Leita í fréttum mbl.is

Hvað er rétt verð á kvóta?

Ég held því fram að Íslandsmið myndu strax í dag þola 400.000 tonna þorskveiði til næstu 5 ára án þess að gengið væri á stofninn.

Ég byggi þetta á viðtölum við sjómenn enda hef ég engin önnur tæki til að mæla með. Þeir segja núna flestir að aldrei hafi verið eins vitlaus fiskur á Íslandsmiðum og nú. Það fáist bara ekki kvóti til að fá að veiða.  Við bara veiðum ekki fiskinn vegna kvótakerfisins.  Hann geymist þá örugglega í sjónum skv. kenningunni. Og kenningarnar eru alltaf réttar? Ég þekki samt mann sem er ósammála þessu. En það er ekkert hlustað á hann.

Auðvitað má deila um hvort það eigi að veiða fiskinn nema í nægilega litlum mæli til að verðið haldist hátt og samkeppnin komi ekki til. Einokun gefur alltaf hæstu EBITU.

Þegar ég var strákur var soðningin það ódýrasta sem fólk keypti í matinn. Kjöt var á sunnudögum. Nú er víst fiskur jafn dýr og dýrasta kjötmeti. Eitthvað hefur breyst.

Ég dreg þá ályktun af þessu öllu að kvótanum sé haldið niðri undir yfirskyni vísinda til þess eins að þjóna sægreifunum og bönkunum til að halda uppi verði á fiski og sjá til þess að veðin í honum rýrni ekki.

Svo er kvakað um hættuna á rányrkju og þess háttar þegar nú er miklu meiri fiskur í sjónum en þegar tjallinn var að veiða hér 400.000 tonn upp í landsteinum.Það sé alveg hægt að geyma fiskinn í sjónum því íslenskur fiskur syndi ekki af landi brott, m.a. vegna þess að hann veit að hann er veðsettur Landsbankanum.

Þó að þetta sé kannski allt ein blekking þá þýðir ekkert að tala um það vegna þess að allt svona tal er kveðið niður af varðhundum kerfisins sem búa yfir stórasannleika og ríkisstofnunum með reiknigetu til að finna æskilegar útkomur. Og víst er að útgerðin gengur aldrei betur en nú. Svo er eitthvað að?

En rétt verð á kvóta fæst aldrei fram, því að er nefnilega alltaf vitlaust gefið þegar spilað er við ríkið um kvóta, landbúnað, atkvæðisrétt eða lífeyrissjóði.

Loðvík fjórtándi hefði sagt að hið rétta verðið á kvótanum væri það sem hann segði sjálfur. Og er það bara ekki svoleiðis þó Humpfrey sé kominn í stað Lúlla sáluga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Halldór. Ég man eftir því þegar ég leysti af sem Skipstjóri í fyrsta skipti. Ég held að það hafi verið árið 1993, þá byrjaði ég að veiða þorsk. Eftir smá tíma varð ég að hætta því vegna skorts á kvóta. Ég var ekki sáttur við það en varð að hlíða. Þá fór ég að reyna við karfa, það gékk ágætlega en fljótlega varð ég að hætta því, vegna skorts á kvóta. Ég kláraði túrinn á einhverju ýsuskrapi. Og við erum að tala um fimm daga túr. Eftir þennan túr hugsaði ég með mér:"Nei ég nenni ekki að standa í svona rugli. Ég get alveg eins farið að keyra strætó." Síðan þá hefur staðan bara versnað jafnt og þétt. Í dag þorir enginn skipstjórnarmaður að tjá sig opinberlega um kvótakerfið. Því ef þeir gera það þá eru þeir bara reknir.

En varðandi uppboð. það er ekki hægt vegna þess að stórútgerðin myndi þá hirða allann kvótann. Það yrði banabiti þeirra fáu smáu sem eftir smáu sem þó eru eftir. En hvar þessi vitleysa endar ég bara veit það ekki.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 19:15

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það stendur ekki steinn yfir steini, er kemur að veiðiráðgjöf Hafró. Ráðgjöfin er byggð á fáránlegu reiknilíkani, er ekki og hefur sjaldnast verið af neinu viti. Ástæða stöðnunar í kvótaúthlutun hefur ekkert með vísindi að gera, eða sjálfbærni í veiðum. Þar ræður aðeins eitt atriði ferðinni. Veðsettur, óveiddur fiskur í sjónum. Verðmæti veðsetningarinnar rýrnar að sjálfsögðu með meiri kvóta, sökum lækkandi kvótaverðs pr. kíló. Eiginlega má segja að bankarnir séu ráðandi afl, er kemur að úthlutun aflaheimilda, en ekki Hafró. Misvitrir og oft á tíðum fávísir og illa upplýstir stjórnmálamenn, eru síðan ekki til að bæta ástandið. Fyrir vikið verður þjóðarbúið af milljarðatugum, á ári hverju.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2016 kl. 20:06

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það getum við kannski aldrei vitað nema

við tökum upp UPPBOÐS-KERFIÐ hér á landi: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3211/

Jón Þórhallsson, 25.8.2016 kl. 20:19

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég gæti alveg hirt þennan pistil af þér Halldór og messað yfir ykkur og fiskifræðingum með meiru en ætla ekki að gera það.

Vil benda mönnum á að búið er að reyna uppboðsleiðir á kvótum með ýmsum formerkjum. 1% til 100% og eftir því sem hlutfallið hækkar, því meiri sóun og skítalykt er af öllu sem viðkemur framkvæmd veiða.

Jafnframt þá er í gangi uppboðsleið á kvóta á Íslandi undir nafninu 5,3% leiðin. Þ.e. Ríkið tekur til sín 5,3% af aflaheimildum í þorskígildum, áður en kvótanum er úthlutað. Fyrirtækin geta síðan fengið til baka aflaheimildirnar, í skiptum fyrir þorsk. Þeim þorsk er síðan ráðstafað til þeirra sem ekki geta gert út, í gegnum sveitastjórnir og heita þá einhversskonar byggðastyrkir.

En Steindór er með einn af þeim punktum sem gerast og eru óumflýjanlegir ef þessi leið er farin. Hinn sem ég ætla að varpa fram er tengdur bönkunum og fjármögnun því hver brosir breiðast í bankastjórann þegar kemur að fjármögnun á kvóta í gegnum uppboðsleiðina?

Og Halldór, þetta er staðfest hjá þér að hluta varðandi fiskifræðina þegar horft er til samsetningar aflans í núinu. Það sem er samt sem áður ánægjulegt er að það er enn að veiðast smáþorskur, það bendir til velmegunar í stofninum í bland við of stóran fisk.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.8.2016 kl. 22:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halldór Jónsson mæl þú manna heilastur, þetta er nefnilega alvaeg hárrétt hjá þér og sjómönnum.  

"Ég dreg þá ályktun af þessu öllu að kvótanum sé haldið niðri undir yfirskyni vísinda til þess eins að þjóna sægreifunum og bönkunum til að halda uppi verði á fiski og sjá til þess að veðin í honum rýrni ekki".                     Þetta er einmitt mergurinn málsins. 

Með spurningu þína um verð á kvótanum, kemur það ekki í ljós fyrr en allur fiskur fer á markað.  

ALLAN FISK Á MARKAÐ

 

    · Stokka upp stjórn fiskveiða.
    · Jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum.
    · Allur ferskur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum.
    · Aðskilja skal veiðar og fiskvinnslu fjárhagslega.
    · Hanfæraveiðar verði gefnar frjálsar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2016 kl. 14:32

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir öllsömul. Ég var ekkert að mæla fyrir uppboðsleið þó ég segði að kvótinn væri svo lítill að verðmæti töpuðust.Sagði bara að það mætti veiða miklu meira án þess að vinna tjón á fiskistofnunum.

Halldór Jónsson, 26.8.2016 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband