Leita í fréttum mbl.is

Sverðsfundurinn

sem í sandinum er stórmerkilegur.

Ef maður les sig til um forna sverðasmíði, þá er það eitt víst að svona vopn á nútímaverðlagi væri milljónavirði. Slík er vinnan að baki smíðinnar.

Það leiðir að því, að menn týna ekki svona grip nema að stórviðburður sé. Engum hefur dottið í hug nema stærstu höfðingjum að leggja svona dýrmæti í haug. Og haugar voru jú brotnir þegar færi gafst til að ræna verðmætum.

Þá er hitt að þarna hafi menn barist upp á líf og dauða og annar aðeins geta dregist í burtu jafnvel helsærður svo hann hafi ekki getað haft með sér verðmætt sverð andstæðingsins. Sandur hafi svo fokið yfir staðinn. Leit með málmleitartæki yfir allt nágrennið gæti hugsanlega fundið leifar af vopnum hins. Merkilegt væri að ekki væri getið um bardagann í sögnum nema ef hann hefur verið á fárra vitorði eða einkamál, t.d.einvígi eða árás hatursmanns eða afbrýðismanns.

Höfðingi sem er þekkt persóna í sögum hefði aldrei týnt þessu sverði án þess að til tíðinda hefði verið talið. Því er ástæða til að athuga hvort einhverjir atburðir tengist þessum stað í sögum. Gizur bar sverðið Brynjubít líklega ævilangt eftir að hann náði því af Sturlu Sighvatssyni.

Hvert fór atgeir Gunnars eftir hans dag? Sagnir eru af honum löngu síðar.

Exi Sighvats, Stjarna, er af gerð auðþekktra axa með stjörnu í hamrinum, má sjá á frönskum söfnum. Hún var svo góð að sjálfsagt þótti að nota hana til að höggva af Sturlungahausana eftir Örlygsstaðafund. Hún hefur ekki bara týnst si sona eftir það. Hugsanlega hefur Gizur  varðveitt hana og látið svo Geirmund þjóf sveifla henni aftur og þá á Þórð Andrésson í Þrándarholti löngu síðar?

Hermundur Hermundarson lét hneppa hári sínu svo eigi yrði blóðugt áður en hann lagðist niður fyrir höggið. Og hann sá í loft upp á móti exinni sem þótti til tíðinda. Ég var óánægður með það að Einar Kárason lætur hann skæla síðustu nóttina, þennan mann sem var líklega töffari en Clint Eastwood nokkru sinni gerði sig á hvíta tjaldinu.

Hvert fóru þessi gömlu frægu vopn? Þau bara finnast ekki fyrir tilviljun eins og sverðið góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vopnin fóru víða (úr Samvinnunni):

I Orkahaugi, á veggnum til hægri, er rúnarista í bundnu máli, og hljóðar hún á þessa lund:

Þessar rúnar

reist sá maður,

er rýnstur er

fyrir vestan haf,

með þeirri öxi

er átti Gaukur

Trandils sonur

fyrir sunnan land.

Enginn veit lengur, hver hann var þessi maður, sem reist vísuna og grobbar af því, að hann sé rýnstur eða fremstur í rúnalist fyrir vestan haf. 

Jón (IP-tala skráð) 10.9.2016 kl. 14:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel sagt. 

Valdimar Samúelsson, 11.9.2016 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband