Leita í fréttum mbl.is

Forherðing Bjarkeyjar

Olsen þingkonu VG er með eindæmum. Í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttir lét þessi þingkona útúr sér að 9000 fjölskyldur hefðu ekki farið á hausinn og misst eigur sínar vegna hrunsins heldur vegna þess sem undan var gengið. Sem sagt, það var Sjálfstæðisflokknum að kenna að þau misstu aleigur sínar. 

Það var ekki svikum Jóhönnu og Steingríms á loforðinu um að slá skjaldborg um heimilin að kenna. Það var ekki stökkbreytingu lánanna að kenna sem voru rukkuð in full af bönkunum sem Steingrímur gaf vogunarsjóðunum. Nei þau fóru á hausinn af því að fyrri ríkisstjórn hafði lánað þeim.

Aðra eins veraldar heimsku og forherðingu hef ég aldrei heyrt frá nokkrum þingmanni, jafnvel ekki frá Steingrími sjálfum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hlustaði á viðtalið við Bjarkey Olsen og mér fannst hún hafa enga samúð með þeim 9 þúsund fjölskyldum sem misstu heimili sín vegna aðgerða fyrrverandi fjármálaráðherra og sumir fyrirfóru sér.

Svo þykist þessi manneskja vera að halda vörð um hagsmuni heimilanna og þá sem eru láglaunafólk og verður að vinna vinna jafnvel í tveimur störfum til að geta haldi húseigninni.

Nei Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er á þingi til að verja Steingrím J. Sigfússon þegar hann fremur afglöp í starfi.

Kveðja fráHouston

Jóhann Kristinsson, 21.9.2016 kl. 23:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hlustaði á endurtekninguna og enn einu sinni opinberast okkur einn galtómur VG.þingmaður,sem tilheyrir þó "góða fólkinu"- 

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2016 kl. 05:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Kiljan lýsti embættismönnunum sem komuu til að handtaka Veru Hertz og skilja hana frá barninu sínu sem þeir hefðu verið fullir samúðar og skilnings á nauðsyn þessarar aðgerðar.

Rithöfundurinn þyrfti ekki að hafa áhyggjur því Sovétríkin væru barngóð. Kiljan hélt áfram að boða löndum sínum kommúnisma lengi eftir þetta. Vera Hertz dó úr kröm í Gúlaginu án þess að sjá barnið sitt og Benjamíns Eiríkssonar aftur.

Svona steinrunnið var andlit valdsins vegna þess að stefnan var rétt og það mátti enginn vera í andstöðu við hana.Slíkum sjónarmiðum kynnstist ég hjá íslenskum kommúnistum eftir miðja síðustu öld.Þetta fólk breytist ekki þótt tímar líði.

Halldór Jónsson, 22.9.2016 kl. 07:03

4 identicon

Vinstri stjórnir hafa ALDREI hjálpað nokkrum manni, þeir fjölga bara fátækum.

wilfred (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 12:43

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Rétt hjá þér, Wilfried, það er löng íslensk reynsla fyrir því.

Halldór Jónsson, 22.9.2016 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 3418311

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband