Leita í fréttum mbl.is

Undiralda um allan heim

er greinilega á hreyfingu.

Kjör Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur greinilega leyst krafta úr læðingi. Fólk er farið að horfa á lífið í þrengra samhengi en áður, horfa nær sér en áður og farið að efast um að óheft frelsi hinna betur megandi til viðskipta hafi fært litla manninum þá hagsæld sem hann þráði.Hann sé farinn að horfa til baka og sakna gömlu tímanna þegar hanna var að alast upp. Strengir sem Trump náði að snerta í mörgum brjóstum.

Þetta er ekki bara að gerast í Bandaríkjunum. Brexit er angi af þessum hugsunum. Og nú er greinilega ýmislegt að gerjast í föðurlandi stjórnarbyltinganna Frakklandi.

Morgunblaðið er með þessar fréttir:

 

"Mar­ine Le Pen seg­ir sjálf að ef hún fari með sig­ur af hólmi í for­seta­kosn­ing­un­um þá muni heim­ur­inn verða ör­ugg­ari. Þar sem Frakk­land muni bæði starfa með for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump og for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín.

Hún seg­ir að alls staðar í heim­in­um séu þeir sem berj­ast gegn ráðandi öfl­um og ríkj­andi sjón­ar­miðum að ná sínu fram. Hún seg­ir að Brex­it og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um sýni svart á hvítu þær breyt­ing­ar sem eiga sér stað. Heims­hreyf­ing þeirra sem standa gegn alþjóðavæðingu, eyðandi öfl­um öfga-frjáls­hyggju, út­rým­ingu þjóðríkja og hvarf landa­mæra. 

Le Pen sagði við upp­haf kosn­inga­bar­áttu sinn­ar í gær að hún væri sann­færð um að franska þjóðin myndi fylgja í kjöl­far Breta og Banda­ríkja­manna.

Mar­ine Le Pen ætl­ar, ef hún verður kjör­in for­seti, að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild Frakka að ESB, líkt og Bret­ar gerðu í sum­ar og end­ur­vekja landa­mæra­eft­ir­lit. Aðspurð um hvaða áhrif kjör henn­ar hefði á heim­inn seg­ir hún að með því væri kom­inn grunn­ur að banda­lagi Frakka, Banda­ríkja­manna og Rússa. Það yrðu góðar frétt­ir fyr­ir heims­friðinn, seg­ir Le Pen.

Valls sagði aðspurður á ráðstefnu í Berlín í morg­un að það væri mögu­leiki að Le Pen yrði næsti for­seti Frakk­lands. Talið er nán­ast full­víst að hún kom­ist í aðra um­ferð kosn­ing­anna þegar kosið er á milli þeirra tveggja fram­bjóðenda sem fá flest at­kvæði í fyrri um­ferðinni.

„Þetta þýðir að valda­jafn­vægið í stjórn­mál­um mun riðlast full­kom­lega,“ seg­ir­ Valls og var­ar við hætt­unni sem fylgi skoðunum öfga­hægrimanna."

Kerfið bregst öndvert við eins og öll kerfi gera. Hér á landi er hreinlega bannað að efast um að EES samningurinn hafi fært okkur annað en tóma sælu. Frjálst flæði fólks og fjármagns um opin landamæri séu ófrávíkjanleg grunnatriði. Það má ekki stinga upp á að sveigja eitt eða neitt eins og mörg önnur lönd gera þegar í sjálfsvarnarskyni. Þá skal Ísland vera kaþólskara en páfinn og herða á  öllu sem varað hefur verið við, hvort sem það heitir innflutningur á hráu keti eða moskubyggingar.

En í moskum er prédikað á máli sem varla nokkur innlendur skilur. Hvaða boðskapur flýtur með hafa stærri þjóðir látið sig varða. Stjórnmálahreyfing í okkar landi sem starfar á öðru tungumáli en okkar eigin er okkur framandi. En hún getur samt náð  leiðandi áhrifum ef henni eru sköpuð vaxtarskilyrði með okkar fé og skilyrðum. 

Þjóðernishreyfingar eru því í framrás allstaðar. Fólk vill halda atvinnu sinni í nærumhverfi sínu og sínum gömlu kristnu gildum. Það vill ekki éta innflutt rottukjöt í dósum þá það sé miklu ódýrara en innlend fæða sem framleidd er af innlendum höndum. Fólkið hugsar um störfin sem hafa horfið frá því vegna þess að sköpuð hafa verið störf í Kína og að þar sé mikill hagvöxtur vegna viðskiptafrelsisins. 

Kerfið berst um á hæl og hnakka og skyrpir ásökunum um fasisma og rasisma um allt. En hlustar fólkið?

Það er undiralda um allan hinn vestræna heim um að fólkið vilji verja sig gegn purkunarleysi peningaaflanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband