Leita í fréttum mbl.is

Hið augljósa

stjórnarmynstur hins einfalda manns blasir við.

Það er að sættir takist milli Framsóknarflokks og VG um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Slík stjórn hefði 39 manna meirihluta.

Maðurinn á götunni skilur ekki hvernig ágreiningur milli forystufólks um einstök atriði getur þvælst svona fyrir. Er ekki alltaf leið til samkomulags ef vilji er fyrir hendi.

Það er morgunljóst að þjóðin var ekki að kalla á inngöngu eða endurupptöku aðildarviðræðna við ESB. Hún var ekki að heimta upptöku evru eða festingu krónunnar við framandi mynt.Hún var ekki að heimta nýja stjórnarskrá. Hún var ekki að heimta gerbyltingu í sjávarútvegi.

Hvað skyldi það vera sem er svona erfitt? Eru ekki þessir flokkar sammála um flest grunnatriðin?

Það er hreint ekki augljóst fyrir mér hvað er svona í veginum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli þetta sé ekki EINA stjórnarsamstarfið, sem eitthvað vit er í, Halldór?????

Jóhann Elíasson, 28.11.2016 kl. 12:52

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að framsókn komi að næstu ríkisstjórn er móðgun við þjóðina. Þeir eiga að sitja hjá næsta kjörtímabil.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2016 kl. 13:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jú Jóhann

Jósef,

ef hægt væri að móðga þjóðina þá væri það að bjóða uppá Samfó sem hékk inni á einhverjum 46 atkvæðum. Finnst þér að þeir eig að fara í ríkisstjórn frekar en Framsókn.?

Hvað hefurðu svona á móti Framsóknarflokknum með allar þessar þúsundir innan sinna vébanda? Er þetta eitthvað persónulegt?

Halldór Jónsson, 28.11.2016 kl. 14:16

4 identicon

 Satt segirðu, Halldór. Þetta hef ég líka sagt. Þetta Samfófólk ætti að hafa vit á því að koma ekki nálægt þessu stjórnarmyndunarkjaftæði. Deyjandi flokkur hefur ekkert í ríkisstjórn að gera, enda veit ég ekki, hvað þeir eru að hugsa með því að blanda sér inn í þau efni, sama þótt einhver sé að bjóða þeim það. Sá aðilinn er jafn vitlaus ef ekki vitlausari í pólitíkinni en núverandi forysta Samfó, ef hann heldur að flokkur á banabeðinu eigi eitthvað erindi þar inn. Ég segi líka það sama um blessaðan Framsóknarflokkinn. Hann er alls góðs maklegur, og ég veit ekki, hvers lags læti þetta hafa verið út af honum alltaf hreint. Hvers vegna mætti hann ekki vera með, þótt Sigmundur Davíð sé einn úr þingliðinu? Mér finnst, að Sigurður Ingi, eins og hann hefur nú staðið vaktina vel sem forsætisráðherra, sömuleiðis Lilju, sem hefur staðið sig reglulega vel sem utanríkisráðherra, og þeirra lið eigi ekki að gjalda synda Sigmundar, enda væri þá verið að fara eftir orðum skáldsins: "Finni hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn". Þetta er alveg hreint með eindæmum, hvernig fólk talar og lætur í garð þessa elsta starfandi flokks landsins, sem ennþá lifir góðu lífi, miðað við jafnaldra hans, sem er á fallanda fæti inní Samfó. Fólk ætti frekar að verðlauna Sigurð Inga fyrir góða forsætisráðherravakt, og Lilju sömuleiðis fyrir góða utanríkisráðherraþjónustu heldur en að henda öllu liðinu út í horn og í einhvern óverðskuldaðan skammarkrók bara út af óvild Sovétfréttastofu Rúv og ómaklega aðför hennar að Sigmundi og láta heilan flokk gjalda synda hans og aðfarar Rúv að honum. Það er ekki stórmannlega gert, fjarri því. Ég skil ekkert í fólkinu, frekar en Sovétfréttastofu Rúv. Það segi ég satt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 15:28

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í fyrsta lagi átti aldrei að kjósa í haust, fljótfærni og taugaskjálfti forystu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins varð til þess að farið var út í þessar ótímabæru kosningar.

Í öðru lagi þá kalla úrslit kosninganna í október á aðrar kosningar að vori. Þangað til á, að mínu áliti, núverandi starfstjórn að vera áfram og ættu ábyrgir stjórnmálaforystumenn og flokkar þeirra að verja hana falli. Kjósa á ný í mars eða apríl n.k.

Nú þarf að sinna þingstörfum og koma fjárlögum í gegn um þingið og taka á þeim málum sem liggur á að klára.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.11.2016 kl. 15:42

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Sammála síðuhafa. En talandi um fólkið á götunn,i þá varðar Steingrím J. og hans nánustu ekkert um svoleiðis fólk og hans heilagasta mál er að hindra að Sjálfstæðisflokkinn í að halda áfram að lagfæra axarsköft hans sjálfs. Það yrði breyting til batnaðar hjá VG ef þar yrði til formaður sem óttaðist ekki Steingrím.

Rétt Tómas Ibsen, verkefnið er að þreyja þorrann og gera það gagn sem má og kjósa í vor.  Til þess að svo mætti verða með sem einföldustum og gagnlegustum hætti, þá gæti forsetin gagnast.  

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2016 kl. 16:51

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svarið er nei Halldór. En á allt öðrum forsendum. Framsókn hefur verið uppvís að spillingu og þá er ég ekki bara að tala um Sigmund Davíð. Ég tek það fram að ég hef enga pólitíska andúð á framsóknarmönnum. Ég samsama mig að meginhluta þeirra hugmyndum en hafna spillingunni.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2016 kl. 18:49

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jósef, er Samfylkingin spilltur flokkur? Þú veist líklega alla þá leynd sem hvílir yfir fjármálum hennar? Er það spilling?

Er Sjálfstæðisflokkurinn spilltur flokkur þó að einstaklingar innan hans hafi lent í leiðindamálum? Bjarni sé frændi Benedikts flokkseiganda og TM-Software manni og frændur hans séu í Borgunarmálinu? Tengjast vandaræði Sigmundar Davíðs Framsóknarflokknum per se? Er hann ekki bara einn úr hópnum?  

Hvar eru mörkin hjá þér.

Halldór Jónsson, 28.11.2016 kl. 19:35

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Láttu ekki svona Halldór. Þú veist alveg hvað ég er að tala um. Það er Sigmundur og framkvæmdastjórinn sem tengjast aflandsfélögum og þar að auki ótal dæmi um fólk sem hefur notað flokksmaskínuna til eigin nota og útiloka samkeppnisaðila. Að sjálfsögðu er sjálfstæðisflokkur spilltur þegar flokksmenn nota flokkinn til að sinna eigin hagsmunum. Nýlegt dæmi er sala á Borgun. Því miður hef ég ekki upplýsingar um alla þá spillingu sem viðgengst t.d. í samfylkingu. Hún er örugglega til í öllum flokkum. En Framsókn sker sig úr hvað umfang snertir og fólki er ofboðið. Þessvegna á ekki að æra óstöðugan með því að leyfa flokknum að koma að stjórn landsins. Fólk er búið að fá nóg.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2016 kl. 19:53

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Láttu ekki svona Jósef, þú ert að yfirfæra óhöpp einstaklinga yfir á heilan flokk og hugsjónir fjölda fólks, Þetta er ekki sanngjarnt.

Ég er ekki uppvís að spillingu þó ég hafi verið í flokknum mínum í áratugi, aldrei komist til áhrifa, aðeins greitt atkvæði á Landsfundum með mönnum eins og tildæmis Jósafati Arngrímssyni sem höfðu þá sömu hugsjónir og ég, Gunnari Thoroddsen og Eggerti Haukdal,Alberti Guðmundssyni,  Pálma Jónssyni-mönnum sem ég varð svo reiður útí um tíma.Fylgt mönnum eins og Geir hallgrímssyni Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde  Mér finnst þú þurfir að endurskoða hugmyndir þínar um flokka og ígrunda stöðu einstakra flokksmanna í umróti samtímans. Menn lenda í ýmsum áföllum. Íslendingar lenda í öllum fjandanum, við erum öll samt Íslendingar áfram sem ekki viljum bara selja landið og miðin til útlendinga. Endurskoðaðu þitt viðhorf Jósef.

Halldór Jónsson, 29.11.2016 kl. 03:58

11 Smámynd: Halldór Jónsson

 Já og góðir hálsar, við getum ekki breytt stöðunni núna með því að kjósa aftur í vor frekar en Kanarnir.

Halldór Jónsson, 29.11.2016 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband