Leita í fréttum mbl.is

Engin náðun fyrir Snowden

Eftirfarandi er tekið úr Global Security Org. Ég nenni ekki að þýða þetta þó að það gefi allt aðra mynd af Snowden heldur en Birgitta Jónsdóttir og væntanlega Píratar svo og Wikilekaliðar hafa verið að reyna að gefa af honum. Þetta er bara drullusokkur og föðurlandssvikari að dómi Bandaríkjaþings svo sem hér lesa má.

Hann á líklega aldrei afturkvæmt til Bandaríkjanna og verðu því að verða þar sem hann er til æviloka.

Intelligence Committee Approves Snowden Report

HPSCI Members Also Send Letter to Obama Urging No Pardon

US House of Representatives Permanent Select Committee on Intelligence

Washington, September 15, 2016

The House Permanent Select Committee on Intelligence today unanimously voted to adopt an investigative report on Edward Snowden, the former National Security Agency contractor who fled to China and then Russia after stealing 1.5 million classified documents. The result of a two-year inquiry, the report describes Snowden's background, likely motivations, and methods of theft, as well as the damage done to U.S. national security as a result of his actions.

Contrary to Snowden's self-portrayal as a principled whistleblower, the report reveals that he was a disgruntled employee who had frequent conflicts with his managers and was reprimanded just two weeks before he began illegally downloading classified documents. Although he claims to have been motivated by privacy concerns, the report finds that Snowden did not voice such concerns to any oversight officials, and his actions infringed on the privacy of thousands of government employees and contractors. Additionally, the vast majority of the documents he stole had no connection to privacy or civil liberties. Furthermore, Snowden's basic knowledge of NSA programs is thrown into doubt by his failure to pass NSA's basic annual training on Section 702 of the Foreign Intelligence Surveillance Act. Snowden's actions did severe damage to U.S. national security, compromising the Intelligence Community's anti-terror efforts and endangering the security of the American people as well as active-duty U.S. troops.

Intelligence Committee Chairman Devin Nunes said, "Edward Snowden is no hero – he's a traitor who willfully betrayed his colleagues and his country. He put our servicemembers and the American people at risk after perceived slights by his superiors. In light of his long list of exaggerations and outright fabrications detailed in this report, no one should take him at his word. I look forward to his eventual return to the United States, where he will face justice for his damaging crimes."

Intelligence Committee Ranking Member Adam Schiff said, "Snowden has long portrayed himself as a truth-seeking whistleblower whose actions were designed solely to defend privacy, and whose disclosures did no harm to the country's security. The Committee's Review–a product of two years of extensive research–shows his claims to be self-serving and false, and the damage done to our national security to be profound. The Review also shows that the Intelligence Community still has much to do to institutionalize post-Snowden reforms to protect the nation's sources and methods."

NSA and Cybersecurity Subcommittee Chairman Lynn Westmoreland said, "Edward Snowden made a decision that did more damage to U.S. national security than any other individual in our nation's history. His actions harmed our relationships around the world, endangered American soldiers in warzones, and reduced our allies' collective ability to prevent terrorist attacks. Snowden must be prosecuted and he should receive the full punishment afforded by law for his actions. The resolve of those of us who fully understand the nature of the man and the damage he caused will not falter in our quest to bring him to justice."

NSA and Cybersecurity Subcommittee Ranking Member Jim Himes said, "I appreciate this report and regret only that more of its conclusions cannot be made public. Two things are clear: Snowden stole immense quantities of classified information irrelevant to the important debate on privacy and surveillance, much of which puts at risk our men and women in uniform. Furthermore, this, and Snowden's flight to our adversaries is inconsistent with the estimable tradition of civil disobedience."

Although the Intelligence Committee's 36-page report, which contains 230 footnotes, is classified, it is available to all members of the House of Representatives. An unclassified executive summary is available here.

Separately, all Intelligence Committee members sent a bipartisan letter to President Obama today urging him not to pardon Edward Snowden. The letter is available here.

Það er svo þung orð notuð um gerðir Snowden að maður verður eiginlega klumsa. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þetta væri svo alvarlegt. Mesti föðurlandsvikari í sögu Bandaríkjanna. 

Engin náðun fyrir Snowden í augsýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nú ekki bara Birgitta og Wikileaks sem telja Snowden vera hetju því Amnesty International er nú að befrjast fyrir náðun hans á þeim grundvelli að hann hafi gert heimsbyggðini stóran greiða með hetjudáð sinni. Það að upplýsa um óásættanlega framkomu stjórnvalda gagnvart borgurum er ekki föðurlandssik. Það eru frekar þeir úr stjólrnkerfinu sem gerast sekir um þessa óásættanlegu framkomu sem eru föðurlandssvikarar.

Eða eins og máltækið segir. Þegar þeir sem upplýsa um glæpi eru fangelsaðir en ekki þeir sem fremja glæpinn þá er þjóðfélaginju stjórnað af glæpamönnum.

Sigurður M Grétarsson, 17.9.2016 kl. 19:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sem sagt Bandaríkjunum er stjórnað af glæpamönnum. Kommúnistar um allan heim héldu þessu fram lengi.

Sigurður minn: Sumir hafa engu gleymt og ekkert lært

Halldór Jónsson, 17.9.2016 kl. 19:30

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Miðað við meðferðina á Snowden og Manning þá er alveg ljóst að það eru glæpamenn sem stjórna því. Manning dreifði myndböndm sem sýndu stríðsglæpi hjá Bandaríkjaher en í stað þess að lögsækja strísglæpamenninga var Manning settur í fangelsi.

Sigurður M Grétarsson, 17.9.2016 kl. 20:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður, þú ert greinilega handhafi sannleikans.

Í þinum augum er þjóðrikið Bandaríkin  réttlaust, hefur ekki leyfi til að reka utanríkisstefnu eða eiga í upplýsingastarfsemi eins o CIA. Hvaða augum skyldirðu líta á Ísland.? Er það afstætt eftir því hvaða flokkar eru í stjórn?

Allt skal opið fyrir stjórmaramdstæðinga eða erlendar stjórnmálahreyfingar. Engin leyndarmál á þjóðríkið eiga.

Stríðsrekstur eins og Bandamanna í síðustu heimstyrjöld væri þér ógeðfelldur þar sem þér fyndist nauðsynlegt að Þjóðverjar væru upplýstir við hvert fótmála á grundvelli jafnræðis  og þar fram eftir götunum.

Ég held að þína líka myndu fáir skilja í Bandaríkjunum þar sem þeir líta á sig sem þjóð sem hafi heiður sinn og lýðræðisstofnmanir  að verja. My fellow Americans, þetta ávarp þýðir annað en þegar kommarnir tala um íslenska alþýðu sem þurfi að taka auðvaldið í bakaríið..

Segðu eins og er, hefurðu verið hallur undir kommúnismann og Sovétríkin á þinni tíð. Eða þykistu bara vera víðsýnn og gáfaðri en hinir?

Halldór Jónsson, 17.9.2016 kl. 22:26

5 identicon

Skelfing ertu einfaldur Halldór að trúa þessu bulli frá Bandaríkjamönnum. Auðvitað skálda þeir upp einhverja þvælu til að sverta mannorð Snowdens. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 01:39

6 Smámynd: Halldór Jónsson

 Já Sigurður Helgi, hverjir erum við til að trúa ekki Bandaríkjaþingi? Afgreiða þá stofnun sem bullara? Var Allsherjarþing Sovétmanna kannski betra apparat? Eða þing Castros á Kúbu?

Er okkar Alþingi eða Evrópuþingið endilega merklegra en The Congress of the United States of America? Í hverju skyldi munurinn þá liggja? Fólkinu sjálfu? Muninum á Sigurði Helga og Sigurði M. og Obama?

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 02:16

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Bandaríkin eru búinað borga kynskiptingu á þessum Manning sem heitir núna Chelsea Elizabeth Manning[

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 02:21

8 identicon

Sama fólkið sem kallar Snowden svikara og glæpamann svekkir sig á því að leynd skuli hvíla á skjölum sem varða hrunið og sölu bankana næstu áratugina. Við eigum víst engan Snowden til að opinbera leyndarmál okkar stjórnvalda. Hvað gæti sá Snæfinnur sagt okkur um það sem falið er og ekki má fréttast?

Það er þægilegt fyrir stjórnvöld að geta sett glæpi, klúður og mistök oní skúffu, kallað leyndarmál og innsiglað í 100 ár. Nokkuð góður díll ef enginn svikari opinberar allan ósóman meðan gerendur eru enn í þægilegum stöðum á launum frá almenningi.

Espolin (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 03:50

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Espólín,  Verða emnn hetjur af því að stela úr svoleiðis herbergjum? Hver heimilaði stofnun slíks herbergis og hvaða forsendur lágu fyrir? Stofnandinn sjálfur? Eða er einhver stjórnarskrá yfir honm og heimildir? Hver heimilar leyndarmál í Bandartíkjunum? Gamma kódinn, ætli hann sé skilgreindur á heimlda alríkisins? Heldurðu að það sé enginn lög sem heimila stofnun þjóðaröryggisskjala í US? Og viðurlög eins og dauðarefsingar við stuldi eins og Rosenbergshjónin liðu? Voru þau hetjur Sovétríkjanna en svikarar hinumegin? Er Snowden þá hetja hinumegin en skúrkur hérnamegin? 

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 06:28

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverra hetja var Mata Hari?

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 06:29

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það sem Snowden upplýsti voru brot bandarískra stjórnvalda gagnvart eigin borgurum. Og það að Bandaríkin hleruðu síma kanslara Þýskalands er ekki í lagi í samskiptum vinaþjóða. Snowden er því hetja sem bera að heiðra bæði í Bandaríkjunum og annars staðar. Hann er allaveega engin glæoameður frekar en Manning.

Það að bandarísk stjórnvöld hafi greitt fyrir kynskiptiaðgerð Manning skiptir engu máli. Þeir áttu aldrei að setja hann í fangelsi. Þeir áttu að setja stríðsglæpamennina sem hann upplýsti almenning um í fangelsi og að sjálfsögðu áttu þeir að gara það áður en Manning kom gögnum sem sönnuðu stríðglæpi þeirra til Wikilekas. Bandarísk stjóronvöld höfðu þau gögn allan tíman og vissu því af þessum stríðsglæpum.

Wikilekas eru einnig samtök sem er nauðsynleg vörn fyrir almenning og því mjög slæmt að það er búið að vængstífa þau samtök. Það er svo vægt sé til orða tekið skýtalykt af þessu sakamáli Assange í Svíþjóð.

Sigurður M Grétarsson, 18.9.2016 kl. 09:04

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér er góð grein um mál Snowdens.

http://www.dv.is/frettir/2016/9/16/smanarblettur-arfleifd-obama-ef-snowden-hlytur-ekki-sakaruppgjof/

Sigurður M Grétarsson, 18.9.2016 kl. 10:00

13 identicon

Halldóri finnst sjálfsagt að þeir sem upplýstu um gríðarútbreitt barnaníð kaþólsku kirkjunnar á sínum tíma hafi verið glæpamenn sem setja hefði átt í fangelsi. Kirkjan reyndi til að byrja með að sverta rannsóknaraðila með alls konar ásökunum um blekkingar og stuld á gögnum og miðað við málflutning Halldórs hér þar sem hann gleypir við lyginni hefði hann sjálfsagt einnig fellt þann dóm að þeir sem upplýstu um barnaníðið hafi verið "drullusokkar", án þess að skoða málið neitt dýpra, hvað þá sjálfstætt.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 10:20

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar, er augljós tenging milli þessara málaflokka, finnst þér það?

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 10:55

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki einleikið hvað þessir vinstri bullukollar geta verið "arfaruglaðir" og þeir eru örugglega ekki með meira en 1/2" rörsýn.

Jóhann Elíasson, 18.9.2016 kl. 11:05

16 identicon

Halldór, tengingin er sú að glæpir eru glæpir. Að taka afstöðu í glæpamálum eftir því hver fremur glæpinn er tvískinnungur og hræsni. Ég tók barnaníðið sem dæmi vegna þess að ég var viss um að þér þættu þeir sem upplýstu um það ekki glæpamenn en sæir þá vonandi um leið hversu fáránleg sú afstaða er að ef glæpurinn er framinn af stjórnvöldum séu þeir sem upplýsa um hann hinir seku - eins og þú heldur hér fram. Sá sem hefur slíka mismunandi afstöðu til glæpa eftir því hver fremur glæpinn er ekki treystandi fyrir mannréttindum og ekki treystandi fyrir völdum til að dæma. Ég ætla að trúa því þangað til þú sýnir fram á annað að þú sjáir þetta í hendi þér eftir umhugsun.

Jóhann Elíasson ... þitt innlegg sýnir að þú ert fábjáni.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 11:22

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hilmar, þetta er dæmi um hversu málefnalegir þið vinstri kálfarnir eruð í allri ykkar umræðu.  Þið étið alla vitleysuna upp eftir Birgittu og Katrínu og segið svo; "Þeir sem gagnrýna okkur er fávitar".  Svona málefnafátækt er bara aumkunarverð en því miður virðist bara ekki vera meira á milli eyrnanna á ykkur en þetta.........

Jóhann Elíasson, 18.9.2016 kl. 13:26

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður M

"Það sem Snowden upplýsti voru brot bandarískra stjórnvalda gagnvart eigin borgurum. Og það að Bandaríkin hleruðu síma kanslara Þýskalands er ekki í lagi í samskiptum vinaþjóða. Snowden er því hetja sem bera að heiðra bæði í Bandaríkjunum og annars staðar. Hann er allaveega engin glæoameður frekar en Manning."

Hver ert þú til að segja The United States Congress til um það hverjir séu glæpamenn? Hvíl´æikt stórveldir ertu.

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 15:14

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Jóhann, það er dásamlegt að heyra í mönnum með viti

Halldór Jónsson, 18.9.2016 kl. 15:15

20 identicon

Það er nokkur munur á uppljóstrunum Mannings og Snowden ,en í báðum tilfellum er um að ræða a viðkomandi uppljóstrari gerði opinbert að stofnanir á vegum Bandaríkjastjórnar voru að brjóta lög Bandaríkjanna sjálfra.

Í sumum tilfellum voru þessi brot mjög gróf svo ekki sé meira sagt

Þetta er svolítið vandasöm staða af því að með þessu brutu þessir menn einnig Bandarísk lög.

Það virðist vera að þessar stofnanir ,eða forstöðumenn þeirra séu hafnir yfir að fara að Bandarískum lögum.Allavega hafa þeir sem stóðu að þessum lögbrotum ekki orðið fyrir neinum óþægindum af hálfu dómsvaldsins.

Sama virðist ekki gilda um uppljóstrarana,sem eiga sér þó þær málsbætur að þeir voru að upplýsa um lögbrot.

Aukaafurð í þessu eru svo hleranirnar á Merkel ,og ekki bara Merkel heldur líka öðrum Evrópskum þjóðhöfðingjum og fyrirtækum í Evrópu.

Þetta er fyrst og fremst vandræðalegt fyrir Bandarísk stjórnvöld ,en veldur ekki teljandi skaða því væntanlega eru aðilar í Evrópu ekki svo grænir að þeir hafi ekki vitað að Bandaríjamenn voru að njósna um þá.

það kemur kannski mest á óvart að opinber yirvöld í Bandaríkjunum skyldu stunda iðnaðarnjósnir í Evrópu.

Hver verður að dæma fyrir sig hvort það er mikilvægara að ríkisstofnanir geti notað leyndarlög til að leyna glæpum eða hvort það eer mikilvægara að vernda þá sem koma upp um slíka glæpi.

Svarið við spurningu þinni hvort Bandaríkjunum sé stjórnað af glæpamönnum verðu við að svara játandi.

Samt eru þeir glæpir sem þessir menn komu upp um lítilvægir í samhengii við aðra sem þessi stjórnvöld eru sek um.

Nú standa yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Nú er svo komið að valið stendur á milli manns sem í mínum augum og margra annarra er mjög ógeðfelld persóna og konu sem er einbeittur fulltrúi þeirrar glæpaklíku sem hefur stjórnað Bandaríjunum í áratugi,allt frá því Ronald Regan réð þar húsum.

Hann mun vera síðasti forsetinn sem frábað sér þjónustu þessa skríls.

Það er vægast sagt furðulegt að þessi staða skuli vera komin upp í þessu landi sem hefur sennilega á að sskipa fleira hæfileikafólki en nokkurt annað land.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2016 kl. 02:09

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hilmar

Stundaði kaþólska kirkjan barnaníð? Komdu með eitthvað sem styður mál þitt. Þvílikt endemis bull. AÐ þú skulir vera fullorðinn maður og tala svo fávíst hjal.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2016 kl. 15:47

22 Smámynd: Halldór Jónsson

Borgþór,

ég er hugsi yfir því sem fram kemur í þinum skrifum:

Svarið við spurningu þinni hvort Bandaríkjunum sé stjórnað af glæpamönnum verðu við að svara játandi.

Samt eru þeir glæpir sem þessir menn komu upp um lítilvægir í samhengii við aðra sem þessi stjórnvöld eru sek um.

Nú standa yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Nú er svo komið að valið stendur á milli manns sem í mínum augum og margra annarra er mjög ógeðfelld persóna og konu sem er einbeittur fulltrúi þeirrar glæpaklíku sem hefur stjórnað Bandaríjunum í áratugi,allt frá því Ronald Regan réð þar húsum.

Hann mun vera síðasti forsetinn sem frábað sér þjónustu þessa skríls.

Það er vægast sagt furðulegt að þessi staða skuli vera komin upp í þessu landi sem hefur sennilega á að sskipa fleira hæfileikafólki en nokkurt annað land.

 

Ég er ánægður með að þú talar ekki illa um Ronald Reagan sem mér fannst góður forseti. En þessir dómar þínir yfir Bandaríkjunum eru furðulegir í mínum huga. Hvað hugsar þú þá um okkar stjórnmálamenn?

Halldór Jónsson, 19.9.2016 kl. 18:03

23 identicon

Hér er öllu snúið á hvolf af pistlahöfundi.  Það var ekki Snowden sem sveik sìna þjóð, heldur stjórnvöld, sem braut á réttindum eigin þegna með svívirðilegum og glæpsamlegum hætti.

Ekki gleyma því heldur að glæpaklíkan hefur ekki bara njósnað um bandaríkjamenn heldur alla, hlerað alla farsíma í heiminum, skoðað alla tölvupósta í heiminum, verið með nefið í hvers manns koppi á nokkurrar lagaheimildar eða réttlætingar.

Pistlahöfundur setur ný viðmið hvað varðar undirlægjuhátt og þrælslund.  Obama og hans hyski ætti að leiða fyrir alheimsdómstóls fyrir glæpi sína gegn mannkyni.  Snowden ætti að fá mannréttindaverðlaun nóbels fyrir sínar fórnir í þágu mannkyns.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.9.2016 kl. 19:38

24 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver skyldi þessi Bjarni vera? Sá er aldeilis handhafi sannleikans. Líklega þorir hann ekki að segja til sín.

En það var ekki bara Obama sem njósnaði um Merkel heldur eru Þjóðverjar uppvísir að þ´vi að hafa hlerað Kanana.Það má auðvitað ekki tala um það, það er bara stóri Satan kommanna sem má ræða.

Halldór Jónsson, 19.9.2016 kl. 21:34

25 identicon

Já hver skyldi þessi Bjarni vera?  Ein örugg vísbending um að menn geta ekki rökstutt eigin skoðanir er að spyrja heimskulegra spurninga.  Ég veit ekkert hver þú ert og það skiftir mig engu máli, en þú hefur heimskulegar skoðanir, illa ígrundaðar og ómálefnalegar.  Skoðanir sem þú getur ekki stutt rökum.  Það eru þær skoðanir sem ég er að gagnrýna og skoðanir og hugmyndir eru alltaf nafnlausar.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.9.2016 kl. 23:38

26 Smámynd: Starbuck

Magnað að lesa innlegg Jóhanns Elíassonar hér fyrir ofan.  Hann kemur sjálfur með fullkomlega ómálefnalega athugasemd, ólíkt þeim sem hann er að svara. Þegar hann svo sér eina ómálefnalega fullyrðingu frá öðrum bætir hann bara við fullkomlega ómálefnalegum árásum á viðkomandi.  Og svo segir síðuhöfundirinn að það sé "dásamlegt að heyra í mönnum með viti" 

Úff, þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. 

Hvernig væri að sumir færu að koma sér út úr svart/hvítum kaldastríðshugsunarhætti?

Starbuck, 20.9.2016 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418305

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband