Leita í fréttum mbl.is

Framhald samningaviðræðna við ESB?

er sú spurning sem ESB flokkarnir eru andsetnir af. Þeir vilja ekki láta kjósa um það hvort þjóðin vilji ganga í ESB heldur eigi hún að kjósa um það hvort samningaviðræðunum sem vinstri stjórnin hóf upp á sitt eindæmi, eigi að takast upp aftur.

Leiðari Mogga tekur þetta fyrir í dag. Þar segir m.a.:

"...Engu að síður eru þeir enn til á þingi sem reyna að villa um fyrir fólki og halda því fram að sækja eigi um aðild og sjá hvað kemur út úr „samningaviðræðunum“ eins og þeir kjósa að kalla aðlögunarviðræðurnar sem Evrópusambandið býður umsóknarríkjum upp á.

Þessi málflutningur heldur áfram þrátt fyrir að vinstri stjórnin hafi siglt í strand með umsóknina vegna þess að Evrópusambandið býður ekki upp á neinar tilslakanir og honum er líka haldið áfram þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi allan tímann talað skýrt um að ekki sé um neitt að semja.

Enn ein staðfesting þessa fékkst á dögunum þegar sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, sendi fyrirspurn til Evrópusambandsins og spurðist fyrir um hvert eðli umsóknar að sambandinu væri.

Spurningar Svavars, í íslenskri þýðingu, voru eftirfarandi: „Þegar ríki ákveður að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, lítur sambandið þá á slíka umsókn annað hvort sem 1) fyrirspurn án skuldbindinga þar sem möguleikarnir í boði fyrir umsóknarríkið eru kannaðir og fundnar mögulegar undanþágur frá óhagstæðum hlutum löggjafar Evrópusambandsins eða 2) yfirlýsingu um vilja umsækjandans til þess að ganga í sambandið í samræmi við lögformlegt fyrirkomulag inngöngu í það?“

Þessar spurningar eru skýrar og svar Evrópusambandsins var ekki síður skýrt:

„Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjanlegar; þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu.

Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB.

Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara – annað hvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.“

Ég undrast það hversvegna ESB-flokkarnir okkar geta ekki skilið þetta?

Hvernig á að greiða atkvæði um hluti sem ekki eru til umræðu hjá mótaðilanum?

Sjávarútvegskaflann varð aldrei opnaður þar sem um hann verður ekki samið af hálfu ESB. Aðeins tímabundar frestanir koma til greina.

Þarf ekki að spyrja fyrst: Vill þjóðin yfirleitt ganga í ESB? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Óttast menn svo að landsmenn muni samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu inngöngu í ESB að það er allt gert til að drepa málum á dreif? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 2.11.2016 kl. 09:44

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Málflutningur ESB-sinna er og hefur frá upphafi verið tómar blekkingar. Eins og þú bendir réttilega á Halldór og Sr.Svavar fær staðfest með fyrirspurn sinni til Evrópusambandsins þá er ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann og sjá til hvað í honum finnst, það liggur allt ljóst fyrir og því er ekki um annað að ræða en að spyrja þjóðina hvort hún vilji í ESB eða ekki. Svo einfalt er það, en ESB-sinnar halda áfram að slá ryki í augu fólks með blekkingarleik sínum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.11.2016 kl. 10:43

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór minn kæri. 

Það fara engar samningaviðræður fram. Það er einmitt það sem þú ert að skrifa um. Hvað þarf að sejga þetta mögrum milljón sinnum þannig að það skiljist. Af hverju er fyrirsögn þín þá "framhald samningaviðræðna"? Framhald á hverju? Þú þyrftir að breyta fyrirsögninni í: "Framhald innlimunar í ESB", því það er sannarlega það sem um væri að ræða.

Þjóðin hefur aldrei beðið um að ganga í ESB. Umsóknin var þjófnaður. Hún hefur verið kölluð til baka. Málið er dautt og það á ekki að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi umboðs- og kosningasvik. Í því myndi felast að bæta gráu ofan á svart. Hin opinbera skömm, sem umsóknin var, myndi við þann gjörning einungis verða stærri.

Um áframhald málsins

Það er ákaflega mikilvægt að í þessu þunga máli náist sátt sem gerir Alþingi í framtíðinni kleift að sinna þeim málum undir vinnufriði sem því sannarlega eru falin. Stjórnmálamenn ættu því að koma sér saman um að önnur umsókn inn í Evrópusambandið megi aldrei aftur koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 20 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði með 100 þúsund blaðsíðna Acquis ESB innlimað inn í Evrópusambandið - og þar með, í skrefum sambandsins inn í framtíðina, ef til vill lagt niður. Þetta mál er þess eðlis. Ekkert þessu minna er af hinu unga Lýðveldi Íslendinga hægt ná sáttum um.

Verði Alþingi hins vegar ljóst á þessu ofangreinda 20 ára tímabili, að verulegar sáttmálabreytingar standi fyrir dyrum hjá Evrópusambandinu og sem hafa myndu afgerandi áhrif á hvert sambandið stefnir, þá ætti einnig í vinnusáttarreglum um þetta mál að framlengja tímabilinu um 20 ár til viðbótar, þannig að íslensk þjóð hafi ávallt full 20 ár til að gera sér grein fyrir hverslags Evrópusamband væri verið að sækja um aðild að. Sáttmálabreytingar Evrópusambandsins taka allt að 10 ár og afleiðingar þeirra taka minnst önnur 10 ár að koma í ljós.

Sáttmálabreytingar og sáttmálar Evrópusambandsins eru óafturkræfir og bindandi fyrir allar núlifandi og komandi kynslóðir Íslendinga, gangi þeir einu sinni í sambandið.

Að þetta yrðu frumforsendurnar fyrir því að ný umsókn gæti nokkru sinni aftur komist á dagskrá Alþingis og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að Lýðveldið Ísland ætti að senda inn umsókn til Evrópusambandsins eða ekki. Að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu verði því aldrei aftur hægt að senda inn nýja umsókn til Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn þjóðfrelsisafla Sjálfstæðisflokks og Framsónarflokks, ber að hrósa fyrir að hafa dregið til baka þá þjóðarskömm sem umsókn Vinstri grænna og Samfylkingar var.

Þessi lygaherferð þarf að stoppa.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2016 kl. 10:49

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Þetta er eins og að standa fyrir framan herbergi með lokuðum dyrum og þrasa um hvernig litum það er málað, í stað þess að opna og skoða herbergið með eigin augum. Þrasa með hæfilegu þjóðrembu ívafi. Hvaða áhrif hefur innganga á landbúnað og sjávarútveg, í raun og veru? Í stað þess að taka þau mál til enda er hlaupið um víðan völl með tveggja fóta tæklingar. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 2.11.2016 kl. 12:04

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er augljóst hvaða litum ESB herbergið er málað, Tryggvi. Það er málað litum valdaafsals og ósjálfstæðis þeirra, sem þar dvelja. Þetta liggur fyrir og þarfnast engrar frekari skoðunar. Ef kjósa á um eitthvað, ætti spurningin einfaldlega að vera hvort ganga skuli í þennan óskapnað, eða ekki. Tvö svör i boði. Já eða nei.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.11.2016 kl. 13:16

6 identicon

Er það ekki merkilegt hvé gjarnir ESB-sinnar eru við að saka fólk um "þjóðrembu"? Það er eins og þeir haldi að það felist "remba" í að standa vörð um hagsmuni samfélagsins, þar á meðal lýðræði og auðlindir. Og er ekki alveg eins hægt að saka þá sjálfa um heimsveldisrembing? Ég myndi þó ætla að þetta sé til marks um skort á málefnalegum rökum.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 15:34

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Tryggvi Skjaldarson

Allir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa held ég sagt að eiga að greiða þjóðaratkvæði um eitthvað þá er það spurningin um inngögu eða ekki. Framald einhverra viðræðna Þorsteins Pálssonar við ESB  um einhverja samninga eru bara blekkingar eins og séra Svavar Alfreð hefur fengið staðfest. ESB stendur aðeins í aðildaviðræðum við ríki sem vilja ganga inn. Íslendingar hafa stundað ósæmilegt bjölluat í Brussel og logið að viðsemjandanum. Það er bara ótíndur dónaskapur sem Steingrímur og Jóhanna eru ábyrg fyrir.

Gunnar minn kær, ég hélt að engumdytti í hug að ég myndi kalla aðildarviðræður samningaviðræður. Ég er bara að tyggja upp klisjurnar hjá þessu landsölufólki. 

Þú orðar þetta nákvæmlega rétt:

Sáttmálabreytingar og sáttmálar Evrópusambandsins eru óafturkræfir og bindandi fyrir allar núlifandi og komandi kynslóðir Íslendinga, gangi þeir einu sinni í sambandið.

Að vísu eru nú Bretar gengnir út aftur.

Góð lýsing hjá þér Tryggvi. Blindir menn lýsa fíl misjafnlega eftir því hvar þeir eru að þukla fílinn.

Nafni í Suðri, það er það, Já eða Nei, ekki Ef og Kannski.

Jú  Egill vondi,góða fólkið kallar okkur þjóðernissinna eða nasista og fasista af því að við viljum varðveita landið okkar Ísland fyrir Íslendinga. Það skilja þeir ekki sem kalla sig alþjóðasinna kratismans.

Halldór Jónsson, 2.11.2016 kl. 18:04

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Að vísu eru nú Bretar gengnir út aftur."

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt Halldór minn. Ekki nándar nærri. Þegar ég segi að sáttmálabreytingar og sáttmálar Evrópusambandsins séu óafturkræfir og bindandi fyrir allar núlifandi og komandi kynslóðir Íslendinga, gangi þeir einu sinni í sambandið, þá þar það einmitt þannig.

Ég mun fjalla um þetta mál, útgöngu Bretlands, á bloggsíðu minni á næstu dögum og vonandi tekst mér að koma þessu frá mér þannig að það skiljist sæmilega í þessu hafi að lýðskrumi sem þetta málefni flýtur á hér heima.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2016 kl. 19:57

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég treysti þér manna best til að kveða skýrt að Gunnar

Halldór Jónsson, 3.11.2016 kl. 19:34

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór.

Það lá fyrir þegar dr.Össur sótti formlega um aðild að ESB þá var haldinn blaðamannafundur sem er hægt að skoða bút úr hér að neðan. Dr. Össur talaði fjálglega um undanþágur sem við myndum sækja um hjá hinum góðu herrum í Brüssel, en ESB/Stefan Füle sagði doktornum skilmerkilega að engar varanlegar udanþágur væru í boði. Endilega skoðið myndbandið.

Smellið á þetta :

DR. ÖSSUR TUKTAÐUR TIL AF EVRÓPUSAMBANDINU Á FJÖLÞJÓÐLEGUM BLAÐAMANNAFUNDI FYRIR AÐ TALA UM AÐ UNDANÞÁGUR FÁIST Í AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.11.2016 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband