Leita í fréttum mbl.is

Heiðar Guðjónsson fer mikinn

í Mogganum í dag.

Hann segir:

"Rússneskur málsháttur segir að hinn hyggni læri af mistökum annarra, hinn heimski af eigin mistökum. Það fylgir ekki sögunni hvað Rússar kalla þann sem ekkert lærir, hvorki af óförum annarra né sínum eigin.

Seðlabanki Íslands býr núna við stöðugt innstreymi gjaldeyris líkt og var í síðustu uppsveiflu og flestum uppsveiflum þar á undan. Eini munurinn frá síðustu uppsveiflu er að nú er afgangur af viðskiptum við útlönd og erlend fjárfesting sem stýrir mestu um innstreymi gjaldeyris en ekki erlend skuldsetning íslenskra aðila.

Það breytir því ekki að þegar fram í sækir þarf að greiða til baka, auk vaxta, það sem nú hleðst upp í Seðlabankanum. Seðlabanki Íslands viðheldur gríðarlegum vaxtamun við útlönd, sem er um 5%. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabankans vex þá þýðir það mikinn kostnað fyrir bankann, en þeir sem njóta þess munar eru erlendir fjárfestar enda sækja þeir æ meira í íslenskar krónur, sem kemur fram í því að metvöxtur er í hverjum mánuði á gjaldeyrisforða bankans, 50 milljarðar í október.

Bankinn skuldar krónur sem bera ríflega 5% vexti og eignast erlendar myntir sem litla sem enga vexta bera. Hreinn gjaldeyrisforði, sem hefur tvöfaldast frá áramótum, upp á 540 milljarða þýðir vaxtatap Seðlabankans upp á 27 milljarða á 12 mánuðum. Styrking íslensku krónunnar á móti erlendum myntum upp á 15% þýðir 81 milljarðs tap í gengismun á ári.

Þetta tap Seðlabankans er spegilmynd þess hagnaðar sem þeir njóta sem selja gjaldeyri fyrir íslenskar krónur á gengi sem er undir sannvirði þar sem Seðlabankinn hefur reynt að halda því niðri með inngripum. Seðlabankinn er svo með um 250 milljarða útistandandi af erlendum lánum, á mun hærri vöxtum en hann nær að ávaxta fjármagnið á, sem mætti áætla að myndaði tap upp á yfir 5 milljarða á ári. Samandregið eru því heildaráhrifin yfir 113 milljarðar í mínus.

Eigið fé Seðlabankans var undir 80 milljörðum króna við síðustu áramót. Seðlabankinn heldur því fram að afkoma af gjaldeyrisforða sé einfaldlega reiknaður liður og skipti ekki máli í samhengi hlutanna. Það er eins og að segja „við seldum fullt af krónum á 175 á móti evru, en þó að gengið sé núna 120 þá skiptir það engu máli“.

Ég er þessu eðlilega ósammála. AGS hefur ítrekað fjallað um það á síðustu áratugum hvernig fer fyrir litlum seðlabönkum sem ekki hafa jákvætt eigið fé og núverandi stjórnendum Seðlabankans, sem voru arkitektar peningastefnunnar fyrir hrun, ætti að vera minnisstætt hvernig fór fyrir stjórnendum Seðlabankans sem þurftu að axla ábyrgð á þeirri peningastefnu síðast þegar eigið fé Seðlabankans þvarr.

Seðlabankinn fór í aflandskrónuútboð í sumar og innleysti þá 25 milljarða afgang í þeim viðskiptum, keypti krónur í júní fyrir 72 milljarða en greiddi 47 milljarða í gjaldeyri fyrir. Eins er Seðlabankinn að selja eignir frá því í hruninu, svo sem eignarhlut í Kaupþingi (án útboðs) með væntanlega 8 milljarða afgangi frá bókfærðu virði. Þetta eru liðir sem koma ekki aftur inn í reikninga Seðlabankans en skila núna 33 milljarða plús í bækurnar.

Ef Seðlabankinn ætlar ekki að breyta út af hávaxtastefnu sinni mun krónan styrkjast áfram og tap af gjaldeyrisforða og vaxtamun aukast enn frekar. Þetta er ekkert nýtt og bankinn hefur brennt sig á þessu áð- ur. Hvenær ætlar Seðlabankinn að sjá að sér og læra af eigin mistökum? Seðlabankinn tapar öllu eigin fé – og lætur sem ekkert sé. "

Ég er sammála Heiðari að þessari hávaxtastefnu þarf að linna. Hún er keyrð áfram af ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðana upp á 3.5 % sem er orðin óraunhæf og verður að lækka. Vaxtastigið getur lækkað um helming ef sættir nást við lifeyrissjóðina.

Ég er ósammál Heiðari um það þegar hann segir: "Bankinn skuldar krónur sem bera ríflega 5% vexti og eignast erlendar myntir sem litla sem enga vexti bera."

Krónan styrkist og inneign útlendingsins vex í erlendum gjaldeyri það er rétt.

En Seðlabankinn borgar allar skuldir með ávísunum á sjálfan sig, prentar íslenskar krónur og réttir eigandanum. Þetta er enginn kostnaður fyrir bankann. Þannig hefur hann alltaf farið að.Hann getur ekki farið á hausinn.

Hann getur til viðbótar einangrað krónurnar og bundið þær að vild. Afleiðingin væri lækkun krónunnar sem veldur bara verðbólgu í landinu. Seðlabankinn hefur frítt spil og getur gert það sem hann vill.

Því er um að gera að taka inn eins mikinn gjaldeyri og hægt er á meðan þeir bjóðast og prenta krónur á móti á bundnum reikningum helst.  En ekki hleypa þeim út í viðskiptabankana til að endurtaka leikinn frá 2008.

Ég held að Seðlabankinn sé að gera rétt. Alveg eins og þegar hann byggði Svörtuloft. Sú bygging kostaði ekki neitt þegar upp er staðið. Hann borgaði einfaldlega með ávísunum á sjálfan sig. Fimmþúsundköllum sem hann prentaði handa öllum sem unnu að verkinu. Kostnaður fyrir þjóðina var bara verðbólga sem hún borgaði með glöðu geði með öðru. Hún  hafði í raun ekki hugmynd um BarbaBrelluna sem Nordal framkvæmdi þarna.

Þetta sem Heiðar er að tala um er bara svipaðs eðlis og síðast. Nú er bara um að gera að eiga nóg af gjaldeyri og skipta í krónur en missa ekki stjórnina.Ég treysti Má Guðmundssyni alveg til að passa það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418332

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband