Leita í fréttum mbl.is

Gústaf Níelsson

skrifar afbragðsgrein í Mbl. í dag sem lýsir því glögglega hvað því fylgir að kjósa stjórnmálafitlara til æðstu embætta í stjórnmálum landsins.

Gústaf skrifar svo:

"Á undanförnum árum hefur fámennur en há- vær hópur fólks, sem fer fram með slagorðið „No Borders (engin landamæri), ítrekað reynt að koma í veg fyrir að ólöglegum innflytjendum sé vísað af landi brott. Hópurinn boðar reglulega til mótmæla gegn því að lögregla framfylgi löglegum ákvörðunum yfirvalda. Skiptir þá ekki máli þótt mótmælendur megi telja á fingrum beggja handa, því vitað er að fjölmiðlar munu segja fréttir af mótmælunum og mæta samviskusamlega á vettvang atburðanna. Slíkar fréttir helgast tæplega af áhuga manna á mótmælunum, heldur miklu frekar af áhuga fjölmiðla á viðbrögðum alþingisog embættismanna við slíkum mótmælum.

Þegar sagðar eru fréttir af þessum toga er málflutningur iðulega í höndum lögmanna hinna ólöglegu innflytjenda, sem fá greitt fyrir úr vasa okkar skattborgara og í því sambandi erum við ekki að tala um neina „vasapeninga“, heldur stórfé. Nýlega var upplýst að lögfræðikostnaður ríkisins vegna hælisleitenda hlypi á rúmlega 174.000.000 kr. frá árinu 2014 til loka apríl 2016. Þá er ótalinn kostnaður vegna húsnæðis, framfærslu og heilbrigðisþjónustu o.s.frv.

Þessum fjármunum verður ekki eytt tvisvar. Tilraunir ná- grannalanda okkar enduðu með ósköpum Krafa þessa fólks er sú, að eftirlit á landamærum Íslands verði lagt niður og að stjórnvöld hætti að styðjast við reglur ESB, sem fjalla um í hvaða landi skuli leyst úr hælisumsóknum (Dyflinnarreglugerðin).

Eðlilega hefur stærstur hluti þjóðarinnar hrist hausinn yfir þessum kröfum, þótt enginn viti hve margir myndu vilja sækja hér um hæli. Þeir eru þó án nokkurs vafa fleiri en við ráðum við. Og þótt við lifum ekki öll við allsnægtir telja hælisleitendur að íslenskt velferðarkerfi sé eftirsóknarvert og að hér drjúpi smjör af hverju strái, á þeirra mælikvarða.

Þær kynslóðir Íslendinga sem byggt hafa upp velferðarkerfið vita hins vegar að það þolir ekki að á skömmum tíma streymi hingað þúsundir manna sem útvega þarf húsnæði, framfærslu, menntun og heilbrigðisþjónustu.

Samfélagstilraunir af þessum toga hafa sem kunnugt er endað með ósköpum í nágrannalöndum okkar og stjórnmálamenn eru að bregðast við. Skiptir þá ekki máli þótt um miklum mun fjölmennari samfélög sé að ræða. Hvort tveggja Svíar og Þjóðverjar gáfust upp á síðasta ári. Ekki var unnt að bjóða öllum þeim einstaklingum húsaskjól, sem sóttu þar um hæli og enga vinnu var að fá fyrir mikinn fjölda þeirra.

Svíar neyddust þess vegna til þess að taka upp landamæraeftirlit að nýju. Sama gerðu Danir. Þá höfðu Þjóðverjar forgöngu um að semja við Tyrki um að þeir flóttamenn sem koma austan að verði áfram þar. Óþarft er að rekja þau skelfilegu áhrif sem þessar samfélagstilraunir hafa haft á öryggi almennings í Evrópu.

Píratar vilja gera sína eigin tilraun Nú hefur það gerst, að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagst á sveif með fólkinu í „No Borders“. Helgi Hrafn vill að íslensk stjórnvöld hætti að styðjast við Dyflinnarreglugerðina og að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar meðferðar. Ástæðan sem Helgi Hrafn gefur upp er sú að það kosti svo mikið að hafna umsóknum hælisleitenda. Á

ður en fylgi Pírata tók að rísa hefði þjóðin hrist hrausinn yfir þessari afstöðu Helga Hrafns með sama hætti og hún hefur hrist hausinn yfir kröfum þeirra sem æpa „engin landamæri“. Í ljósi þess fylgis sem Píratar mælast nú með í skoðanakönnunum verður hins vegar að taka afstöðu Helga Hrafns alvarlega.

Fullyrða má að hugmyndir hans um að kasta Dyflinnarreglugerðinni fyrir róða eiga sér ekkert fylgi meðal þorra Íslendinga. Í síðasta mánuði var nær fjórða hvert mál af tíu afgreitt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hugmyndir Helga Hrafns gætu því valdið því að taka þyrfti efnislega afstöðu til nálægt tvöfalt fleiri umsókna.

Í frétt mbl.is um málið 17. þessa mánaðar er haft eftir þingmanninum: „Ég vil vita hvað það kostar báknið að halda fólki frá landinu í stað þess að taka fleiri mál til efnismeðferðar.“

Helgi Hrafn hefur áður ýjað að því að opna eigi landamærin. Ábyrgðarleysið er algjört. Þetta er sú samfélagstilraun sem er í boði Pírata hljóti þeir brautargengi í næstu kosningum. Og í þeirri tilraun verður sömu krónunni ekki eytt tvisvar."

Og það er langt í frá að flóttamannamálið sé eina málið sem Píratar ætla að gera tilraunir með. Sami Helgi hefur boðað að hann ætli að taka hundraðmilljarða strax af skattfé og setja í velferðarmálin. Líklega bara til að sjá hvað gerist?

Þeir ætla að gera tilraunir  á nærri öllum sviðum þjóðlísfsins. Hífa hér, slaka hér.

Hvaða kjósendur er svo skyni skroppnir að aðgæta ekki fyrst hvernig núverandi staða þjóðmála er áður en þeir fela fitlurum að fikta við allt gagnverk þjóðarinnar frá stjórnarskrá til stjórnunar fiskveiða. Er ekki ástæða til að athuga sinn gang áður en maður samþykkir að verða tilraunadýr hjá Pírötum?

Hafi Gústaf heila þökk fyrir grein sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa skoðað málflutning beggja ítarlega þá sýnist mér að munurinn á Helga Hrafni og Gústafi Níelssyni sé að Helgi byggir sínar skoðanir, tillögur og ákvarðanir á skynsemi, traustum gögnum og rökhugsun á meðan Gústaf byggir lífsýn sína á útlendinga- og múslimaandúð, rakalausum og tilhæfulausum áróðri og skilyrðislausri fyglni við sjálftökumafíu Sjálfstæðisflokksins enda sjálfsagt á launum hjá henni. Fólk getur svo vegið og metið hvorum þeirra er betur treystandi.

Rakel Th. (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 13:24

2 identicon

Þeir sem eru sammála mér byggja skoðun sína á skynsemi, traustum gögnum og rökhugsun á meðan þeir sem eru ósammála mér byggja lífssýn sína á andúð, rakalausum og tilhæfulausum áróðri og skilyrðislausri fylgni við mafíu enda sjálfsagt á launum hjá henni.

ls (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 15:33

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að báðum þessum mönnum sé ágætlega treystandi, í sjálfu sér.  Spurningin er bara, fyrir hverju?
Held að deilan snúist um það.

Kolbrún Hilmars, 29.8.2016 kl. 15:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gústaf Níelsson er öflugur maður og hefur hér lög að mæla.

En Píratar eru ekki þeir einu sem styðja kröfur anarkistanna í "No Borders". Það sama gerir Sema Erla Serdar í Samfylkingunni.

Og hún stendur víðar fótum í sinni vitgrönnu pólitík, því að meðlimur er hún í framkvæmdaráði öfugmælasamtakanna "Já Ísland!" sem valið var á aðalfundi 30.9. 2015, en þau samtök vinna að innlimun Íslands í Evrópusambandið. Ennfremur virðist hún einn helzti stuðningsmaður Gunnars Waage og sandkassastarfsemi hans í formi níðskrifa um yfir 20 manns, sem þau skötuhjúin Sema og Gunnar kalla "nýrasista", þ.á m. tvo fyrrverandi formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og tvo núverandi alþingismenn!

Rakel Th. býr sér til sínar eigin forsendur til að níða hér Gústaf Níelsson. Hann er beittur broddurinn í fyndnu svari frá Is hér ofar! laughing

Jón Valur Jensson, 29.8.2016 kl. 15:59

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já Halldór, þetta er bara þversnið af politík á Íslandi í dag. Má þá bara skoða sölu BB á fluvellinum alveg andstæða þess sem þjóðin vill! og hver græðir þarna á bakvið tjöldin????klíkan??

Eyjólfur Jónsson, 29.8.2016 kl. 18:12

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helgi Rafn er ekkert meiri "stjórnmálafitlari" hvað snertir þingferil en Sigmundur Davíð var 2013.  

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 20:18

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, stafur féll niður, Helgi Hrafn á það að vera. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 20:19

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rafn er miklu fallegra, Ómar, þú verður að viðurkenna það!

Þannig skrifaði Jón Sigurðsson Rafnseyrismile

En ég skil ekki að krummar eigi erindi í pólitík.

PS. Tek þetta aftur, því að Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri (Rafnseyri!) var merkur höfðingi, unz drepinn varð.

Jón Valur Jensson, 30.8.2016 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband