21.8.2016 | 13:34
Hægan hægan, La Nina kemur!
Fyrirbrigðinu ElNino er að ljúka. Eftirfarandi pistill í máli og myndum kemur af vefsíðu Ágústar H. Bjarnason rafmagnsverkfræðings.
Hann segir:
"
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að hnattrænn lofthiti hækkaði hratt á haustmánuðum og urðu margir slegnir ótta. Hitinn náði hámarki um síðustu áramót og hefur síðan fallið mjög hratt. Þessi hitatoppur stafaði af fyrirbæri í Kyrrahafinu sem kallast El-Niño, eða jólabarnið. Heitur sjór losar varma í lofthjúpinn, hann hlýnar en sjórinn kólnar. Yfirleitt tekur við fyrirbæri sem kallast La-Niña þegar kaldari sjór kælir loftið. Þetta er mikil einföldun. Sjá góðar skýringar Trausta Jónssonar á fyrirbærinu hér. Árið 1998 var óvenju öflugt El-Niño fyrirbæri sem orsakaði hitatoppinn sem sést á miðri myndinni. Í framhaldi tók við La-Niña og orsakaði það lægri lofthita í 2-3 ár eins og einnig sést á myndinni. Hitatoppurinn sem nú er að ganga niður reis ívið hærra en toppurinn 1998, og ef að líkum lætur munum við á næstu árum sjá La-Niña kólun svipaða og við upplifðum í byrjun aldarinnar. Munurinn á 1998 og 2016 toppunum er væntanlega á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækur.
Verður árið 2016 hlýrra en árið 2015? Hugsanlega, en það mun varla muna miklu. Verður árið 2017 hlýrra en árið 2016? Það er ólíklegt vegna La-Niña sem mun þá væntanlega hafa tekið við. Líklega verður árið 2017 öllu svalara en 2016. Sama er að segja um árið 2018 ...
Hvað tekur svo við eftir að La-Nina lýkur? - Hækkandi hiti? Enginn veit svarið. Sumir telja að það muni halda áfram að hlýna hægt og rólega vegna aukins styrks koltvísýrings í loftinu, aðrir að nú muni taka að kólna vegna minnkandi sólvirkni og sveiflna í hafinu, og enn aðrir gera ráð fyrir meira og minna kyrrstöðu... Kannski það verði bara sambland af þessu öllu?
Hafi einhverjum ekki litist á blikuna þegar hitinn hækkaði hratt fyrir rúmu hálfu ári, þá getur hinn sami andað rólega núna :-)
(Þess má geta innan sviga að hitatoppurinn 1997/1998 varð líklega kveikjan að vefsíðu bloggarans "Er jörðin að hitna - ekki er allt sem sýnist" sem sett var á vefinn í febrúar 1998. Síðan hefur ekki verið uppfærð í meira en áratug, en er á langlegudeild hér).
Það er rétt að minna á að þessi pistill fjallar ekki um hlýnun af mannavöldum, heldur sveiflur í náttúrunni.
Myndin efst á siðunni: Hnattrænn lofthiti til loka júnimánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu UAH. Heimild: Dr. Roy Spencer. Blái ferillinn er mánaðagildi. Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal.
Önnur framsetning: Hnattrænn lofthiti til loka júnimánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu UAH. Heimild: www.climate4you.com. Undirsíða: Global Temperature. Granni ferillinn er mánaðagildi. Gildi ferillinn er 37 mánaða meðaltal.
Hnattrænn lofthiti til loka júnimánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu RSS Heimild: www.climate4you.com. Undirsíða: Global Temperature.
Rétt er að minna á að þessi pistill fjallar ekki um hnatthlýnun af mannavöldum, heldur eðlilegar sveiflur í náttúrunni.
Yfirborðshiti sjávar í Kyrrahafinu þar sem El-Niño á sér stað. Beintengdur ferill frá Áströlsku veðurstofunni. Sjá hér"
|
Er ekki rétt að að bíða með aðgerðir vegna hækkandi lofstlagshlýnunar og reyna að greina frá hvað náttúran sjálf er að gera. Jólastrákurinn El Nino er búinn með sitt.
Hitinn er að falla í framhaldi af því að La Nina, jólastelpan, krefst nú jafnréttis kynjanna og auðvitað verður þá svalari tíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ef dregin er bein lína í gegnum línu toppa og lægða vísar hún upp á við á síðustu 37 árum.
Mikið er nú gott að geta huggað sig við það að þetta sé aðeins eðlileg sveifla í náttúrunni.
Ómar Ragnarsson, 21.8.2016 kl. 18:02
Velþekkt aðferð á verðbréfamarkaði
Halldór Jónsson, 21.8.2016 kl. 22:10
Þetta er að því ég best sé allt rétt hjá þér og Ágústi en þó má benda á að þessi línurit sýna ekki mældan hita hvers mánaðar fyrir sig, heldur frávik frá meðaltali hvers mánaðar fyrir sig. Hvort tveggja hefur fullan rétt á sér og hin undirliggjandi hlýnun af manna völdum er augljós í öllum linuritunum.
Munurinn á þessum tveimur framsetningum (frávik eins og hér, eða mældur hiti beint) er sá að síðastliðinn mánuður var t.d. sá heitasti sem mælst hefur frá upphafi. Hann var hins vegar með minna frávik en vetrarmánuðirnir, þar sem hnattrænn hiti er að jafnaði hærri þegar er sumar á norðurhveli. Á línuritinum hér að ofan virðist hafa kólnað frá því í vetur, hið rétta er að það hefur hlýnað, en frávikið frá meðaltali er minna.
Hitt er svo rétt að það á eftir að kólna vegna minnkandi áhrifa El Nino og vaxandi áhrifa hugsanlegrar La Nina (sem er ekki alveg víst að verði skv. spám, allt eins líklegt að hlutlaust ástand taki við). Lækkunin sem framundan er verður trúlega ekki eins mikil og eftir El Nino 98 þar sem undirliggjandi hiti hefur hækkað um c.a. 0,2 gráður á þessum tæpu 20 árum sem liðin hafa skv. gervihnattamælingum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.8.2016 kl. 07:49
Dr. Ole Humlum prófessor við Háskólann í Osló heldur úti áhugaverðri vefsíðu www.climate4you.com
Þar er mikill fróðleikur samankominn ásamt tilvísun í frumgögnin.
Einu sinni í mánuði gefur hann út fréttablað sem aðgengilegt er á netinu. Þar er aragrúi nýjustu mæliferla og fleira góðgæti. Hann er vanur að tengja saman mannkynssöguna og veðrið aftast í hverju fréttabréfi. Nú heitir sá kafli “1916: Field Marshal Lord Kitchener drowns near Scapa Flow“.
Í gær kom út nýtt eintak sem er aðgengilegt hér:
http://www.climate4you.com/Text/Climate4you_July_2016.pdf
Það er þess virði að glugga í blaðið.
Ágúst H Bjarnason, 22.8.2016 kl. 09:11
Takk fyrir frændi. Makalaus maður þessi Ole Humlum og mikill er hans dugnaður og fróðskapur að halda þessu úti. Svo er hann skemmtilegur líka eins og frásögnin af örlögum Kitchener þar sem hægri beygjan í stað vinstri skipti sköpum. Hefðu þeir ekki hitt á tundurduflið hefði skipið sjálft staðist veðrið, þetta var "dreadnought".sem eiga að þola ýmislegt.
Halldór Jónsson, 23.8.2016 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.