Leita í fréttum mbl.is

Lítil þúfa

 

Jóna Björg Sætran ritar fróðlega grein í Morgunblaðið 18.nóvember 2016. Henni er sjálfsagt ætlað ap vekja athygli á bágum kjörum kennara sem vinna við erfiðar aðstæður fyrir lítið kaup.

En af hverju er vandi grunnskólans svona hroðalegur að þriðjungur nemenda er ólæs og óskrifandi við útskrift. Þetta var ekki svona í gamla daga. Af hverju er þetta svona?

 

Í greininni stendur m.a.:

Menntastefna landsins leggur áherslu á „skóla án aðgreiningar“ þar sem öll börn eiga rétt á setu í almennum bekkjardeildum. Þetta hefur í för með sér að í nemendahópi geta verið börn sem þurfa mjög mismikla aðstoð í kennslustundum því færni þeirra og þroski getur verið afar mismunandi þó svo að þau séu öll fædd á sama ári. Þess utan geta nemendur átt við samskipta- örðugleika að etja, ýmiss konar hegðunarvandamál og kvíða, auk þess sem einbeitingarskortur, athyglisbrestur og ofvirkni eru algeng verkefni sem almennur kennari þarf að takast á við í fari nemenda sinna í kennslustundum.“

 

Þarna er að finna þá litlu þúfu sem hefur eyðilagt íslenska grunnskólakerfið.

Hver er ábyrgur fyrir þessari þúfu?

Hver viðheldur henni?

Hversvegna er ekki hægt að breyta henni?

 

Jón Björg lýsir afleiðingum þúfunnar í smáatriðum

  1. Þetta hefur í för með sér að í nemendahópi geta verið börn sem þurfa mjög mismikla aðstoð í kennslustundum því færni þeirra og þroski getur verið afar mismunandi þó svo að þau séu öll fædd á sama ári
  2. Þess utan geta nemendur átt við samskipta- örðugleika að etja, ýmiss konar hegðunarvandamál og kvíða, auk þess sem einbeitingarskortur, athyglisbrestur og ofvirkni eru algeng verkefni sem almennur kennari þarf að takast á við í fari nemenda sinna í kennslustundum.

 

Undirritaður var alla sína skólatíð í kerfi þar sem voru A-bekkir, B-bekkir, C-bekkir og þannig áfram. Í kennslunni miðaðist hraðinn við það meðaltal sem ríkti í bekknum. Þörfum hvers og eins var sinnt eins og kostur var. Ég man ekki annað en að D-bekkingar hafi alveg plummað sig í lífinu þó þeir hafi kannski ekki flestir orðið stúdentar.

 

Finnst einhverjum núverandi kerfi lýsa einhverju almennu verksviti?

Ef þú ættir að leysa það verkefni að kenna sem flestum að lesa, skrifa og reikna, myndir þú fara að eins og Jóna Björg lýsir því að raða í bekkina?

Raða saman upprennandi glæpamönnum með andfélagslega hegðun, útlendingum sem ekki skilja málið og geta ekki lært neitt af þeim sökum, tossum sem þurfa sérstaka aðstoð og svo krökkum með afburða námsgáfur?

 

Allt vegna þess að einhver andlitslaus sérfræðingur fann upp hugtakið skóli án aðgreiningar. Enginn veit hver hann er þessi snillingur. Þetta er bara svona stefna.

Alveg sama hverskonar ríkisstjórn er hér kosin til valda, alveg sama hver er menntamálaráðherra. Bara að stytta áfangann til stúdentsprófs til að spara einn bekk er aðalmálið? Ekki að gera fólk sjálfbjarga eftir grunnskóla?

 

Er það furða þó grunnskólakennari krefjist bara miklu hærri launa vegna þess að þurfa að starfa við svona galnar aðstæður? Vera neyddur til að skila af sér ólæsum nemendum og óreiknandi upp úr grunnskóla, sem nemur þriðjungi nemendafjöldans?  

Maður myndi halda að það þyrfti kraftaverk til að geta þroskað nokkurn hæfan einstakling upp úr þessu umhverfi.

Þetta er því galið umhverfi, galin uppsetning og leiðir til óbærilegs skaða á þjóðinni  og allar æðri menntunar hennar. Með þessu fyrirkomulagi er skipulega verið að vinna að eyðileggingu meirihluta meðalgreindra íslenskra barna og ýta þeim yfir í draumaveröld spjaldtölvuleikja og kláms á netinu í stað þess að kenna þeim að lesa, skrifa og reikna.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli konur hafi verið að gera í gamla daga áður en þær fóru út á vinnumarkaðinn?  Lítið sem ekkert?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 09:22

2 identicon

Heimgreiðslur til foreldra hafa verið kallaðar "kvennagildrur" af sérfræðingum á vinstri kanti stjórnmálanna í gegnum tíðina.  Markmið þeirra hefur verið að bjarga foreldrum frá börnum sínum - og öfugt.  Ég leyfi mér að efast um ágæti þessarar stefnu.  Í vikunni var t.d. viðtal við prófessor í íslenskri málfræði á RÚV sem sagðist vilja bjarga íslenskunni með því að fá peninga frá stjórnvöldum til að kenna tækjum íslensku.  Hvert erum við komin?  Það gengur nógu illa að manna leikskólana.  Eigum við sem sagt að loka börnin inni með sérhæfð vélmenni sér við hlið til að læra tungumálið?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 12:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Elín, ef þú hittir gunnskólakandidat sem kann að reikna, margfalda og deila á blaði, þá hefur hann ekki lært það í skólanum hedlur heima hjá sér.

Elín 

Pabbi sat yfir mér grenjandi og reikningsbók Elíasar Bjarnasonar sem ég hef hatað meira og bölvað en nokkrum einstakling, auðvitað af tilefnislausu eins og annað hatur í veröldinni og byggt aðeins á minni meðfæddu heimsku.

Þolinmæði pabba kom mér svo áfram í reikningnum og ég þuldi margföldunartöfluna aftur á bak og áfram. En án hennar getur enginn reiknað á blaði. Þetta veit ekki grunnskólinn og þruglar um eitthvað stærðfræðikjaftæði sem krakkarnir skilja auðvitað alls ekki þegar undirstöðuna vantar. Pródúktið eru tölubindir einstaklingar sem geta bara farið á hugvísindabrautir sem þið sjáið af sametningu nemenda Háskólanna.

Þessi bullumstefna í grunnskólamálum er að éta undan möguleikum íslenskra ungmenna til alls em á eftir kemur.

Það er enginn vandi að kenna reikning fyrir 12 ára aldur. Það verður bara að byrja einhversstaðar annarsstaðar en á myndlíkingum og kassaþrætum, barnið þarf að vita hvað 7 x 8 eru og það án þess að hugsa sig um.

Halldór Jónsson, 18.11.2016 kl. 13:20

4 identicon

Þegar formaður félags leikskólakennara kallaði eldri borgara "skyndilausn" varð mér hugsað til ömmu minnar sem kenndi mér að lesa.  Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki notið ömmu minnar og afa í uppvextinum.  Mér finnst þessi stefna sem rekin er í menntamálum ekki miðast við hagsmuni barnanna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 15:08

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Menntastefna sem gengur út á að allir hafi það jafnskítt, óháð getu, er hörmuleg. Sósíalismi andskotans, í sinni tærustu mynd. Afburðanemendum haldið niðri og þeim sem erfitt eiga með lærdóm af einhverjum orsökum, niðurlægðir sökum heftar sinnar. Útkoman er skelfileg, eins og sjá má á getu nemenda. Umræðan um launakjör kennara tekur þúsund sinnum meira pláss í allri umræðu, en afrakstur menntakerfisins. Kerfis, sem bregst meir og meir, með hverju árinu sem líður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.11.2016 kl. 03:15

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er ömurlegt og er búið að vera svona allt of lengi. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2016 kl. 04:22

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni minn að sunnan, gott að heyra í þér. Ég vissi svo sem að þú myndir skilja þetta svipað og ég.Því miður er þetta ekki að lagast heldur að versna.

Já Elín, amma mín Sigríður fór að kenna mér ensku þegar ég var átta ára. Og það passaði að ég gat talað við þýska vinnumanninn í sveitinni þegar hann kom. Ömmur og afar voru þá yndislegir fræðarar sem sögðu manni svo margt frá fyrri tíð eða hjálpuðu manni á ýmsa vegu.

Helga, já þetta er orðið yfir þetta, ömuelegt. 

Halldór Jónsson, 19.11.2016 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband