Leita í fréttum mbl.is

Að stíga í takt við þjóðarsálina?

er það það sem búið er að gera í stjórnarmyndunarviðræðunum til þessa?  Eða er verið að mynda stjórnir með útilokunaraðferðum fyrst?

Er stjórnarmyndun Katrínar sem er að stíga á stokk í takt við þjóðarsálina eða fyrst og fremst til að friðþægja öfgaöflunum sem finnast allir aðrir en þeir sjálfir vera fíbjakk?

Óli Björn veltir þessu fyrir sér í Morgunblaðinu í dag.

".... Ein fyrirmyndin er vinstristjórnin 2009 til 2013, þar sem mál sem sundruðu þjóðinni voru sett í forgang; aðild að Evrópusambandinu, umbylting fiskveiðistjórnunar, kollvörpun stjórnarskrár og ítrekaðar tilraunir til að koma Icesave-klyfjunum á herðar þeirra sem ekkert höfðu til saka unnið.

Almenningur sannfærðist um að sundurtætt ríkisstjórnin hugsaði fremur um hagsmuni alþjóðlegra fjármagnsafla og vogunarsjóða en hag íslenskra heimila og fyrirtækja. Þeir voru til sem slógu taktinn fyrir ríkisstjórnina í þeim efnum.

Ný ríkisstjórn forðast fótspor vinstristjórnarinnar eins og heitan eldinn.

Þess í stað vinnur hún að því að tryggja jafnvægi milli dreifbýlis og þéttbýlis, stuðlar að jafnræði atvinnugreina, vinnur að aukinni samkeppni og gagnsæi í allri stjórnsýslu. Heldur áfram endurbótum á almannatryggingakerfinu með innleiðingu starfsgetumats og hlutabótakerfi örorkubóta.

Beitir sér fyrir öflugri og markvissri uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem miðar að því að tryggja bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á fyrir alla landsmenn.

Styrkir menntakerfið, greiðir sérstaklega fyrir verk- og tækninámi og öflugri háskólamenntun. Ýtir undir nýsköpun, ekki aðeins á sviði hátækni heldur ekki síður í matvælaframleiðslu, listum og menningu.

Kemur á jafnræði í lífeyrismálum landsmanna og greiðir um leið fyrir skynsamlegri þróun á vinnumarkaði, auknum sveigjanleika og jöfnuði.

Hrindir í framkvæmd umfangsmikilli fjárfestingu í innviðum samfélagsins, tryggir jafnvægi í búskap ríkisins, greiðslu skulda og stuðlar að lækkun vaxta. Tekur forystu í umhverfismálum og gengst fyrir sátt um nýtingu náttúruauðlinda.

Byggir undir stöðugleika í efnahagsmálum og stjórnsýslu. Vinnur að nauðsynlegum breytingum að stjórnarskrá í víðtækri sátt.

Listinn er lengri.

Eitt þeirra mála sem eiga ekkert erindi á listann er aðild að Evrópusambandinu. Vandi ríkisstjórnar sem beinum eða óbeinum hætti setur aðild eða aðildarviðræður við Evrópusambandið á dagskrá ætti að vera flestum augljós.

Mikill meirihluti þingmanna er andvígur aðild og er samstíga meirihluta landsmanna. Ríkisstjórnin væri því strax í upphafi komin í sérkennilega stöðu (svo ekki sé meira sagt) gagnvart þingi og þjóð. Í kosningunum í lok síðasta mánaðar kölluðu kjósendur ekki eftir að enn einu sinni yrði lagt upp í leiðangur í átt að Brussel. Þvert á móti. Hér skal fullyrt að í hugum yfirgnæfandi meirihluta kjósenda eru önnur verkefni brýnni.

Ríkisstjórnin yrði einnig að glíma við annan vanda. Engar þjóðir geta tekið íslensk stjórnvöld alvarlega á næstu árum þegar og ef óskað er eftir því að hefja viðræður um fríverslunarsamninga eða aðra viðskiptasamninga.

Íslendingum verður kurteislega bent á að ganga fyrst frá sínum málum gagnvart Evrópusambandinu. Gangi Ísland inn í sambandið falla allir samningar niður og þess vegna er tilgangslaust að leggja vinnu í slíka samninga, sem taka nokkur ár. Frost í fjögur ár

Hugmyndir um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður í lok kjörtímabilsins – árið 2020 að öðru óbreyttu – leiða einfaldlega til þess að allar hugmyndir og tilraunir við gerð fríverslunarsamninga við önnur lönd verða settar á ís – frystar í a.m.k. fjögur ár.

Þetta á t.d. við um samninga við bresk stjórnvöld um viðskipti landanna í kjölfar þess að Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga og gríðarlegir hagsmunir í húfi að tryggja frjáls viðskipti milli landanna.

Vandséð er hvernig ríkisstjórn sem ákveður að efnt skuli til þjóðaratkvæðis um Evrópusambandið ætlar að tryggja hagsmuni landsins í því millibilsástandi sem búið verður til á kjörtímabilinu. Ísland verður í viðskiptalegu og pólitísku tómarúmi – verður í kyrrstöðu sem dregur úr samkeppnishæfni landsins og leiðir til lakari lífskjara en ella.

Staða efnahagsmála á Íslandi er um flest öfundsverð. Hagvöxtur er sterkur, verðbólga lítil, atvinnuleysi hverfandi, kaupmáttur aldrei meiri og afkoma ríkissjóðs til lengri tíma í jafnvægi.

Tækifærin eru því til staðar. Ný ríkisstjórn getur nýtt meðbyrinn til góðra verka sem almenningur vill og ætlast til að verði unnin. Til þess þarf hins vegar að forðast sundrungargildru áranna eftir hrun fjármálakerfisins."

 

Hversvegna geta þessi könnunarfyrirtæki ekki spurt almenning hvaða flokka hann vilji í stjórn núna?

Mér heyrist að mikið fylgi sé við V.G., D og B með 39 manna meirihluta. Trausta stjórn þar sem allir eru sammála um ESB og svo öll framfaramál þjóðarinnar.

Skyldi þjóðin vilja annað en að unnið verði af krafti að þeim málum sem Óli Björn talar um hér að framan?

Tekur slík stjórn ekki fram öllum öðrum kostum í stöðunni, hvað sem sérvitringar segja um kosti fimmflokka stjórnar? 

Væri þessi stjórn ekki að stíga i takt við þjóðarsálina fremur en þær aðrar sem í boði kunna að vera?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Halldór gætir þú ekki verið sammála mér um kosti þess að taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ hér á landi?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2908/

Jón Þórhallsson, 16.11.2016 kl. 09:45

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég held að Óli Björn Kárason yrði öflugur formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég mæli með að hann yrði kjörinn við fyrsta tækifæri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2016 kl. 10:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón, þú mátt útlista þetta kkerfi betur fyrir mér, kann þetta ekki.

Tómas, mér finnst Bjarni ágætur og standa sig vel. Óli Björn finnst mér góður og hann er hugsjónamaður og fróður um sitt manifesto líka.

Halldór Jónsson, 16.11.2016 kl. 13:14

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Franska kosningakerfið virkar þannig að þá þyrfti forseti íslands að leggja af stað með stefnurnar í öllum stærstu málunum og þyrfti að standa eða að falla þeim þeim stefnum.

völd, ábyrgð & laun myndu haldast betur í hendur      og allar boðleiðir yrðu skýrari frá A-Ö:

="Sá ætti völina sem að ætti kvölina".

(En hefðbundið flokkakerfi yrði lagt til hliðar).

Jón Þórhallsson, 16.11.2016 kl. 13:52

5 Smámynd: Elle_

Alveg sammála Tómasi.  Óli Björn er öflugur, en það eru líka Birgir Ármannson þó fari lítið fyrir honum, og Brynjar Níelsson.  Hinsvegar skil ekki traust fólks á VG eftir 2009.  VG er ekki mikið traustari í ESB-málinu en hinir litlu byltingarflokkarnir.

Elle_, 16.11.2016 kl. 19:17

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Þórhalsson

Vinur minn í Ameríku segir þíg vera að lýsa bandaríka kerfinu, það sé nákvæmlega svona.

Hefðbundið flokkakerfi er hvergi lagt niður, hvorki í Frakklandi né í USA.Enda nauðsynlegt fyrir lýðræðið þó að stjórnleysingjar séu stöðgt að tönnlast á því sem þeir skilja ekki.

Halldór Jónsson, 16.11.2016 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband