Leita í fréttum mbl.is

RUV við sama heygarðshornið

og gátu ekki setið á sér þegar þeir urðu að skýra frá því að Donald Trump hefði verið kjörinn Forseti Bandaríkjanna. Ógeðið á öllum fréttamönnunum var augsýnileg úr langri fjarlægð.

Það var að vonum að þeir settu rauðan borða yfir þveran skjáinn:

"Bandaríska þjóðin klofin"

Bein upptugga eftir Hillary Clinton þegar hún tapaði.

Ég held að íslenska þjóðin sé meira klofin en hin bandaríska þegar kemur að afstöðunni til RÚV sem dælir yfir okkur svona áróðri sínkt og heilagt. Skylduáskrift af þessari hlutdrægu stöð er eitthvað sem er óþolandi með öllu. Henni er lifandis ómögulegt að segja frá nokkrum hlut á hlutlægan hátt vegna stjórnmálaskoðana hluta starfsfólksins.

Bandarikin eru nú undir nýrri forystu eftir nærri áratugar óstjórn demokrata þar sem Hillary lét eitt lykilhlutverkið. 

Ég held að Trump eigi eftir að koma á óvart í því að draga úr alþjóðaspennu milli Rússa og Bandaríkjanna. Hann mun líklega ekki láta skrifræðiskommisarana í Brussel beygja sig og láta þá axla sinn hluta af þeirri sameiginlegu ábyrgð sem þeir hafa aldrei gert eins og í Bosníu til dæmis síðast.

Leyfum Donald Trump að sanna sig áður en við förum að lepja upp kommaáróðurinn hráan úr svona hlutlægri fréttaveitu eins og RÚV er orðið af dvölinni við sama vinstra heygarðshornið svona lengi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband