um að banaslys varð í lok árs 2015 við Hólárbrú og þar komu erlendir ferðamenn við sögu. Skömmu síðar var alvarlegt slys við Stigárbrú sem er skammt frá og þar voru infæddir fórnarlömb.
http://www.ruv.is/frett/slys-a-einbreidri-bru-yfir-stiga-i-oraefum
Vegagerðinni var aðeins úthlutað 60 milljónum til að merkja einbreiðar brýr betur og sést lítil breyting enn. Helst að málaðar hafa verið línur á vegi og þrenging en sú merking er ekki til í reglugerð.
í ríki Vatnajökuls frá Hornafirði til Reykjavíkur eru 21 einbreið brú. Óverulegar breytingar hafa orðið á merkingum. Aðeins eru blikkljós við fjórar einbreiðar brýr. Lækkun á hámarkshraða er aðeins við tvær brýr og leiðbeinandi hámarkshraði er ekki á neinni brú.
Upplýsingar til erlendra ferðamanna eru á íslensku og sum umferðarmerki séríslensk.
Því ber að fagna að útrýma skuli einbreiðum brúm.
Umferðin er það mikil orðin um Suðausturland, t.d. voru rúmlega 2.000 ökutæki á ferð þann 8. ágúst. Í Samgönguáætlun frá 2011 var markmið um að útrýma öllum einbreiðum brúm sem hafa meiri umferð en 200 bílar!
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/?ref=aymt_homepage_panel
http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/2169826/
Sigurpáll Ingibergsson, 12.8.2016 kl. 11:03
Sigurpáll
Mér finnast svona upptalning hálfgert afturhald. Er ekki miklu billegra að merkja einberiðar með almennilegum blikkljósum og skiltum sem allir skilja, horrorskilti með árektri á miri brú, ENYER AT OWN RISK ONLY!
Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 13:31
ENETER
Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 13:31
ENTER
Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 13:37
árekstri á miðri brú, þvílíkt vitlaust sem maður skrifar í flýtinumm, afsakaðu Sigurpáll minn. Auðvitað hefur hver sína skoðun á þessu en mér finnst sá ökumaður vera óhæfur sem keyrir á fullu inn á einbreiða brú á móti aðvörunum
Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 13:39
Upptalning á staðreyndum.
Það þarf að taka tillit til stærstu atvinnugreinar landsins við forgangsröðun fjármuna sem ferðaþjónustan er m.a. að skapa fyrir þjóðarbúið. Samgöngumálin og uppbygging innviða eru þar stærstu verkefnin. Eftirfarandi texti er úr meirihlutaáliti fjarlaganefndar: "Ferðaþjónustan sé nú verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar og geti, ef vel er haldið á málum, stuðlað að því að hér sé hafið lengsta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar. Það krefjist mikilla samgöngubóta með fækkun einbreiðra brúa svo dæmi sé tekið. Þá þurfi líka að bæta fjarskiptamál".
Sigurpáll Ingibergsson, 12.8.2016 kl. 13:40
Halldór þessi grein hjá Sigurpáli er ein sú málefnalegasta sem ég hef lesið lengi. Þú verður að átta þig á því Halldór að umferðin um þjóðvegi landsins er margfalt meiri en hún var fyrir 20 árum og á enn eftir að aukast mikið á næstu árum. Sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Það er löngu kominn tími til að koma þessum vegamálum í mannsæmandi horf. Þessir ferðamenn skilja eftir gríðarlegt fjármagn í landinu og það mætti vel hugsa sér að nota smá brot af því fjármagni í að koma hlutunum í lag. Við erum búin að hlusta á nóg af afsökunum í gegnum árin, nú duga þær ekki öllu lengur. Það þarf stundum að gera eitthvað annað en að koma með afsakanir.
Steindór Sigurðsson, 12.8.2016 kl. 13:46
Já ég tek undir með með Steindóri, Sigurpáll er málefnalegur og vel upplýstur:
Hann gerði áhættumat á einbreiðum brúm á Suðurlandi:
Í Ríki Vatnajökuls er hættuástand vegna 21 einbreiðra brúa. Einbreiðar brýr voru ódýrari í byggingu, það er ástæðan fyrir tilveru þeirra. Nú er öldin önnur. Ég tók mynd af öllum einbreiðu brúnum og framkvæmdi áhættumat og læt það fylgja með, ókeypis. Það er mín samfélagsleg ábyrgð.
Allar einbreiðu brýrnar lenda í hættuflokknum og 7 brýr eða þriðjungur lendir í flokknum dauðagildra.
Halldór Jónsson, 13.8.2016 kl. 12:04
+Eg held aað það hljóti að vera ódýrar að setja tölvustýrð umferðarljós á 21 brú til Vatnajökuls ena að byggja þær á nýtt. Auðvitað er einstefnugata alltaf öruggari en tvístefnu.En þó kóngur vilji sigla hlýtur byr að ráða.
Halldór Jónsson, 13.8.2016 kl. 12:10
Við erum sammála um að öflugar forvarnir, merkingar og blikkljós er góð lausn meðan uppbyggingartímablið gengur yfir. Þetta verkefni klárast ekki á einni viku!
Sigurpáll Ingibergsson, 14.8.2016 kl. 10:46
Já Sigurpáll, en mér finnast einbreiðar brýr alveg í lagi miðað við venjulega umferð á vegunum. Tek sem dæmi brúna yfir Stóru Laxá. Líka yfir Tungufljót frá Biskupstungnabraut til Flúða. Það er hending ef maður þarf að bíða nokkurn tímann þarna. Mér fyndist algert yfirboð að fara að tvöfalda þessar brýr sem anna svona vel sínu hlutverki
Halldór Jónsson, 15.8.2016 kl. 13:36
Get tekið undir það, einbreiðar brýr sem hafa minna en 200 bíla á dag færu í lægsta forgang. En það eru 39 einbreiðar brýr á hringveginum og það þarf að losna við þær sem fyrst.
Einbreiðar brýr eru slysagildrur. Slys eru dýr og hér er svar heilbrigðisráðherra um kostnað við sly:
"banaslys í umferðinni kosti þjóðfélagið ríflega 659 milljónir árlega - en þá eru kostnaðarliðir ekki dregnir í sundur. Aðeins heildartalan er birt. Alvarleg slys kosta þjóðfélagið þá 80 milljónir, meðan minniháttar slys um 30 milljónir króna."
http://www.vb.is/frettir/hvers-virdi-er-mannslif/124722/?q=Umfer%C3%B0
Sigurpáll Ingibergsson, 15.8.2016 kl. 13:54
Miðað við kostnað við banaslys virðist breiðari brú vera verulega góð fjárfesting. Fæstar þessara brúa eru stórar og flestar má byggja fyrir innan við helmig þess kostnaðar. Leiðin frá Reykjavík til Jökulsárlóns er fjölfarnari en til Akureyrar og er vörðuð einbreiðum brúm og 6 metra breiðum vegum ef mælt er milli stika miðað við umferð af öllu tagi þungaflutniga, rútu bílaleigu flotann, hjólandi gangandi og umferð landbúnaðartækja, verður að segjast að það er með ólíkindum hvað þetta sleppur til. Vegirnir eru allir sligaðir á köntum og svo þröngir að speglar flutninga tækja brotna iðulega, stór hætta þegar ferðamenn snar stoppa til að taka mynd, ekki er veg öxl sem hægt er að stöðva á. Einbreiðu býrnar eru sýnu verstar, en því miður bara hluti vandans.
Stefán B Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 20:49
Komdu sæll Halldór.
Sem móðir, sem var hársbreidd frá því að missa barnið mitt á einbreiðri brú í byrjun sumars, verð ég að segja þér að þessi skrif fylla mig sorg.
Það er ekki hægt að setja verðmiða á líf 17 ára dóttur minnar og ef farið hefði verr þá hefði sú staðreynd að hún var í fullum rétti og gat ekki komið í veg fyrir slysið verið mér lítil huggun.
Ónýtur bíll er svosem ekki neitt neitt miðað við það sem hefði getað verið en að halda því fram að breikkun brúa sé OF kostnaðarsöm hljómar í mínnum eyrum sem lítilsvirðing við þá sem ekki hafa verið jafn heppnir og dóttir mín og við fjölskyldan.
Í vinsemd
Guðlaug Úlfarsdóttir
Guðlaug (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.