Leita í fréttum mbl.is

VG-maður vitkast!

Bloggkóngur Íslands,Páll Vilhjálmsson blaðamaður,  sem hefur viðurkennt opinberlega að hafa kosið VG, skrifar svo:

"Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerir meiri breytingar á lífeyriskerfinu en sést hefur frá tilurð þess.

Jöfnun réttinda launafólks í opinberum störfum og á almenna vinnumarkaðnum til lífeyris verður fylgt eftir með jafnaðarstefnu í launamálum þessara hópa.

Ríkisstjórnin vinnur breytinguna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem í áratugi hafa sett jöfnuð lífeyris á oddinn.

Ríkisstjórn allra stétta hlýtur að fá endurnýjað umboð frá þjóðinni við næstu þingkosningar. Allt annað er glapræði."

Að mestu leyti hefur pallvil rétt fyrir sér. Næsta ríkisstjórn með Birgittu og ámóta lið innanborðs er ekki líkleg til stórræðanna. Áhrif þjóðfylkingar verða vonandi einhver þar sem þessi ríkisstjórn virðist ekkert ætla að gera gegn innrás múslíma sem virðast ætla að leggja undir sig okkar samfélag.

En í heildina get ég ekki séð að önnur skárri ríkisstjórn sé í boði. Því var gersamlega óþarfi fyrir hana að gefast upp og fara í kosningar nú þegar allt er í lagi og meirihlutinn tryggur.Þetta stjórnarandstöðulið á Alþingi hefði þá getað gargað í friði í hálft ár í viðbót án þess að skaða þjóðina.

Því lengur sem þjóðin horfir á Birgittu og lýðræðið hjá Pírötunum þeim mun betra. Alveg eins og Truman sagði þegar hann frétti að McArthur ætlaði að bjóða sig fram á móti honum: Látið hann bara tal, látið hann bara tala." Og McArthur talaði og Truman vann.

95 % þjóðarinnar á Sögu vilja ekki sjá Steingrím J. aftur í stól fjármálaráðherra. Ég heldur ekki. Ég vil sömu flokka áfram en vona að þeir vitkist í hinum  þjóðhættulegu innflytjendamálum. 

Það segir samt eitthvað og glæðir manni von ef þó ekki nema einn VG-kjósandi vitkast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega á ég erfitt með að trúa því að Palli Vill hafi kosið VG meðan Steingrímur var formaður, en lengi má mannin reina. En ég er verulega hugsi yfir ummælum Marc Trévidic fyrrum dómara við hryjuverkadómstól Frakklands, þegar hann segir að um leið og Islamska ríkið missir síðasta hluta yfirráðasvæðis síns, þá verði liðsmenn samtakanna sendir heim til sín, og fyrirmælin eru einföld. Haldið áfram baráttunni heima hjá ykkur. Því á ég verulega erfitt með að skylja afhverju er ekki fyrir löngu búið að taka upp 48 tíma regluna á Íslandi eins og Norðmenn eru búnir að gera fyrir löngu. Mér sínist, aðeins ein stjórmálasamtök Íslenska þjóðfylkingin berjast fyrir 48 tíma reglunni, og bakgrunnsransókn samfara henni. Ég hefði áhuga á að vita hvaða kjánar það eru sem hafa komið í veg fyrir 48 tíma reglunni á Íslandi, gott að vita það fyrir kosningar.                                            

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 15:32

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Norðmenn eru reyndar bara búnir að taka upp 48 tíma reglu varðand ríki þar sem ekki er stríðsástand eða stórir hópar ofsóttir. Þeri gefa sér mun meiri tíma í að skoða mál þeirra sem koma frá stríðshrjáðum ríkjum eða ríkjum með stjórnvöld sem ofsækja hluta þjóðarinnar. Enda ber þeim skylda til þess samkvæmt flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna rétt eins og okkur.

En að halda að hægri stjórn sé eitthvað betri en vinstri stjórn í að koma á réttlæatu lífeyriskerfi eða yfir höfuð að stjórna landinu lýsir verulegri vanþekkingu á sjórn Íslands seinustu áratugi. Og að halda að eitthvað batni við það að Þjóðfylkingin komist þar inn lýsir hreinni heimsku. 

Sigurður M Grétarsson, 20.9.2016 kl. 16:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni, pallvil hefur skrifað þettaá sitt blogg, ég er ekki að finna þetta upp. 

Þú getur spurt Sigurð M. hvað honum finnst um stefnu Þjóðfylkingunnar í innflytjendamálum. Ég held að hann tilheyri því sem nefnt er GF sem vill opin landamæri.

Sigurður, þessi stjórn er búin að breyta lífeyriskerfinu sem þið gerðuð ekki. Af hverju lýsir það heimsku að halda að Þjóðfylkingin geti ekki haft góð áhrif íinnflytjendamálunum. Eða finnst þér þau í góðu standi?

Halldór Jónsson, 20.9.2016 kl. 16:48

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn er Ísland hið eina Norðurlandanna, þar sem lífeyrir upp á 200 þúsund á mánuði er talinn í lagi. 

Ómar Ragnarsson, 20.9.2016 kl. 17:00

5 identicon

Sæll Halldór

 

Ekki láta Ómar Ragnarsson slá þig út af laginu. Í Skandinavíu er ekki lífeyrissjóðakerfi sem sér um ellilífeyri eins og er á Íslandi. Þar er einungis ríkið sem sér um hann. Ómar Ragnarsson hlýtur að vita betur!

 

Kv.

Einar

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 18:13

6 identicon

Þetta er einfaldlega ekki rétt. Sjá hér

https://sv.wikipedia.org/wiki/AP-fonderna

https://sv.wikipedia.org/wiki/%C3%85lderspension_i_Sverige

https://sv.wikipedia.org/wiki/Arbetsgivaravgifter_i_Sverige

Jón (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 18:26

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ætli sé ekki keimlík ástæða fyrir tapi CDU í nýlegum fylkiskosningum í Þýzkalandi og falli Unnar Bráar úr 2. sæti í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þ.e. ótti fólks um eigin hag við lítt heft innstreymi fólks úr framandi og að mörgu leyti ógnvekjandi menningarheimi ?  Það verður að reisa traustar skorður við þessu innstreymi, sem nú vex óhugnanlega hratt.  Annars er dúkað fyrir enn meiri húsnæðisskort, aukna glæpatíðni og velferðarkerfi, sem bólgnar enn hraðar út en annars.

Bjarni Jónsson, 20.9.2016 kl. 21:45

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Bjarni

hverjur orði sannara getur þetta verið. Annars held ég að sérkennileg (fasísk ?) hegðun Unnar Brár á landsfundi kunni að hafa spurst út. Þar var ett ljótasta dæmi um samsæri gegn frjálsum skoðanskiptum sem ég hef orðið vitni að spilað út með meðvirkni fundastjórans og flokksgæðingsins Jónasar lögfræðings.

Unni Brá gleymi ég ekki svo glatt þegar hún steig stríðsdans með Áslaugu Örnu og ungliðum til að varna Gústaf Níelssyni máls um innflytjendamál. Enginn furða þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú misst þennan góða baráttumann og skynsama úr sínum röðum. Og það geta orðið fleiri áður en yfir lýkur ef þessi öfgaöfl GF fá að leika lausum hala.

Það voru því ekki góð kaup að Unnur brá skyldi ekki taka pokann sinn eftir að hafa verið kosin frá en miður að kjördæmisráð skyldi yfirleitt bjóða henni sæti fallistans Ragnheiðar Elínar  á listanum sem hafði vit á að skilja skilaboð kjósendanna og fara. . 

Halldór Jónsson, 20.9.2016 kl. 22:51

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Halldór. Seinasta ríkisstjórn var upptekin við að reysa íslenskt efnahagslífs upp úr þeim rústum sem stjórnarstefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði skilið hann erftir í þannig að margt varð að bíða á meðan. 

En þessi breyting sem nú á að gera á lífeyrissjóðakerfinu er reyndar samningaviðræður milli manna í lífeyrissjóðakerfinu og ríkisins þannig að stjórnvöld gera það ekki ein.

Ástæða þess að þjóðfylkingin getur ekki haft góð áhrif í innflytjendamálum er sú að stefna hennar í þeim málum er galin og mun ekki leiðan neitt nema slæmt af sér verði hún framkvæmd.

Bjarni Jónsson. Aukin innflytjendasraumur er ekki líklegur til að auka glæpatíðni eða auka byrði velferðakerfisins. Niðurstaða rannsókna afbrotafræðinga hefur nánast alls staðar verð á þá leið að eftir að búið er að leiðrétta fyrir þjóðfélagsstöðu, aldursdreifingu og kynjadreifingu þá kemur í ljós að glæparíðni er í flestum tilfellum lægri eða í það minnsta ekki hærri hjá innflytjendum en innfæddum. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að tekjur ríkissjóðs af innflutendum er meiri en kostnaðurinn og því bæta innflytjendur möguleika á að vera með gott velferðakerfi en minnka þá ekki.

Sigurður M Grétarsson, 21.9.2016 kl. 16:16

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta segir þó nokkuð.

http://www.visir.is/fjolga-tharf-innflytjendum-til-ad-standa-undir-hagvexti/article/2016160109204

Sigurður M Grétarsson, 21.9.2016 kl. 16:39

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður

Jón Magnússon tilfærir þetta á sínu bloggi og hefur um það heimildir:

"Árið 2010 sagði Thilo Zarasin sem var stjórnandi í Seðlabanka Þýskalands að engin þjóðfélagshópur annar en Múslimar lægju jafn þungt á velferðarkerfinu eða ástunduðu glæpi í jafn ríkum mæli. Hann þurfti að segja af sér en engin hefur hrakið ummælin."

Eigum við að álíta að þetta hafi batnað mikið síðan?

Halldór Jónsson, 21.9.2016 kl. 19:36

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Skýrslur afbrotafræðinga hafa reyndar hrakið þessi ummæli. Og þar að auki hefur engin nokkurn tíman getað sýnd fram á að þessi ummæli séu rétt enda eru þau það ekki.

Sigurður M Grétarsson, 21.9.2016 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband