Leita í fréttum mbl.is

Blendnar tilfinningar

voru í brjóstum margra eftir að Kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis ákvað að breyta listanum sem kom út úr prófkjöri flokksins. Bara vegna þess að listi með konu ofarlega væri hugsanlega söluvænni en listi með karla í fjórum efstu?

Auðvitað vitum við ekki hvaða áhrif þetta hefur á kjósendur sagði Bjarni Benediktsson formaður réttilega. Við gamlir fauskar sem höfum langa og mest vonda reynslu af prófkjörsfitli mölduðum í móinn. En meirihlutinn og frambjóðendurnir samþykktu þetta svo að við það situr að vilji formanns og kjörnefndar ræður.

Svo segjum við eftir kosningarnar, auðvitað sko, þetta sagði ég?

Við Sjálfstæðismenn  í Kópavogi lentum í þriggja kjörtímabila langri eyðimerkugöngu eftir svona fitl. Því verður ekki breytt.

Þeir sem mættu í prófkjörið röðuðu Bryndísi Haraldsdóttur í fimmta sætið. Af því að 3000 manns er ekki nægilegur fjöldi þá er bara Bjarni Benediktsson í bindandi sæti. Nú er Bryndís í 2. sæti. En 3000 Sjálfstæðismenn eru 3000 sjálfstæðismenn. Fleiri en 100 manna kjördæmisráð.

Það eru blendnar tilfinngar mínar eftir þessar hrókeringar að minnsta kosti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Eg stend með þer Halldór .fordómalaus frekja kvenna er að vera ógn við margt á okkar landi og ekki til farsældar !   Betur væri að þær synntu móðurhlutverkum af svona ákafi en ekki i hjaverkum !..Eg er mjög ósátt við konur nútimans .þvi miður !

rhansen, 30.9.2016 kl. 15:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var að heyra af einum máttarstólpa flokksins hér í Kópavogi. Sá er sagður hafa hringt í formanninn og tilkynnt honum um úrsögn fyrir sig og alla sína fjölskyldu vegna atburða gærdagsins.

Ég hef enga sögu heyrt að þær konur sem sögðu sig úr flokknum í fýlunni vegna prófkjörsins hefðu gengið inn aftur. Né að einhver kona hafi skipt um skoðun vegna atburðarins í gær.

Halldór Jónsson, 30.9.2016 kl. 15:50

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kjörtímabilið í Facebook og snjallsímapólitk um það bil 4 mínútur í dag. Þegar þær eru liðnar, þá þarf nýtt fix. Og svo koll af  kolli. Ef menn telja sig hafa úthald í að vera á toppnum í meira en sólarhring í þannig heimi, þá nær hann ekki endurkjöri, nema í tvær mínútur í senn. Hví að bjóða sig fram í þannig heimi?

Ótrúlegt, en samt satt - og hrein geggjun.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.9.2016 kl. 16:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Segðu; eða Snapschat aðeins 10 sec.-- 

Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2016 kl. 01:02

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Er nú ekki orðið tímabært að þú hristir af þér slenið og yfirgefir morkna skútuna?

Ég er nú síður en svo að hvetja þig til að ganga til liðs við fyrrverandi formann og vara-formann þíns elskaða flokks, sem virðast nú sjálf helst veðja á frægð og frama undir erlendri yfirstjórn.

Fyrir þjóðernissinna og sannan föðurlandsvin eins og þig er aðeins um tvo kosti að ræða í komandi kosningum og líkt og þig rennir eflaust grun í, þá er ég auðvitað að tala um X-E eða X-F

Jónatan Karlsson, 1.10.2016 kl. 09:34

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða flokkar eru þessir E eða F?

Halldór Jónsson, 1.10.2016 kl. 12:58

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

X-E er Íslenska þjóðfylkinginn, þar sem hver sannur Íslendingur getur fundið sálufélaga og X-F er auðvitað Flokkur fólksins, þar sem m.a. má finna í fremmstu víglínu sanna Sjálfstæðis-karla á borð við nafna þinn, þann er kenndur er við Holt.

Hristu nú af þér slenið Halldór, því eins og þig auðheyrilega grunar, þá er X-D er því miður orðinn ekkert annað en slæmur félagsskapur.

Jónatan Karlsson, 1.10.2016 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 335
  • Sl. sólarhring: 520
  • Sl. viku: 6125
  • Frá upphafi: 3188477

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 5205
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 285

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband