Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Ingi

fékk þá umsögn hjá flestum formönnum flokkanna í sjónvarpsþætti í kvöld, að vinnubrögð á Alþingi það hálfa ár sem hann hefur verið forsætisráðherra, hafi stórbatnað.

Hvernig stendur á því að allskyns fólk gengur um með yfirlýsingar um að Framsókn sé ekki stjórntækur flokkur vegna innri klofnings milli Sigurðar manna og manna fyrri formanns? Er þetta virkilega eitthvað óbrúanlegt í ljósi þjóðarhagsmuna?

Veitir af að á Alþingi sé svona rólegheita maður eins og Sigurður Ingi sem getur haft þessi áhrif á óstýrilátan þingheim? 

Voru ekki þessi ummæli forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna um áhrif Sigurðar Inga forsætisráðherra talsvert athyglisverð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Framsóknarflokkurinn myndaði þrjár ríkisstjórnir á árunum 1932-1946, en aðrir flokkar tóku ekki í mál að vera í þeim stjórnum ef Jónas Jónsson yrði ráðherra. Í umræðum í dag var einmitt minnst á það, að ef Framsókn færi í stjórn, væri Sigmundur Davíð búinn að skapa sér það sterka stöðu innan flokksins, að hann myndi seilast til ráðherrastóls ef flokkurinn ætti völ á stjórnaraðild. 

Það sama er að gerast hjá flokknum og á tímum Jónasar og sjálfur Sagði Sigurður Ingi í dag, að því verki væri ólokið að leysa innanflokksvandamál Framsóknar. 

Ómar Ragnarsson, 31.10.2016 kl. 00:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst það líklegt að svo sé Ómar. Þessi svokölluðu stórmenni setja eigin hag yfirleitt ofar öllu öðru.Þá verður yfirleitt svo að vera.

Halldór Jónsson, 31.10.2016 kl. 05:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Var það ekki Jón Magnússon ráðherra sem spurði hver hefði eitthvað að gera með skörunga?

Halldór Jónsson, 31.10.2016 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband