Leita í fréttum mbl.is

Víglundur Þorsteinsson

var í síðdegisþætti Péturs Gunnlaugssonar í gær.

Þetta var einkar fróðlegur þáttur þar sem Víglundur fór á yfirvegaðan hátt yfir helstu ráðstafanir Jóhönnustjórnarnnar gagnvart almenningi.

Víglundur rakti hvernig stjórnin sló skjaldborg um fjármálakerfið gegn hagsmunum almennings. Einkum rakti hann  þátt hrunmálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar í mörgum liðum.

Einna áberandi verstu afskipti Steingríms af hagsmunum almennings voru þau, að brjóta neyðarlögin sem mæltu fyrir um að skuldir heimilanna skyldu færðar niður um 50 % við yfirfærslu lánanna frá föllnu bönkunum yfir í þá nýju. Þessi lög hafði Steingrímur stúdent að engu, lét lánin halda sér og gaf erlendu vogunarsjóðunum bankana sem þar með fengu skotleyfi á almenning. Fjölskyldur fóru þúsundum saman á hausinn og misstu allt sitt meðan vogunarsjóðirnir græddu. Og allan tímann hélt þessi Steingrímur að hann væri örmagna í björgunarstörfum fyrir þjóðina!

Steingrímur gaf Vogunarsjóðunum bankana með lánum almennings og áætlar Víglundur að upphæðin hafi numið um 700 milljörðum króna. Svo reif hann hár sitt þegar viðtakandi stjórnvöld sóttu 500 milljarða af þessu fé til baka. Allt þetta taldi Víglundur að benti til þess að Steingrímur hefði minnst skilið af því sem fram fór. og hlýtur að valda almenningi heilabrotum þar sem þetta er þingmaðurinn með lengstu þingreynsluna.

Nú þegar kosningar nálgast væri hollt að íhuga hvílík völd þessi sami Steingrímur hefur nú og hvílík völd hann gæti öðlast á ný eftir þær. Enginn veit hvaða tök Steingrímur hefur á núverandi formanni VG með engilsásjónuna. En af fyrri frekju hans og dómgreinarleysi um eigið ágæti að dæma gætu áhrif hans orðið kjósendum dýrkeypt í nýjum þingmeirihluta reynsluleysis, draumóra og óskhyggju.

Víglundur Þorsteinsson á þakkir skildar fyrir þessa yfirferð á Útvarpi Sögu í gær og er ástæða til að hvetja þá sem ekki hlustuðu til að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Halldór, Steingrímur líklega vildi bara að illa færi og allt færi á hausinn svo hann gæti kennt fyrri ríkisstjórn um.  Kannski erfitt fyrir suma að trúa að stjórnmálamaður geti verið svo grimmur, en þeir hafa nú verið nokkrir í heiminum. 

Svo virðist hann hafa verið með skringilega mikil tök á þeirri með engilásjónuna sem stóð þegjandi og horfði meðan nokkrir saklausir VG-liðar voru lúbarðir af dúóinu sem var þá í stjórn.  Það gleymist ekki.

Elle_, 12.8.2016 kl. 12:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Elle

Ég hef stundum velt fyrir mér orðskviðnum:"Oft er flagð undir fögru skinni" Mér er lífsin ómögulegt að finna nokkuð það í Katrínu Jakobsdóttur að hún sé stjórnmálamaður með eigin sýn. Er hægt að benda mér á eitthvað sem hún hefur haft afgerandi forystu um eða sértöðu? lagði hún eitthvað tilmálanna undir Jóhönnustjórninni? Hvar eru verkin hennar?

Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 13:28

3 Smámynd: Elle_

Frá mínum bæjardyrum er þar ekkert nema innantóm ræðuhæfni.  Skil ekki hólið sem hún fær og átti að mínum dómi aldrei skilið, ekki frekar en Jóhanna.  Þeir eru ekki svo ólíkir stjórnmálamenn nema ein er áberandi frekjuleg en hin skýlir sér á bak við sakleysissvipinn.

Elle_, 12.8.2016 kl. 14:11

4 Smámynd: Elle_

Yfirgangssemi var stíll Jóhönnu meðan Katrín er ofurróleg og yfirveguð eins og vanti þar samkennd og viðbrögð.

Elle_, 12.8.2016 kl. 14:41

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er nálægt lagi finnst mér Elle

Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 16:25

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann er dæmi um gersamlega ofmetinn einstakling. Hún var ekkert nema innantómt hylki utanum annað stúrfullt af frekju og sjálfsáliti sem aldrei var nein innistæða fyrir. Manstu heiftarsvipinn á henni, Elle, gagnvart Jóni Bakldvin áður en hún stofnaði i þjóðvaka. Munnurinn herptur í hatri og bræði,það er hin sanna Jóhanna. Davíð er víst sá eini sem gat talað um fyrir henni þegar hún fékk köstin.

Halldór Jónsson, 12.8.2016 kl. 16:29

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallinn við þetta hjá Víglundi er að þetta er tóm steypa hjá honum og er hann bara bitur maður sem keyrði sitt fyrirtæki á hausinn með fádæma óráðsíu og er að reyna að kenna öðrum um vanda sinn.

Í fyrsta lagi þá voru aldrei nein ákvæði um það í neyðarlögunum að það ætti að niðurfæra skuldir. Enda hefði slíkt ekki staðist stjórnasrká og því aðdrei haldið fyrir dómstólum. Þær niðurfærslur sem nýju bankarnir fengu á skuldasöfnunum þegar þeir keyptu þau af þrogabúum gömlu bankanna voru til að mæta óhjákvæmilegum afstirkfum vegna þess fjölda lántaka sem ljóst var að gætu aldrei borgað skudlir sínar. Allir með sæmilega þekkingu í stærfæði vita að slíka afstkift er ekki hægt að nota til að lækka líka skuldir þeirra sem geta borgað sínar skuldir.

Vogunarsjóðunum voru aldrei gefnir nýju bankarnir og í raun átti ríkissjóður aldrei á eignarhluti sem þeir fengu. Þeir áttu þá reyndar að nafninu til en það voru óstarfhæfir bankar til lengri tíma því þeir voru aðeins með 750 milljónir í eigin fé en þurfu um 550 milljarða eigin fé til að standast lágmarkskörur um eiginfjárhlutfall fjármálastofnnna. Það þurfti því að leggja þeim til 550 milljarða til að hægt væri að geta stofnað þá formlega og þá peninga átti ríkissjóður ekki enda fjárhagur hans rúkandi rúst eftir það hrun sem hér varð vegna óráðsíu ríkisstjórnar Davíð Oddsonar það er ríkisstjónr Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það voru engir aðrir tilbúnir til að leggja fram eigið fé í endurreisn banka hér á landi enda ljóst að mikil áhætta væri fólgin í því þar sem óvíst var hvenig færi fyrir bönkum í landi með hrunin efnahag. Því þurfti ríkissjóður að sjá til þess að bankarnir yrðu endurreistir og útvega þetta fé með einhverjum hætti. Ein leiðin var að ríkissjóðir legði fram ríkisskuldabér inn í bankana sem stofnframlag. Gallinn var sá að lánshæfismat ríkissjóðs var niðri í kjallara og því ljóst að ef ríkissjóðir skuldsetti sig fyrir allri þeirri upphæð sem þyrfti til að endurreisa bankana með þeirri áhættu sem því fylgri færi lánstraust ríkissjóðs enn neðar og því í raun óvíst hvort slík ríkisskuldabréf væri yfir höfuð tæk sem eiginfjárframlag. 

Þatta varð til þess að leitað var annarra leiða til að fjármagna þessi eiginfjárframlög og niðurstaðan varð sú að þvinga kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna til að breyta hluta af inneignum sínum í hlutabérf í KB banka og Ísalndsbanka. Þannig var áhættunni komið af ríkissjóði yfir á vogunarjóðina að mestu leyti nema hvað ákveðið var að ríkissjóður yrði aðaleigandi Landsmankans og lagði honum til hátt í 200 milljarða í eigin fé með útgáfu ríkisskuldabréfa. Höfum í huga að það voru ákveðnar líkur á því að bankarnir færu aftur á hausinn og þá hefði allt eiginfjármfarmlagið orðið tapað fé. 

En með því að láta vogunarsjóðina taka áhættuna að mestu varðandi KB banka og Íslandsbanka þá fengu þeir eðli málsins samkvæmt líka ávinningin ef vel tækist til með endurreisn þeirra. Það er vegna þess hversu vel ríkisstjórn Jónönnu Sigurðardóttur tókst að endurreisa ílenskt samfélag sem bankarnir urðu sterkir og græddu mikið og þass vegna græddu allir þeir sem fjármögnuðu endurreisn þeirra leíka vogunarjóðirnir sem voru þvingaðir til þess gegn vilja sínu. 

Það er einnig þvæla að stjórnvöld hafi gefið bönkunum "skotleyfi á almenning" Staðreyndin er sú að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kom í veg fyrir að stjórnvöld gæti þvingað kröfuhafa í þrotabú bankanna til að gefa eftir lögleg og innheimtanleg lán. Það er þess vegna sem þeir gátu innheimt þau í topp án þess að stjórnvöld gæti gert nokkuð í því.

Það er margbúið að hrekja allt sem Víglundur er að halda fram í sínum málflutningi meira að segja hefur Brinjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem var falð af Alþingi að kanna sannleiksgildi fullyrðinga hans komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert hæft í málflutningi hans.

Sigurður M Grétarsson, 12.8.2016 kl. 16:29

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég hlakka til þáttarins þar sem Víglundur fer ítarlega yfir hvernig hann og sonur hans stálu Sementsverksmiðjunni af þjóðinni, færðu dráttarbíla og vagna frá Sementsverksmiðjunni til BM Vallár og það sem mikilvægast var, afgreiddu sjálfum sér sement út á krít þar sem Þorsteinn sonur hans sat búðum megin borðsins. Þessar sementsúttektir voru svo greiddar seint og illa, og jafnvel ekki. Þetta varð svo til þess að verksmiðjan missti sinn rekstrargrundvöll, lagði upp laupana í þeirri mynd sem hún var, og tugir manna misstu lífsviðurværi í kjölfarið.

Það væri mjög fróðlegt að sjá hver skuld BM Vallár var við Sementsverksmiðjunna þegar BM Vallá var hirt af Arion banka. Ég er ekki viss um að Víglundur vilji ræða mikið um það.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.8.2016 kl. 17:05

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG

Þú bregst okkur ekki í vana þínum! Þú leggur nú sem jafnan áður langa lykkju á leið þína til að fara með staðlausa atafi í málflutningi þínum, að líkindum til að falsa söguna og vitunf lesenda þinna. Ég trúi því að flestir nmeðalgreindir og þar yfir sjái í gegn um hið mikla mistur ósanninda sem þú leggur á borð hér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2016 kl. 04:20

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þeir sem vilja hlusta á þáttinn smelli á slóðina hér fyrir neðan:

þ

http://utvarpsaga.is/vill-ad-their-sem-misstu-eignir-vegna-gjorda-steingrims-jod-fai-sanngirnisbaetur/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2016 kl. 04:48

11 Smámynd: Halldór Jónsson

 Það kann að vera að ekki standi í neyðarlögunum eitthvað um 50 % niðurfærsluna en það var ætlun stjórnar Haarse að gera ráðstafnir til þess að svo yrði. Jóka og Grímsi gerðu ekkert í því nema að afhenda skotleyfið:

Það er einnig þvæla að stjórnvöld hafi gefið bönkunum "skotleyfi á almenning" Staðreyndin er sú að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kom í veg fyrir að stjórnvöld gæti þvingað kröfuhafa í þrotabú bankanna til að gefa eftir lögleg og innheimtanleg lán. Það er þess vegna sem þeir gátu innheimt þau í topp án þess að stjórnvöld gæti gert nokkuð í því.

Heldur hinn stóri krati að þetta hefði ekki verið tæknilega hægt? Því hefur Cachoetes rétt fyrir sér.

Erlingur Alfreð, Víglundur og sonur voru engir smáhákarlar í viðskiptum á sinni tíð. Af hverju skrifar þú eki þessa sögu sem þú virðist kunna ágætlega? Úr því að Víglundur segir hana ekki þá er ágætt að þú gerir það.

Halldór Jónsson, 13.8.2016 kl. 11:58

12 Smámynd: Jón Bjarni

BM Vallá, fyrirtæki Víglundar, var úrskurðað gjald­þrota í maí 2010. Skuldir þess þá voru um tíu millj­arðar króna og eigið féð nei­kvætt um 2,5 millj­arða króna. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, sem valdi að skila aldrei ársreikningi, höfðu lagt fram end­ur­reisn­ar­hug­mynd sem í fólst að lána­stofn­anir ættu að afskrifa 4.725 millj­ónir króna af skuldum félags­ins auk þess sem gefin yrðu út 2,6 millj­arðar króna af nýjum skulda­bréf­um, sem Arion banki og líf­eyr­is­sjóðir áttu að kaupa. Víglundur átti samt sem áður áfram að eiga félag­ið. Þessu var hafnað og bank­inn gekk að veð­inu, BM Vallá. 

Nú vill Víglundur sanngirnisbætur. 

Jón Bjarni, 13.8.2016 kl. 12:07

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Bjarni, já maður heyrðu þessar tölur nefndar

Halldór Jónsson, 13.8.2016 kl. 14:22

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Víglundur og sonur voru engir smáhákarlar í viðskiptum á sinni tíð."

Þeirra framkoma var bara þjófnaður og ekkert annað, Halldór.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.8.2016 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418332

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband