Leita í fréttum mbl.is

Ekki gleyma þessu

Óli Björn Kárason dregur fram lykilatriði í rekstri Dags B. Eggertssonar og nóta hans á Reykjavíkurborg í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þar m.a.:

Langtímaskuldir A-hluta jukust um 137% að raunvirði frá árslokum 2009 (árið fyrir valdatöku Samfylkingar og ári eftir hrun fjármálakerfisins) til loka árs 2015.

Heildarskuldir nær tvöfölduðust og voru tæplega 40 milljörðum meiri á föstu verðlagi.

Eigið fé minnkaði um 2,9 milljarða.

Heildartekjur voru 16,5 milljörðum krónum hærri að raunvirði 2015 en 2009.

A-hluti hafði 113 þúsund krónum hærri tekjur af hverjum borgarbúa 2015 en 2009 á föstu verðlagi. Rekstrargjöld voru hins vegar 199 þúsund krónum hærri.

Skuldir A-hluta jukust að raunvirði um 315 þúsund krónur á hvern íbúa.

Eigið fé minnkaði á sama tíma um 45 þúsund.

Að raunvirði var veltufé frá rekstri 38% minna á síðasta ári en 2009. Veltufé er mælikvarði á stöðu grunnrekstrar A-hluta.

Í árslok 2009 var veltufjárhlutfallið 2,12 en var komið niður í 1,18 við lok síðasta árs.

 

Flestar einkareknar sjoppur eru komnar í slæm mál við veltufjárhlutfallið einn.Óli Björn á þakkir skyldar fyrir sínar glöggu samantektir. Hann er sannkallaður landsuppfræðari.

Það verður gaman að sjá hvernig meirihlutinn ætlar að snúa þessum tölum á haus við næsti kosningar.

 

En þá verður líka að vera kominn fram traust og ákveðin stjórnarandstaða sem vill berjast af krafti fyrir nýrri framtíðarsýn fyrir Höfuðborgina eftir þennan ömurlega niðurlægingartíma sem hún hefur gengið í gegn um allt frá valdatöku R-listans fyrir öllum þessum árum síðan.

 

Það verður að gerast undir merkjum Sjálfstæðisflokksins og helst baráttuanda Davíðs Oddssonar endurbornum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband