Leita í fréttum mbl.is

Eru kjósendur galnir?

að taka Pírata alvarlega sem stjórnmálaflokk?

Þegar 196 hafa greitt atkvæði um framboð á Norðausturlandi þá fá tveir flokksmenn tækifæri til aðtilnefna sitt hvorn á listann. Þvílíkur flokkur?

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, þessi sem er svo óalandi og óferjandi að mati Pírata, að hann er ekki samstarfshæfur, kusu 2700 manns í orófkjöri 2013 í Norausturkjördæmi?

Hvor flokkurinn er lyðræðisflokkur?

Piratar berjast fyrir að eigin sögn:

"Píratar eru stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, upplýsingafrelsi og endurskoðun höfundarréttar."

Piratebay var bannað að starfa á íslensku neti. Það starfar sem aldrei fyrr undir proxy-um á alþjóðavetvangi og er öllum Íslendingum aðgengilegt. Okkar yfirvöld sitja uppi sem nátttröll og lúðar. Að þeir skuli ekki skammast sína og aftengja þessa vitleysu jólasveinanna sem komu henni á?

Íslenskir Píratar þurfa ekkert að skreyta sig með endurskoðun höfundarréttar. Hugverkaþjófnaður er allstaðar í fullum gangi án þeirra tilstillis. Gagnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu byrjar kannski í uppsetningu framboðslistanna þar sem litlar klíkur stjórna því eins og að semja stefnuskrár fyrir flokkinn.

Það eina sem í raun getur réttlætt að kjósa Pírata er hjá því fólki sem fyrirlítur stjórmál á íslandi svo mikið að því finnst vont geti ekki versnað með því að kjósa þá til að refsa hinum. Svipað og þegar Þjóðverjar kusu Adolf Hitler til valda. Þeir voru búnir að fá nóg af vonbrigðunum með hina jólasveinana í Weimar lýðveldinu og kusu því frekar kölska sjálfan. Og þeir fengu sko nóg af breytingum.

Hugsið ykkur fólk sem núna býr við núll prósent atvinnuleysi hjá þeim sem nenna að vinna á annað borð, styrkt gengi með verðlækkunum, lækkandi vöxtum, virðisaukaskatti, vörugjöldum, tryggingagjaldi að henda því frá sér og kjósa samasafn nafnleysingja sem enga stjórnmálareynslu hafa, ekkert skipulag og enga samræðufundi hafa setið, eða þá þrautreynda VG-afglapa til að stjórna landinu vegna einhverrar stjórnlagaþoku Þorvaldar Gylfasonar og slíkra sem þeir skilja varla sjálfir.

Af hverju getur fólk ekki reynt að hugsa um það hvað það hefur og hverju er hægt að spilla og eyðileggja. Ég skil að gamlingjar séu fúlir að fá ekki neitt frá því að Steingrímur J. og Jóhanna halaklipptu þá í byrjun velferðarstjórnarinnar 2009. Eru Píratar líklegir til að laga þetta? Virkilega? Eða Björt Fortíð?

Nei, það læðist að manni að nægilega margir kjósendur séu svo galnir að þeir gleypi Píratafluguna svörtu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er það Norðvestur-kjördæmi Pírata, Halldór!

Þar náði Þórður nokkur efsta sæti í prófkjöri, maður sem "smalað" hafði 20-30 atkvæðum (eins og það sé nú óalgengt í prófkjörum; flestir eru mun árangursríkari í smölun sinni, t.d. örugglega í dag í þínum flokki).

Þegar þetta prófkjör fór fram, var ekki búið að gera smölun atkvæða óleyfilega í þessum skrýtlingaflokki pírata. En nú í dag þykist einhver "staðfestingarnefnd" þar geta ógilt kosninguna!

Ætli öllu gerræðislegri vinnubrögð tíðkist nú orðið í nokkrum öðrum stjórnmálaflokki en hjá þessu þessu sjóræningjaliði?

Jón Valur Jensson, 3.9.2016 kl. 12:38

2 identicon

Það versta er, að Rúv agiterar þvílíkt fyrir Pír0tum og etu sífellt að etja þeim fram, þegar Samfylkingin er að hrynja, til þess að fólk kjósi þá í staðinn, líkt og þeir agiteruðu svo mjög fyrir Guðna Th., að hann var kosinn forseti. Rúvliðið kemst upp með þetta, því miður. Guð forði okkur samt frá því, að þetta sérvitringalið með Birgittu í forsætinu nái völdum hérna. Getur nokkur séð hana fyrir sér sem forseta Alþingis, en hún sagðist heldur vilja vera það en forsætisráðherra?! Svo las ég það einhvers staðar, að Katrín Jakobs væri vitlaus út af því, að sonur Jóns Bjarnasonar væri að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir VG í NV-kjördæminu, og kærir sig ekkert um þann mann þar. Það er ómögulegt orðið að botna í þessari pólitík, sem er rekin í dag, enda held ég ég fari nú að segja, eins og Kiljan lætur biskupinn í Kristnihaldinu segja: "Pólitík er skrýtin tík." Hún er það  a.m.k. um þessar mundir. Við skulum vona, að fólk hafi vit á að kjósa aðra flokka en Pírata, og sé heldur ekki að elta Rúv í óbilgjörnum árásum sínum á Framsókn, heldur standi með þeim, sem á er ráðist, eins og okkur var kennt hérna í gamla daga, að fólk ætti að gera. Maður hefur fengið alveg nóg af þessarri vitleysu, sem viðgengst um þessar mundir. Mál er að linni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 12:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón Valur,

mann verkjar að horfa upp á þetta lið tala um að það sé að koma með hjálpræðið til allra lýða.

Já Guðbjörg Snót,

Ef þetta fer eins og og hfir þá geri ég orð séra Sigvalda að mínum, það er þá líklega kominn tími til að biðja Guða að hjálpa sér.

Halldór Jónsson, 3.9.2016 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband